Samkennd er samfélagsleg verðmæti Brynhildur Björnsdóttir skrifar 24. janúar 2024 10:31 Í dag er hálf öld, eitt ár og einn dagur síðan framtíðin sem íbúar Vestmannaeyja sáu fyrir sér kollvarpaðist á einnu nóttu. Eins og þar og þá stendur samfélagið í Grindavík nú frammi fyrir því að forsendur framtíðarinnar eru að bresta. Húsin standa yfirgefin, skólar eru tómir, vinnustaðurinn lokaður, félagslíf tætt, tómstundir, róluvöllurinn, göngustígurinn, garðurinn, heimilið... öllu var kippt undan fótunum í einu vettvangi, bókstaflega. Íslendingar þekkja því miður alltof vel til náttúrunnar og hversu óblíð hún getur verið. Í gegnum aldirnar höfum við upplifað eldsumbrot, skriðuföll, snjóflóð, sjávarháska og jarðskjálfta svo fátt eitt sé nefnt. Hér hefur byggst upp harðgert og traust samfélag þar sem samkenndin er grunnstilling og það þarf ekki mikið til að öll óeining sé lögð til hliðar þegar þörf er á og samfélagið leggist allt á eitt, óháð efnahag, stétt eða stöðu, til að hlúa að hvert öðru og leysa sameiginlega þau verkefni sem að steðja. Nú veltum við fyrir okkur framtíð bæjarfélagsins Grindavíkur en ekki síður samfélagsins þar. Ríkisstjórnin hefur nálgast spurningarnar um framtíð Grindavíkur með því að virkja kosti samfélagsins til að komast að þeirri niðurstöðu sem er best fyrir sem flest. Aðgerðirnar hafa frá byrjun einkennst af virðingu fyrir vilja Grindvíkinga og verið metnar út frá samtölum við íbúana fyrst og fremst. Það er mikilvægt að íbúar Grindavíkur, eins og íbúar Vestmannaeyja fyrir hálfri öld, fái tíma, þolinmæði og stuðning í fordæmafáum aðstæðum. Ríkisstjórnin hefur með aðgerðum sínum unnið að því að gefa samfélaginu í Grindavík færi á skjóli og andrými á meðan þau takast á við það flókna verkefni að taka afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína. Samfélag er nefnilega ekki bara landafræðileg staðsetning húsa. Samfélag er sameiginleg hugmynd um hagsmuni, um jöfnuð og systkinalag, sameiginlega sjóði sem ráðstafað er til verkefna sem gagnast öllum, sameiginlega framtíðarsýn. Helstu verðmæti samfélags er ekki gatnakerfi eða innviðir, þó það sé vissulega mikilvægt, heldur samfélagsvitund og samkennd. Í Vestmannaeyjum var bæjarfélag endurbyggt a hrauninu. Hver svo sem niðurstaðan verður um framtíð Grindavíkur þá á samfélagið þar stuðning stærra samfélagsins, ríkisstjórnarinnar og okkar allra, vísan. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er hálf öld, eitt ár og einn dagur síðan framtíðin sem íbúar Vestmannaeyja sáu fyrir sér kollvarpaðist á einnu nóttu. Eins og þar og þá stendur samfélagið í Grindavík nú frammi fyrir því að forsendur framtíðarinnar eru að bresta. Húsin standa yfirgefin, skólar eru tómir, vinnustaðurinn lokaður, félagslíf tætt, tómstundir, róluvöllurinn, göngustígurinn, garðurinn, heimilið... öllu var kippt undan fótunum í einu vettvangi, bókstaflega. Íslendingar þekkja því miður alltof vel til náttúrunnar og hversu óblíð hún getur verið. Í gegnum aldirnar höfum við upplifað eldsumbrot, skriðuföll, snjóflóð, sjávarháska og jarðskjálfta svo fátt eitt sé nefnt. Hér hefur byggst upp harðgert og traust samfélag þar sem samkenndin er grunnstilling og það þarf ekki mikið til að öll óeining sé lögð til hliðar þegar þörf er á og samfélagið leggist allt á eitt, óháð efnahag, stétt eða stöðu, til að hlúa að hvert öðru og leysa sameiginlega þau verkefni sem að steðja. Nú veltum við fyrir okkur framtíð bæjarfélagsins Grindavíkur en ekki síður samfélagsins þar. Ríkisstjórnin hefur nálgast spurningarnar um framtíð Grindavíkur með því að virkja kosti samfélagsins til að komast að þeirri niðurstöðu sem er best fyrir sem flest. Aðgerðirnar hafa frá byrjun einkennst af virðingu fyrir vilja Grindvíkinga og verið metnar út frá samtölum við íbúana fyrst og fremst. Það er mikilvægt að íbúar Grindavíkur, eins og íbúar Vestmannaeyja fyrir hálfri öld, fái tíma, þolinmæði og stuðning í fordæmafáum aðstæðum. Ríkisstjórnin hefur með aðgerðum sínum unnið að því að gefa samfélaginu í Grindavík færi á skjóli og andrými á meðan þau takast á við það flókna verkefni að taka afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína. Samfélag er nefnilega ekki bara landafræðileg staðsetning húsa. Samfélag er sameiginleg hugmynd um hagsmuni, um jöfnuð og systkinalag, sameiginlega sjóði sem ráðstafað er til verkefna sem gagnast öllum, sameiginlega framtíðarsýn. Helstu verðmæti samfélags er ekki gatnakerfi eða innviðir, þó það sé vissulega mikilvægt, heldur samfélagsvitund og samkennd. Í Vestmannaeyjum var bæjarfélag endurbyggt a hrauninu. Hver svo sem niðurstaðan verður um framtíð Grindavíkur þá á samfélagið þar stuðning stærra samfélagsins, ríkisstjórnarinnar og okkar allra, vísan. Höfundur er þingmaður VG.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun