Handbolti

„Kaldur eins og vetrar­nótt í Reykja­vík“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson skorar hér draumamarkið sitt á móti Frökkum.
Óðinn Þór Ríkharðsson skorar hér draumamarkið sitt á móti Frökkum. Vísir/Vilhelm

Óðinn Þór Ríkharðsson er búinn að skora tólf mörk úr tólf skotum í síðustu tveimur leikjum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta en það eru tvö þeirra sem standa þó upp úr.

Óðinn hefur verið sjóðandi heitur síðan hann skoraði draumamarkið sitt á móti Frökkum, mark sem flestir telja að sé mark mótsins.

Óðinn hafði þá klikkað á sex af sjö skotum sínum á mótinu og verið allt annað en sannfærandi.

Með því að fífla Frakkana með skoti fyrir aftan bak eftir sirkussendingu frá Gísli Þorgeiri Kristjánssyni var eins og við eignuðust aftur okkar frábæra hornamann.

Óðinn skoraði sex mörk úr sex skotum á móti Frökkum og endurtók síðan leikinn á móti Króötum í gær.

Það sem meira er að Óðinn náði líka að skora aftur marki með skoti aftur fyrir bak. Að þessu sinni úr hraðaupphlaupi eftir langa sendingu fram völlinn frá Aroni Pálmarssyni.

Samfélagsmiðlar Evrópumótsins fagna alltaf tilþrifum leikmanna og Óðinn hlýtur að fara að verða þeirra uppáhaldsmaður.

Myndband með marki hans í gær kom hinn á miðla EM og þar stóð við: „Kaldur eins og vetrarnótt í Reykjavík“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×