Verbúðin Ísland Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 22. janúar 2024 06:30 Hvað er líkt með fiskinum í íslenskri landhelgi og hálendi Íslands? Bæði fiskurinn og hálendið eru auðlindir þjóðarinnar. Takmarkaðar auðlindir sem þarf að verja svo þær eyðist ekki. Vörnin getur verið aðgangsstýring, sem felur í sér yfirráða- og nýtingarrétt, sem er eftirsóttur af mörgum. En viljum við kvótakerfi sem færir fáum yfirráð og arð af auðlind sem við eigum öll? Eða viljum við eitthvað annað og þá hvað? Sjónvarpsþættirnir vinsælu, Verbúðin, varpa skýru ljósi á hvernig til tókst þegar kvótakerfinu var komið á í sjávarútvegi. Stórútgerðin náði fullum yfirráðum yfir mikilvægustu auðlind þess tíma almenningi að óvörum. Örfáar fjölskyldur eiga fiskinn þótt það heiti annað. Við almúginn sem heyrum í hátíðaávörpum að sjávarauðlindin sé þjóðareign getum með engu móti skilið hvernig sú eign virkar í okkar þágu þegar forríkar stórútgerðir fá arðinn og eiga flest sem hægt er að eignast á Íslandi. Meirihluti þjóðarinnar er ósáttur við hvernig sjávarauðlindinni var ráðstafað í hendur fárra. Hver á að gæta hálendisins? Við skiljum öll að það þarf að verja náttúruna, þótt almannarétturinn um frjálsa för í náttúrunni sé einstakur og mikil forréttindi. En hvað tekur við af almannaréttinum um frjálsa för þegar álag krefst stýringar? Það skiptir miklu. Í drögum að ferðamálastefnu segir að margt sé líkt með ferðamannaiðnaðinum og sjávarútvegi. Beita þurfi aðgangsstýringu til að tryggja arðsemi og sjálfbæra nýtingu. Ef fyrirtæki fá réttinn til að nýta og stjórna umferðinni þarf að borga þeim fyrir aðgang eins og þekkt er. Sá möguleiki að gjöld fyrir aðgang renni í samfélagslega sjóði er líka nefndur í drögum að ferðamálastefnu. En þar heitir slíkt „vasi hins opinbera“. Blönduð leið er talin hugsanleg, en í áætlunum og stefnumörkun stjórnvalda og sveitarfélaga er ekki að sjá að hálendisgarður í eigu þjóðarinnar hafi mikið vægi, þótt minniháttar útgáfu af honum sé að finna í ríkisstjórnarsáttmála. Hætta er á að öðru sinni verði sameiginleg auðlind okkar afhent örfáum, fyrir framan nefið á okkur, án þess að nauðsynleg umræða hafi farið fram í samfélaginu. Íslensk náttúra er á leiðinni í hendur fjárfesta eins og fiskurinn. Hálendisþjóðgarð fyrir okkur öll Hálendi Íslands er auðlind fyrir okkur og heimsbyggðina, að mestu ósnortið og í því liggja verðmæti til framtíðar. En hálendið er líka ríkt af orku og svæðum sem hægt er að úthluta, byggja upp hratt og breyta eða selja fjársterku ferðafólki. Vindurinn, fossarnir, jöklarnir, víðernin, hverirnir, heiðarnar, fjöllin og sandarnir. Nýtingarmöguleikarnir eru óþrjótandi og nýtingarhugmyndirnar líka. Þjónustumiðstöðvar, hótel, vegakerfi, 45 vindorkugarðar, vatnsaflsvirkjanir, flutningur á fjöllum úr landi. Allt er þetta á teikniborðinu og sumt á hálendinu. Ætlunin er að tvöfalda ferðamannafjöldann og auðvelda aðgengi ferðafólks að hálendinu og byggja upp þjónustu. Í skipulagsdrögum sveitarfélaga á um suðurhálendið er stefnt að því að leggja stofnvegi færa fólksbílum í óbyggðum. Hótelkeðjur kæmu í stað fjallakofa á hálendinu og selt yrði inn á náttúruperlur. Kaldidalur, Kjölur, Sprengisandur, Fjallabaksleið nyrðri eiga eftir skipulaginu að vera stofnbrautir. Með því yrðu Landmannalaugar, líkastar Leifsstöð hálendisins. Verndarsamtökin Náttúrugrið unnu í vikunni sigur gegn áformum um stórfellda uppbyggingu í friðlandinu nærri Landmannalaugum. Viðbrögðin gefa von um að niðurstaðan hvetji sveitarstjórnir til endurmats á umgengni sinni við náttúruna og friðuð svæði. Með hálendisþjóðgarði yrði umferð stýrt í þágu náttúrunnar og samfélagsins. Neyð fjárfesta Erindrekar hraðrar alnýtingarstefnu hamra á hagvexti og atvinnutækifærum í ástandi þar sem næst ekki að manna störf sem fyrir hendi eru, öðruvísi en með fjölda innflutts starfsfólks. Talað er um „neyðarástand og kyrrstöðu“ það verði að „einfalda ferla“ og „virkja fyrir orkuskipti og loftslagið.“ Samt fer 80 prósent af allri orku sem við framleiðum til stórnotenda og gagnaver hafa sprottið upp eins og gorkúlur í miðju „neyðarástandi“. Tíminn sem tekur að fara yfir og veita leyfi til framkvæmda hefur ekki skapað „neyð“ fyrir almenning, en ofsala á rafmagni til hvers sem hafa vill hefur leitt til orkuskorts sem mun bitna á heimilunum, ef stjórnmálamenn bregðast þeim skyldum sínum að tryggja forgangsorku til heimila með lögum, eins og hefði átt að gera fyrir löngu. Margumtalað „neyðarástand“ er hinsvegar neyð fjárfesta sem vilja komast hraðar yfir fjöregg þjóðarinnar. Náttúran græðir hvorki á harkalegri nýtingu auðlinda, né stórsókn inn á hálendið. Framtíðin ekki heldur. Vöknum á nýju ári, fyrir náttúruna og okkur sjálf Hvað verður um náttúruna, hverjir fá orkuna, fyrir hverja verður hálendið? Þyrftum við kannski að ræða það, áður en enn frekari stórframkvæmdir breiðast út? Spurningarnar eru langtum fleiri en svörin. Viljum við náttúrukvóta til hálendisgreifa sem stjórna nýtingu á hálendinu? Viljum við að hálendið fyllist af stofnbrautum, fólksbílum, ferðamönnum og þjónustumiðstöðvum? Er tilgangur náttúru Íslands, hámarks arðsemi? Á að úthluta þeirri takmörkuðu auðlind sem íslensk náttúra er til sterkra fyrirtækja á sama hátt og sjávarauðlindinni? Hvert verður auðlindagjaldið. Hvað fær almenningur í sinn hlut, annað en skert aðgengi, raskað umhverfi og dýrari orku? Hvernig samrýmist öll þessi uppbygging loftslagsmarkmiðum? Eigum við að ræða þetta eða sitja þögul í Verbúðinni Íslandi og treysta á að fjárfestar og fyrirtæki hafi hagsmuni náttúrunnar í forgangi, en ekki sína eigin? Höfundur e framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hvað er líkt með fiskinum í íslenskri landhelgi og hálendi Íslands? Bæði fiskurinn og hálendið eru auðlindir þjóðarinnar. Takmarkaðar auðlindir sem þarf að verja svo þær eyðist ekki. Vörnin getur verið aðgangsstýring, sem felur í sér yfirráða- og nýtingarrétt, sem er eftirsóttur af mörgum. En viljum við kvótakerfi sem færir fáum yfirráð og arð af auðlind sem við eigum öll? Eða viljum við eitthvað annað og þá hvað? Sjónvarpsþættirnir vinsælu, Verbúðin, varpa skýru ljósi á hvernig til tókst þegar kvótakerfinu var komið á í sjávarútvegi. Stórútgerðin náði fullum yfirráðum yfir mikilvægustu auðlind þess tíma almenningi að óvörum. Örfáar fjölskyldur eiga fiskinn þótt það heiti annað. Við almúginn sem heyrum í hátíðaávörpum að sjávarauðlindin sé þjóðareign getum með engu móti skilið hvernig sú eign virkar í okkar þágu þegar forríkar stórútgerðir fá arðinn og eiga flest sem hægt er að eignast á Íslandi. Meirihluti þjóðarinnar er ósáttur við hvernig sjávarauðlindinni var ráðstafað í hendur fárra. Hver á að gæta hálendisins? Við skiljum öll að það þarf að verja náttúruna, þótt almannarétturinn um frjálsa för í náttúrunni sé einstakur og mikil forréttindi. En hvað tekur við af almannaréttinum um frjálsa för þegar álag krefst stýringar? Það skiptir miklu. Í drögum að ferðamálastefnu segir að margt sé líkt með ferðamannaiðnaðinum og sjávarútvegi. Beita þurfi aðgangsstýringu til að tryggja arðsemi og sjálfbæra nýtingu. Ef fyrirtæki fá réttinn til að nýta og stjórna umferðinni þarf að borga þeim fyrir aðgang eins og þekkt er. Sá möguleiki að gjöld fyrir aðgang renni í samfélagslega sjóði er líka nefndur í drögum að ferðamálastefnu. En þar heitir slíkt „vasi hins opinbera“. Blönduð leið er talin hugsanleg, en í áætlunum og stefnumörkun stjórnvalda og sveitarfélaga er ekki að sjá að hálendisgarður í eigu þjóðarinnar hafi mikið vægi, þótt minniháttar útgáfu af honum sé að finna í ríkisstjórnarsáttmála. Hætta er á að öðru sinni verði sameiginleg auðlind okkar afhent örfáum, fyrir framan nefið á okkur, án þess að nauðsynleg umræða hafi farið fram í samfélaginu. Íslensk náttúra er á leiðinni í hendur fjárfesta eins og fiskurinn. Hálendisþjóðgarð fyrir okkur öll Hálendi Íslands er auðlind fyrir okkur og heimsbyggðina, að mestu ósnortið og í því liggja verðmæti til framtíðar. En hálendið er líka ríkt af orku og svæðum sem hægt er að úthluta, byggja upp hratt og breyta eða selja fjársterku ferðafólki. Vindurinn, fossarnir, jöklarnir, víðernin, hverirnir, heiðarnar, fjöllin og sandarnir. Nýtingarmöguleikarnir eru óþrjótandi og nýtingarhugmyndirnar líka. Þjónustumiðstöðvar, hótel, vegakerfi, 45 vindorkugarðar, vatnsaflsvirkjanir, flutningur á fjöllum úr landi. Allt er þetta á teikniborðinu og sumt á hálendinu. Ætlunin er að tvöfalda ferðamannafjöldann og auðvelda aðgengi ferðafólks að hálendinu og byggja upp þjónustu. Í skipulagsdrögum sveitarfélaga á um suðurhálendið er stefnt að því að leggja stofnvegi færa fólksbílum í óbyggðum. Hótelkeðjur kæmu í stað fjallakofa á hálendinu og selt yrði inn á náttúruperlur. Kaldidalur, Kjölur, Sprengisandur, Fjallabaksleið nyrðri eiga eftir skipulaginu að vera stofnbrautir. Með því yrðu Landmannalaugar, líkastar Leifsstöð hálendisins. Verndarsamtökin Náttúrugrið unnu í vikunni sigur gegn áformum um stórfellda uppbyggingu í friðlandinu nærri Landmannalaugum. Viðbrögðin gefa von um að niðurstaðan hvetji sveitarstjórnir til endurmats á umgengni sinni við náttúruna og friðuð svæði. Með hálendisþjóðgarði yrði umferð stýrt í þágu náttúrunnar og samfélagsins. Neyð fjárfesta Erindrekar hraðrar alnýtingarstefnu hamra á hagvexti og atvinnutækifærum í ástandi þar sem næst ekki að manna störf sem fyrir hendi eru, öðruvísi en með fjölda innflutts starfsfólks. Talað er um „neyðarástand og kyrrstöðu“ það verði að „einfalda ferla“ og „virkja fyrir orkuskipti og loftslagið.“ Samt fer 80 prósent af allri orku sem við framleiðum til stórnotenda og gagnaver hafa sprottið upp eins og gorkúlur í miðju „neyðarástandi“. Tíminn sem tekur að fara yfir og veita leyfi til framkvæmda hefur ekki skapað „neyð“ fyrir almenning, en ofsala á rafmagni til hvers sem hafa vill hefur leitt til orkuskorts sem mun bitna á heimilunum, ef stjórnmálamenn bregðast þeim skyldum sínum að tryggja forgangsorku til heimila með lögum, eins og hefði átt að gera fyrir löngu. Margumtalað „neyðarástand“ er hinsvegar neyð fjárfesta sem vilja komast hraðar yfir fjöregg þjóðarinnar. Náttúran græðir hvorki á harkalegri nýtingu auðlinda, né stórsókn inn á hálendið. Framtíðin ekki heldur. Vöknum á nýju ári, fyrir náttúruna og okkur sjálf Hvað verður um náttúruna, hverjir fá orkuna, fyrir hverja verður hálendið? Þyrftum við kannski að ræða það, áður en enn frekari stórframkvæmdir breiðast út? Spurningarnar eru langtum fleiri en svörin. Viljum við náttúrukvóta til hálendisgreifa sem stjórna nýtingu á hálendinu? Viljum við að hálendið fyllist af stofnbrautum, fólksbílum, ferðamönnum og þjónustumiðstöðvum? Er tilgangur náttúru Íslands, hámarks arðsemi? Á að úthluta þeirri takmörkuðu auðlind sem íslensk náttúra er til sterkra fyrirtækja á sama hátt og sjávarauðlindinni? Hvert verður auðlindagjaldið. Hvað fær almenningur í sinn hlut, annað en skert aðgengi, raskað umhverfi og dýrari orku? Hvernig samrýmist öll þessi uppbygging loftslagsmarkmiðum? Eigum við að ræða þetta eða sitja þögul í Verbúðinni Íslandi og treysta á að fjárfestar og fyrirtæki hafi hagsmuni náttúrunnar í forgangi, en ekki sína eigin? Höfundur e framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar