„Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2024 16:44 Aron Pálmarsson var allt annað en sáttur við spilamennsku sína á mótinu. Vísir/Vilhelm „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. Þrátt fyrir sigurinn eru úrslitin vonbrigði þar sem íslenska liðið hefði þurft fimm marka sigur til að eiga góða möguleika á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana í sumar. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en Ísland þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við komum okkur í þessa frábæru stöðu, en ég veit ekki hvað skeði þarna fyrsta korterið í seinni. Við gefum þeim þetta forskot aftur til baka og mætum ekki klárir. Því fer auðvitað svona og það er bara algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því.“ Klippa: Viðtal við Aron eftir Austurríkisleikinn Þá segist fyrirliðinn finna fyrir reiði eftir leikinn. „Já. Ég er rosalega reiður út í sjálfan mig. Það er eiginlega svona það fyrsta sem er að koma upp núna strax eftir leik. Ég er mjög pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki spilað betur fyrstu leikina á þessu móti og það nagar mig rosalega núna. Það er eiginlega það eina sem kemst fyrir hjá mér. Ég þarf að fara vel yfir það hvernig ég kom inn í mótið og allt andlega.“ „Miðað við það sem við höfum sýnt, það sem við höfum talað um og höfum sýnt á þessu móti, en í allt of stutta kafla, þá eigum við að gera betur. Við eigum ekki að vera í þessari stöðu sem við erum í í dag. Þannig að það er eitthvað sem við þurfum klárlega að læra af.“ Að lokum var Aron stuttorður þegar hann var spurður út í það hvort mótið hafi verið vonbrigði. „Já. Klár vonbrigði,“ sagði Aron Pálmarsson einfaldlega að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Þrátt fyrir sigurinn eru úrslitin vonbrigði þar sem íslenska liðið hefði þurft fimm marka sigur til að eiga góða möguleika á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana í sumar. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en Ísland þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við komum okkur í þessa frábæru stöðu, en ég veit ekki hvað skeði þarna fyrsta korterið í seinni. Við gefum þeim þetta forskot aftur til baka og mætum ekki klárir. Því fer auðvitað svona og það er bara algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því.“ Klippa: Viðtal við Aron eftir Austurríkisleikinn Þá segist fyrirliðinn finna fyrir reiði eftir leikinn. „Já. Ég er rosalega reiður út í sjálfan mig. Það er eiginlega svona það fyrsta sem er að koma upp núna strax eftir leik. Ég er mjög pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki spilað betur fyrstu leikina á þessu móti og það nagar mig rosalega núna. Það er eiginlega það eina sem kemst fyrir hjá mér. Ég þarf að fara vel yfir það hvernig ég kom inn í mótið og allt andlega.“ „Miðað við það sem við höfum sýnt, það sem við höfum talað um og höfum sýnt á þessu móti, en í allt of stutta kafla, þá eigum við að gera betur. Við eigum ekki að vera í þessari stöðu sem við erum í í dag. Þannig að það er eitthvað sem við þurfum klárlega að læra af.“ Að lokum var Aron stuttorður þegar hann var spurður út í það hvort mótið hafi verið vonbrigði. „Já. Klár vonbrigði,“ sagði Aron Pálmarsson einfaldlega að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
„Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15