Fallegustu bækur í heimi til sýnis í Garðabæ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 15:45 Anton Jónas Illugason, grafískur hönnuður og stjórnarmaður hjá FÍT. Vísir/Einar Fallegustu bækur í heimi eru nú til sýnis á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Grafískur hönnuður segir að í bókverkunum sé hugsað út í minnstu smáatriði, allt frá staðsetningu blaðsíðutalsins og því hvernig titlar séu settir upp. FÍT, Félag íslenskra teiknara, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Stiftung Buchkunst standa fyrir sýningunni Best Book Design from all over the World 2023. Sýningin var opnuð á föstudag og stendur yfir næsta mánuðinn. Sýnt var frá opnuninni í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Í ár bárust 600 bækur í keppnina frá 30 löndum. Fjórtán þeirra voru verðlaunaðar, bækur frá Danmörku, Þýskalandi, Finnlandi, Grikklandi, Hollandi, Austurríki, Póllandi, Sviss og Suður Kóreu. Fallegasta bókin kemur frá Sviss Aðalverðlaunin í ár hlaut bókin Susi + Ueli Berger. Kunst am Bau und im öffentlichen Raum 1968-2008. „Bókin er stuðningsrit við sýningu sem var sett upp með verkum Susi og Ueli en það ætti frekar horfa á hana sem sjálfstæða upplifun af verkum þeirra“ segir í umfjöllum dómnefndarinnar. Anton Jónas Illugason, grafískur hönnuður og stjórnarmaður hjá FÍT, útskýrir að vinningsbókin fjalli um sýningu sem gerð var um ævistarf höfundanna í Sviss. „Í umsögn dómnefndar er talað um að henni séu gerð önnur skil heldur en sýningin, bókverkið stendur eitt og sér. Hún gerir efninu mjög góð skil,“ segir Anton. Verðlaunabækurnar eru mjög fjölbreyttar en að sögn Arnars er ekki eitthvað eitt skilyrði sem þarf að uppfylla til að teljast sem „falleg bók.“ Það er svolítið einmitt að virða viðfangsefnið og bókin ætti algjörlega að endurspegla viðfangsefnið sjálft. Hann nefnir dæmi um aðra bók eftir danskan listamann þar sem prentað er báðum megin og virðist sem túss komi í gegnum blaðsíðurnar. Ein af verðlaunabókunum sem eru til sýnis á sýningunni. Vísir/Einar Átt að fá tilfinningu fyrir viðfangsefninu Aðspurður um hvað það sé sem einkenni góða bókahönnun segir Anton að ákvarðanir um pappírsval, letur og umbrot verði að taka út frá viðfangsefninu. „Þegar þú flettir bókinni og bókverkum eins og þessum, þá áttu að fá einhverskonar tilfinningu fyrir viðfangsefninu sem slíku. Svo náttúrulega þessi vandvirkni í öllum atriðum, ef þú skoðar þessar bækur og hvar blaðsíðutalið er, hvernig titlarnir eru settir upp, þetta er allt úthugsað.“ Bókmenntir Tíska og hönnun Bókaútgáfa Sýningar á Íslandi Garðabær Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
FÍT, Félag íslenskra teiknara, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Stiftung Buchkunst standa fyrir sýningunni Best Book Design from all over the World 2023. Sýningin var opnuð á föstudag og stendur yfir næsta mánuðinn. Sýnt var frá opnuninni í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Í ár bárust 600 bækur í keppnina frá 30 löndum. Fjórtán þeirra voru verðlaunaðar, bækur frá Danmörku, Þýskalandi, Finnlandi, Grikklandi, Hollandi, Austurríki, Póllandi, Sviss og Suður Kóreu. Fallegasta bókin kemur frá Sviss Aðalverðlaunin í ár hlaut bókin Susi + Ueli Berger. Kunst am Bau und im öffentlichen Raum 1968-2008. „Bókin er stuðningsrit við sýningu sem var sett upp með verkum Susi og Ueli en það ætti frekar horfa á hana sem sjálfstæða upplifun af verkum þeirra“ segir í umfjöllum dómnefndarinnar. Anton Jónas Illugason, grafískur hönnuður og stjórnarmaður hjá FÍT, útskýrir að vinningsbókin fjalli um sýningu sem gerð var um ævistarf höfundanna í Sviss. „Í umsögn dómnefndar er talað um að henni séu gerð önnur skil heldur en sýningin, bókverkið stendur eitt og sér. Hún gerir efninu mjög góð skil,“ segir Anton. Verðlaunabækurnar eru mjög fjölbreyttar en að sögn Arnars er ekki eitthvað eitt skilyrði sem þarf að uppfylla til að teljast sem „falleg bók.“ Það er svolítið einmitt að virða viðfangsefnið og bókin ætti algjörlega að endurspegla viðfangsefnið sjálft. Hann nefnir dæmi um aðra bók eftir danskan listamann þar sem prentað er báðum megin og virðist sem túss komi í gegnum blaðsíðurnar. Ein af verðlaunabókunum sem eru til sýnis á sýningunni. Vísir/Einar Átt að fá tilfinningu fyrir viðfangsefninu Aðspurður um hvað það sé sem einkenni góða bókahönnun segir Anton að ákvarðanir um pappírsval, letur og umbrot verði að taka út frá viðfangsefninu. „Þegar þú flettir bókinni og bókverkum eins og þessum, þá áttu að fá einhverskonar tilfinningu fyrir viðfangsefninu sem slíku. Svo náttúrulega þessi vandvirkni í öllum atriðum, ef þú skoðar þessar bækur og hvar blaðsíðutalið er, hvernig titlarnir eru settir upp, þetta er allt úthugsað.“
Bókmenntir Tíska og hönnun Bókaútgáfa Sýningar á Íslandi Garðabær Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira