Lögreglan sé almennt mjög heppin með stjórnendur og starfið gangi vel Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 22. janúar 2024 09:00 Þetta er haft eftir Höllu Bergþóru lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu eftir að yfirmaður innan lögreglunnar var færður til í starfi eftir að hann gerðist uppvís að því að hafa ítrekað beitt samstarfskonu sína ofbeldi. Niðurstaða fagráðs ríkislögreglustjóra segir að í 10 af 12 liðum í kvörtun á hendur manninum séu flokkaðar sem ofbeldi og að umsögn hafi verið send lögreglustjóra sem er falið að finna viðeigandi úrræði. Eftir að lögreglumaðurinn kom úr leyfi var hann færður til í starfi og sinnir í dag meðal annars því að koma að gæðastjórnun í rannsóknum kynferðisbrota. Fagráð ríkislögreglustjóra var sett á laggirnar um mitt árið 2014 til að takast á við beina og óbeina mismunun, kynbundið áreiti, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Á seinustu tíu árum hafa 27 mál ratað á borð fagráðsins en samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 um áskoranir og tækifæri í jafnréttisstarfi innan lögreglunnar er máluð heldur dökk mynd af menningunni sem þrífst innan þeirra stofnunar. Samkvæmt skýrslunni kemur fram að tíðni kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar mældist 8% og voru þolendur í langflestum tilvikum konur en 31% lögreglukvenna hafði upplifað sig sem þolendur slíks ofbeldis. Algengast var að gerendur væru karlkyns samstarfsmenn en einnig talsvert um að það væru karlkyns yfirmenn. Þegar litið er til nýlegra umfjöllunar um mál lögreglumanna sem hafa farið í tímabundið leyfi eða færðir til í starfi vegna saka um kynbundið ofbeldi eða áreitni má áætla að það hafi ekki orðið miklar breytingar í vinnumenningu innan veggja lögreglunnar. Samkvæmt skýrslunni frá 2018 var leitað skýringa á einelti og kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar og komist var að þeirri niðurstöðu að í raun byggist menningin á því að illa sé tekið á slíkum málum innan lögreglu og að væntingar séu að þetta sé fylgifiskur þess að starfa á þessum vettvangi. Í skýrslunni er farið yfir alvarleika afleiðinga kynferðislegrar áreitni og eineltis og ástæður þess að þolendur tilkynni ekki slík mál til yfirmanna sinna. Þar kemur fram að meðal skýringa sé vantrú á að eitthvað verði gert, áreitnin ekki talin nægilega alvarleg, ótti við gerendur og tregða til að blanda yfirmönnum í málið. Sérfræðingar fagráðs hafi þá einnig bent á að mjög mikið andlegt álag fylgi því að fara í gegn um tilkynningarferlið og það fæli frá. Þessar upplýsingar eru lýsandi fyrir það hvernig þolendur í samfélaginu upplifa að tilkynna ofbeldi til lögreglunna og hvernig eiga þolendur að treysta á lögregluna sem nú sem oft áður sýnir vangetu á að takast á við slík mál innan veggja embættisins. Þolendur hafa löngum reynt að útskýra ferlið og erfiðleikana sem fylgja því að tilkynna ofbeldi en líkt og með starfsmenn lögreglunnar sjáfra þá hafa þolendur margir hverjir misst trúna á getu lögreglunnar til að vinna mál þeirra af fagmennsku. Hvernig er hægt að treysta á lögreglu sem treystir sér ekki sjálf til að takast á við sín eigin ofbeldismál ? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er haft eftir Höllu Bergþóru lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu eftir að yfirmaður innan lögreglunnar var færður til í starfi eftir að hann gerðist uppvís að því að hafa ítrekað beitt samstarfskonu sína ofbeldi. Niðurstaða fagráðs ríkislögreglustjóra segir að í 10 af 12 liðum í kvörtun á hendur manninum séu flokkaðar sem ofbeldi og að umsögn hafi verið send lögreglustjóra sem er falið að finna viðeigandi úrræði. Eftir að lögreglumaðurinn kom úr leyfi var hann færður til í starfi og sinnir í dag meðal annars því að koma að gæðastjórnun í rannsóknum kynferðisbrota. Fagráð ríkislögreglustjóra var sett á laggirnar um mitt árið 2014 til að takast á við beina og óbeina mismunun, kynbundið áreiti, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Á seinustu tíu árum hafa 27 mál ratað á borð fagráðsins en samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 um áskoranir og tækifæri í jafnréttisstarfi innan lögreglunnar er máluð heldur dökk mynd af menningunni sem þrífst innan þeirra stofnunar. Samkvæmt skýrslunni kemur fram að tíðni kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar mældist 8% og voru þolendur í langflestum tilvikum konur en 31% lögreglukvenna hafði upplifað sig sem þolendur slíks ofbeldis. Algengast var að gerendur væru karlkyns samstarfsmenn en einnig talsvert um að það væru karlkyns yfirmenn. Þegar litið er til nýlegra umfjöllunar um mál lögreglumanna sem hafa farið í tímabundið leyfi eða færðir til í starfi vegna saka um kynbundið ofbeldi eða áreitni má áætla að það hafi ekki orðið miklar breytingar í vinnumenningu innan veggja lögreglunnar. Samkvæmt skýrslunni frá 2018 var leitað skýringa á einelti og kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar og komist var að þeirri niðurstöðu að í raun byggist menningin á því að illa sé tekið á slíkum málum innan lögreglu og að væntingar séu að þetta sé fylgifiskur þess að starfa á þessum vettvangi. Í skýrslunni er farið yfir alvarleika afleiðinga kynferðislegrar áreitni og eineltis og ástæður þess að þolendur tilkynni ekki slík mál til yfirmanna sinna. Þar kemur fram að meðal skýringa sé vantrú á að eitthvað verði gert, áreitnin ekki talin nægilega alvarleg, ótti við gerendur og tregða til að blanda yfirmönnum í málið. Sérfræðingar fagráðs hafi þá einnig bent á að mjög mikið andlegt álag fylgi því að fara í gegn um tilkynningarferlið og það fæli frá. Þessar upplýsingar eru lýsandi fyrir það hvernig þolendur í samfélaginu upplifa að tilkynna ofbeldi til lögreglunna og hvernig eiga þolendur að treysta á lögregluna sem nú sem oft áður sýnir vangetu á að takast á við slík mál innan veggja embættisins. Þolendur hafa löngum reynt að útskýra ferlið og erfiðleikana sem fylgja því að tilkynna ofbeldi en líkt og með starfsmenn lögreglunnar sjáfra þá hafa þolendur margir hverjir misst trúna á getu lögreglunnar til að vinna mál þeirra af fagmennsku. Hvernig er hægt að treysta á lögreglu sem treystir sér ekki sjálf til að takast á við sín eigin ofbeldismál ? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun