Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2024 18:16 Leikmenn Íslands að leik loknum. Vísir/Vilhelm Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. Íslenska liðið mátt síns lítils gegn ógnarsterku liði Frakklands í milliriðli á EM í dag. Lokatölur 39-32 sem þýðir að Ísland hefur tapað þremur leikjum í röð. Þeir Elliði Snær Viðarsson og Haukur Þrastarson sögðu eftir leik að franska liðið hefði einfaldlega verið betra. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson sagði svo að ekkert sem íslenska liðið hefði lagt upp með hefði gengið. Að venju var leikurinn til umræðu í hlaðvarpinu EM í dag. Stefán Árni Pálsson stýrði þætti dagsins. Með honum voru Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson og þá var Rúnar á línunni frá Þýskalandi. Þátturinn byrjaði á því að Rúnar sagði sína skoðun á leik dagsins. „Það er niðurstaðan í þessum leik. Þeir spiluðu allan tímann eins og sá sem valdið hefur og við áttum engin svör, það var deginum ljósara. Þetta var aldrei spennandi og eitthvað lið er gott í að halda fimm marka forystu út leikinn þá eru það Frakkarnir,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Í kvöld voru þeir betri á öllum sviðum, þeir spila bara sinn leik. Við byrjum framarlega en þeir ná að klippa okkur og skilja eftir línumanninn eftir á línunni. Svo þegar það er komið forskot, þó línumaðurinn sé frír þá eru þeir hvort sem er að skjóta yfir okkur. Við erum alltaf að bregðast við í vörninni, erum ekki að beina þeim eitt eða neitt. Erum ekki að taka návígi, þær sækja nánast öll návígin í leiknum, vinna þau flest öll og halda boltanum á lífi.“ Snorri Steinn á hliðarlínunni í dag.Vísir/Vilhelm „Það er eitthvað mikið að. Flóknasta kerfi sem þeir þurftu að spila til að fá mark var hornaleysing með eða án bolta. Þetta var frekar einfalt fyrir þá.“ Stefán Árni spurði hvort Rúnar hefði viljað sjá Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, bregðast við. „Það er alltaf hægt að segja allt eftir á. Maður sá að eini leikmaðurinn okkar sem á eitthvað í líkamlega burði Frakkana er Arnar Freyr (Arnarsson). Við vorum ekki að nýta okkur það að við eigum að vera sneggri en þeir. Vorum ekki að spila þannig handbolta, vorum ekki að setja þá undir pressu. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og það er áhugavert að það er bekkurinn sem spilar best.“ „Alveg klárlega hægt að nota hann meir og betur,“ sagði Rúnar aðspurður hvort Arnar Freyr ætti að spila meira. Þá var hann spurður út í framhaldið en Ísland mætir Króatíu og Austurríki á næstu dögum. „Mér finnst það (að botninn sé að fara úr þessu hjá íslenska liðinu). Ég er ekki að sjá eitthvað lið. Fannst innkoman hjá Hauki Þrastarsyni, þar kom leikmaður inn á sem ætlaði sér þetta. Hann kom af krafti, hann skoraði mörk og gaf stoðsendingar. Gaf smá nýja vídd. Þetta sér maður ekki hjá öllu liðinu, að menn séu að fara í þetta á fullu.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Íslenska liðið mátt síns lítils gegn ógnarsterku liði Frakklands í milliriðli á EM í dag. Lokatölur 39-32 sem þýðir að Ísland hefur tapað þremur leikjum í röð. Þeir Elliði Snær Viðarsson og Haukur Þrastarson sögðu eftir leik að franska liðið hefði einfaldlega verið betra. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson sagði svo að ekkert sem íslenska liðið hefði lagt upp með hefði gengið. Að venju var leikurinn til umræðu í hlaðvarpinu EM í dag. Stefán Árni Pálsson stýrði þætti dagsins. Með honum voru Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson og þá var Rúnar á línunni frá Þýskalandi. Þátturinn byrjaði á því að Rúnar sagði sína skoðun á leik dagsins. „Það er niðurstaðan í þessum leik. Þeir spiluðu allan tímann eins og sá sem valdið hefur og við áttum engin svör, það var deginum ljósara. Þetta var aldrei spennandi og eitthvað lið er gott í að halda fimm marka forystu út leikinn þá eru það Frakkarnir,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Í kvöld voru þeir betri á öllum sviðum, þeir spila bara sinn leik. Við byrjum framarlega en þeir ná að klippa okkur og skilja eftir línumanninn eftir á línunni. Svo þegar það er komið forskot, þó línumaðurinn sé frír þá eru þeir hvort sem er að skjóta yfir okkur. Við erum alltaf að bregðast við í vörninni, erum ekki að beina þeim eitt eða neitt. Erum ekki að taka návígi, þær sækja nánast öll návígin í leiknum, vinna þau flest öll og halda boltanum á lífi.“ Snorri Steinn á hliðarlínunni í dag.Vísir/Vilhelm „Það er eitthvað mikið að. Flóknasta kerfi sem þeir þurftu að spila til að fá mark var hornaleysing með eða án bolta. Þetta var frekar einfalt fyrir þá.“ Stefán Árni spurði hvort Rúnar hefði viljað sjá Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, bregðast við. „Það er alltaf hægt að segja allt eftir á. Maður sá að eini leikmaðurinn okkar sem á eitthvað í líkamlega burði Frakkana er Arnar Freyr (Arnarsson). Við vorum ekki að nýta okkur það að við eigum að vera sneggri en þeir. Vorum ekki að spila þannig handbolta, vorum ekki að setja þá undir pressu. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og það er áhugavert að það er bekkurinn sem spilar best.“ „Alveg klárlega hægt að nota hann meir og betur,“ sagði Rúnar aðspurður hvort Arnar Freyr ætti að spila meira. Þá var hann spurður út í framhaldið en Ísland mætir Króatíu og Austurríki á næstu dögum. „Mér finnst það (að botninn sé að fara úr þessu hjá íslenska liðinu). Ég er ekki að sjá eitthvað lið. Fannst innkoman hjá Hauki Þrastarsyni, þar kom leikmaður inn á sem ætlaði sér þetta. Hann kom af krafti, hann skoraði mörk og gaf stoðsendingar. Gaf smá nýja vídd. Þetta sér maður ekki hjá öllu liðinu, að menn séu að fara í þetta á fullu.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti