Óþolandi öll þessi valdníðsla Inga Sæland skrifar 23. janúar 2024 12:01 Þann 13. júní 2021 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Flokks fólksins um hagsmunafulltrúa eldra fólks. Þar segir m.a.: „Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að stofna starfshóp hagsmunaaðila auk starfsfólks ráðuneytisins sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Starfshópurinn meti m.a. hvar slíku embætti væri best fyrir komið og hvert umfang þess skuli vera. Starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. apríl 2022.” Nú, tæpum tveimur árum frá því að skilafrestur starfshópsins rann út erum við ennþá að bíða eftir frumvarpi um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Ráðherrann tjáði Alþingi það kinnroðalaust að hann teldi starfshóp sinn tróna yfir vilja löggjafans og þar með ákvað hann að það væri ástæðulaust að leggja fram frumvarp enda ótímabært að koma með einhvern hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólk. Það er afar mikilvægt að stofna sjálfstætt embætti sem hafi það hlutverk að gæta að hagsmunum eldra fólks, veita því aðstoð og kortleggja stöðu þess. Með aldrinum fylgja ýmsar áskoranir og áhættan á t.d. félagslegri einangrun eykst. Undanfarin ár hefur dregist úr staðbundinni þjónustu og vægi fjarþjónustu hjá bæði hinu opinbera og fyrirtækjum almennt hefur aukist. Sú þróun hefur leitt til þess að eldra fólk, sem á erfitt með að sækja þjónustu í gegnum netið, og vill helst fá að ræða við sinn þjónustufulltrúa, lækni, félagsráðgjafa, o.s.frv., augliti til auglitis upplifir nú gífurlega skerðingu á lífsgæðum. Það er ómetanlega mikilvægt að tryggja eldra fólki þá auknu réttarvernd sem felst í stofnun embættis hagsmunafulltrúa. Með yfirgengilegri valdníðslu, þar sem framkvæmdarvaldið réðst enn eina ferðina gegn skýrum vilja löggjafans, tók ráðherrann embætti hagsmunafulltrúans og henti því í ruslið. Þetta gerði hann þrátt fyrir að skýrt komi fram í þingsályktunartillögu Flokks fólksins að starfshópur skipaður af ráðherra skyldi „semja frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks“ fyrir 1. apríl 2022. Til hvers erum við með þinglega meðferð mála ef ráðherrar bera enga virðingu fyrir störfum Alþingis? Við getum bara sleppt því að halda þingfundi ef ráðherrar ætla að beita valdníðslu og troða undir fótum skýran vilja löggjafans. Hvert er lýðræðið komið þegar ráðherrar fá ítrekað að brjóta lög án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Það er ekki að furða þó virðing og traust almennings gagnvart Alþingi og störfum þess fari þverrandi, þegar ráðherrarnir sjálfir sýna þinginu algjört virðingarleysi. Um leið og ég skora á ráðherrann, Guðmund Inga Guðbrandsson, að koma inn í þingið með frumvarp um hagsmunafulltrúa eldra fólks eins og löggjafinn hefur þegar samþykkt einróma. þá vil ég hvetja framkvæmdarvaldið, þ.e. ráðherrana, til að fylgja 2.gr. stjórnarskrárinnar sem kveður skírt á um þrískiptingu ríkisvalds, en ekki ganga um hana eins og marklaust plagg. Við í Flokki fólksins munum ekki leyfa þeim að komast upp með slíka háttsemi átölulaust. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. júní 2021 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Flokks fólksins um hagsmunafulltrúa eldra fólks. Þar segir m.a.: „Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að stofna starfshóp hagsmunaaðila auk starfsfólks ráðuneytisins sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Starfshópurinn meti m.a. hvar slíku embætti væri best fyrir komið og hvert umfang þess skuli vera. Starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. apríl 2022.” Nú, tæpum tveimur árum frá því að skilafrestur starfshópsins rann út erum við ennþá að bíða eftir frumvarpi um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Ráðherrann tjáði Alþingi það kinnroðalaust að hann teldi starfshóp sinn tróna yfir vilja löggjafans og þar með ákvað hann að það væri ástæðulaust að leggja fram frumvarp enda ótímabært að koma með einhvern hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólk. Það er afar mikilvægt að stofna sjálfstætt embætti sem hafi það hlutverk að gæta að hagsmunum eldra fólks, veita því aðstoð og kortleggja stöðu þess. Með aldrinum fylgja ýmsar áskoranir og áhættan á t.d. félagslegri einangrun eykst. Undanfarin ár hefur dregist úr staðbundinni þjónustu og vægi fjarþjónustu hjá bæði hinu opinbera og fyrirtækjum almennt hefur aukist. Sú þróun hefur leitt til þess að eldra fólk, sem á erfitt með að sækja þjónustu í gegnum netið, og vill helst fá að ræða við sinn þjónustufulltrúa, lækni, félagsráðgjafa, o.s.frv., augliti til auglitis upplifir nú gífurlega skerðingu á lífsgæðum. Það er ómetanlega mikilvægt að tryggja eldra fólki þá auknu réttarvernd sem felst í stofnun embættis hagsmunafulltrúa. Með yfirgengilegri valdníðslu, þar sem framkvæmdarvaldið réðst enn eina ferðina gegn skýrum vilja löggjafans, tók ráðherrann embætti hagsmunafulltrúans og henti því í ruslið. Þetta gerði hann þrátt fyrir að skýrt komi fram í þingsályktunartillögu Flokks fólksins að starfshópur skipaður af ráðherra skyldi „semja frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks“ fyrir 1. apríl 2022. Til hvers erum við með þinglega meðferð mála ef ráðherrar bera enga virðingu fyrir störfum Alþingis? Við getum bara sleppt því að halda þingfundi ef ráðherrar ætla að beita valdníðslu og troða undir fótum skýran vilja löggjafans. Hvert er lýðræðið komið þegar ráðherrar fá ítrekað að brjóta lög án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Það er ekki að furða þó virðing og traust almennings gagnvart Alþingi og störfum þess fari þverrandi, þegar ráðherrarnir sjálfir sýna þinginu algjört virðingarleysi. Um leið og ég skora á ráðherrann, Guðmund Inga Guðbrandsson, að koma inn í þingið með frumvarp um hagsmunafulltrúa eldra fólks eins og löggjafinn hefur þegar samþykkt einróma. þá vil ég hvetja framkvæmdarvaldið, þ.e. ráðherrana, til að fylgja 2.gr. stjórnarskrárinnar sem kveður skírt á um þrískiptingu ríkisvalds, en ekki ganga um hana eins og marklaust plagg. Við í Flokki fólksins munum ekki leyfa þeim að komast upp með slíka háttsemi átölulaust. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun