Viktor með tárin í augunum eftir leik: „Þetta er ógeðslega svekkjandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 17:02 Viktor Gísli Hallgrímsson átti erfitt með sig í leikslok. Vísir/Vilhelm Viktor Gísli Hallgrímsson varði frábærlega í fyrri hálfleiknum á móti Austurríki en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari. Þrátt fyrir tveggja marka sigur var íslenski markvörðurinn með tárin í augunum eftir leikinn. Íslenska liðið þurfti fimm marka sigur en þarf nú að treysta á Ungverja seinna í kvöld ætli liðið að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París. Viktor var í talsverðu tilfinningalegu uppnámi eftir leikinn þegar hann kom í viðtal. „Ég er leiður og svekktur út í sjálfan mig. Þetta er allt að ‚hitta' mann núna. Hvað maður hefði getað gert betur sjálfur til þess að ná betri árangri,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Íslenska liðið ætlaði sér stærri hluti á mótinu og strákarnir tóku þetta allt saman vel inn á sig. Ísland var 14-8 yfir í hálfleik en svo hrundi allt í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta er ógeðslega svekkjandi og ég skil ekki alveg hvernig þetta gerist. Við mætum ekki til leiks í seinni hálfleik. Það gerist allt of oft á mótinu, sérstaklega í seinni hlutanum þar sem við erum ekki tilbúnir í þetta. Þeir refsa okkur fyrir það og þá missum við mómentum og þá er þetta svo erfitt,“ sagði Viktor. Klippa: Viðtal við Viktor Gísla eftir Austurríkisleikinn Liðið hefur ekki náð taktinum og það er augljóslega erfitt að kyngja því. „Mér finnst við ná þessum takti upp næstum því í hverjum einasta leik. Við náum bara ekki að halda það út. Það koma tvö til þrjú léleg móment og mómentumið fer og við eigum erfitt með að snúa því við aftur,“ sagði Viktor. „Að þurfa að gera það fjórum, fimm sinnum í leik er helvíti, helvíti erfitt,“ sagði Viktor. Er niðurstaðan á þessu móti því vonbrigði? „Já mér finnst það. Pressan sem ég er með á sjálfum mér og allir í liðinu sem vildu ná betri árangri á þessu móti. Sýna betri frammistöðu og stöðugri frammistöðu. Ég held að allir séu sammála því að við náðum því ekki upp. Það er þungur biti að kyngja,“ sagði Viktor. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Sjá meira
Íslenska liðið þurfti fimm marka sigur en þarf nú að treysta á Ungverja seinna í kvöld ætli liðið að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París. Viktor var í talsverðu tilfinningalegu uppnámi eftir leikinn þegar hann kom í viðtal. „Ég er leiður og svekktur út í sjálfan mig. Þetta er allt að ‚hitta' mann núna. Hvað maður hefði getað gert betur sjálfur til þess að ná betri árangri,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Íslenska liðið ætlaði sér stærri hluti á mótinu og strákarnir tóku þetta allt saman vel inn á sig. Ísland var 14-8 yfir í hálfleik en svo hrundi allt í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta er ógeðslega svekkjandi og ég skil ekki alveg hvernig þetta gerist. Við mætum ekki til leiks í seinni hálfleik. Það gerist allt of oft á mótinu, sérstaklega í seinni hlutanum þar sem við erum ekki tilbúnir í þetta. Þeir refsa okkur fyrir það og þá missum við mómentum og þá er þetta svo erfitt,“ sagði Viktor. Klippa: Viðtal við Viktor Gísla eftir Austurríkisleikinn Liðið hefur ekki náð taktinum og það er augljóslega erfitt að kyngja því. „Mér finnst við ná þessum takti upp næstum því í hverjum einasta leik. Við náum bara ekki að halda það út. Það koma tvö til þrjú léleg móment og mómentumið fer og við eigum erfitt með að snúa því við aftur,“ sagði Viktor. „Að þurfa að gera það fjórum, fimm sinnum í leik er helvíti, helvíti erfitt,“ sagði Viktor. Er niðurstaðan á þessu móti því vonbrigði? „Já mér finnst það. Pressan sem ég er með á sjálfum mér og allir í liðinu sem vildu ná betri árangri á þessu móti. Sýna betri frammistöðu og stöðugri frammistöðu. Ég held að allir séu sammála því að við náðum því ekki upp. Það er þungur biti að kyngja,“ sagði Viktor.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Sjá meira