„Algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2024 16:44 Aron Pálmarsson var allt annað en sáttur við spilamennsku sína á mótinu. Vísir/Vilhelm „Við vorum bara með þetta fyrsta hálftíman,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir tveggja marka sigur liðsins gegn Austurríki í dag, 26-24. Þrátt fyrir sigurinn eru úrslitin vonbrigði þar sem íslenska liðið hefði þurft fimm marka sigur til að eiga góða möguleika á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana í sumar. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en Ísland þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við komum okkur í þessa frábæru stöðu, en ég veit ekki hvað skeði þarna fyrsta korterið í seinni. Við gefum þeim þetta forskot aftur til baka og mætum ekki klárir. Því fer auðvitað svona og það er bara algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því.“ Klippa: Viðtal við Aron eftir Austurríkisleikinn Þá segist fyrirliðinn finna fyrir reiði eftir leikinn. „Já. Ég er rosalega reiður út í sjálfan mig. Það er eiginlega svona það fyrsta sem er að koma upp núna strax eftir leik. Ég er mjög pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki spilað betur fyrstu leikina á þessu móti og það nagar mig rosalega núna. Það er eiginlega það eina sem kemst fyrir hjá mér. Ég þarf að fara vel yfir það hvernig ég kom inn í mótið og allt andlega.“ „Miðað við það sem við höfum sýnt, það sem við höfum talað um og höfum sýnt á þessu móti, en í allt of stutta kafla, þá eigum við að gera betur. Við eigum ekki að vera í þessari stöðu sem við erum í í dag. Þannig að það er eitthvað sem við þurfum klárlega að læra af.“ Að lokum var Aron stuttorður þegar hann var spurður út í það hvort mótið hafi verið vonbrigði. „Já. Klár vonbrigði,“ sagði Aron Pálmarsson einfaldlega að lokum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Sjá meira
Þrátt fyrir sigurinn eru úrslitin vonbrigði þar sem íslenska liðið hefði þurft fimm marka sigur til að eiga góða möguleika á sæti í umspili fyrir Ólympíuleikana í sumar. Sigurinn þýðir þó að vonin lifir enn, en Ísland þarf nú að treysta á að Ungverjar taki stig af Frökkum. „Við komum okkur í þessa frábæru stöðu, en ég veit ekki hvað skeði þarna fyrsta korterið í seinni. Við gefum þeim þetta forskot aftur til baka og mætum ekki klárir. Því fer auðvitað svona og það er bara algjör viðbjóður og ógeðslegt að kyngja því.“ Klippa: Viðtal við Aron eftir Austurríkisleikinn Þá segist fyrirliðinn finna fyrir reiði eftir leikinn. „Já. Ég er rosalega reiður út í sjálfan mig. Það er eiginlega svona það fyrsta sem er að koma upp núna strax eftir leik. Ég er mjög pirraður út í sjálfan mig að hafa ekki spilað betur fyrstu leikina á þessu móti og það nagar mig rosalega núna. Það er eiginlega það eina sem kemst fyrir hjá mér. Ég þarf að fara vel yfir það hvernig ég kom inn í mótið og allt andlega.“ „Miðað við það sem við höfum sýnt, það sem við höfum talað um og höfum sýnt á þessu móti, en í allt of stutta kafla, þá eigum við að gera betur. Við eigum ekki að vera í þessari stöðu sem við erum í í dag. Þannig að það er eitthvað sem við þurfum klárlega að læra af.“ Að lokum var Aron stuttorður þegar hann var spurður út í það hvort mótið hafi verið vonbrigði. „Já. Klár vonbrigði,“ sagði Aron Pálmarsson einfaldlega að lokum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Sjá meira
„Við getum alveg kallað þetta vonbrigði“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var vægast sagt svekktur eftir tveggja marka sigur gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM í handbolta í dag. Hann segir að mótið hafi að vissu leyti verið vonbrigði. 24. janúar 2024 16:34
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 24-26 | Sigur en þurfum að treysta á önnur úrslit Ísland vann tveggja marka sigur gegn Austurríki 24-26. Eftir frábæran fyrri hálfleik byrjaði Ísland síðari hálfleik skelfilega. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Ísland vann að lokum með tveimur mörkum. 24. janúar 2024 16:15