Körfubolti

Grind­víkingar ekki í vand­ræðum fyrir norðan

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danielle Rodriguez var með 18 stig í leiknum.
Danielle Rodriguez var með 18 stig í leiknum. Vísir/Vilhelm

Grindavík vann öruggan þrettán stiga sigur er liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 72-85.

Grindvíkingar sýndu norðankonum enga miskun í fyrsta leikhluta og skoruðu 27 stig gegn aðeins fimm stigum heimakvenna. Gestirnir juku forskot sitt lítillega í öðrum leikhluta og leiddu með 24 stigum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 27-51.

Heimakonur í Þór söxuðu á forskot Grindvíkinga í síðari hálfleik, en komust aldrei nálægt því að ógna forskoti gestanna. Gestirnir frá Grindavíka unnu því að lokum öruggan þrettán stiga sigur, 72-85.

Sarah Sofie Mortensen var stigahæst í liði Grindvíkinga með 28 stig, en hún tók einnig 16 fráköst. Í liði Þórs var Lore Devos atkvæðamest með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×