Verðlaunaðir fyrir umhverfisvænt sementslaust steinlím Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2024 16:28 Guðni forseti ásamt Gonzalo og Heiðari með viðurkenningar sínar. Forseti Íslands Gonzalo Patricio Eldredge Arenas og Heiðar Snær Ásgeirsson hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2023. Gonzalo og Heiðar Snær Ásgeirsson fengu verðlaunin fyrir verkefnið Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím. Báðir eru þeir meistaranemar, Heiðar Snær í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku en Gonzalo nemur jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið sýnir fram á fýsileika þess að nota sementlaust steinlím sem bindiefni fyrir steypu, til að draga úr kolefnisspori í byggingariðnaði. Um 7-8% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum stafar af framleiðslu sements. Sementslaust steinlím er hins vegar hægt að framleiða úr hliðarafurðum frá þungaiðnaði, en einnig frá náttúrulegum uppsprettum eins og jarðhitakísli og eldfjallaösku, sem eru sérstaklega aðgengileg á Íslandi. Leiðbeinendur verkefnisins voru Sunna Ólafsdóttir Wallevik og Dr. Kristján Friðrik Alexandersson, framkvæmdastjórar hjá Gerosion, ásamt Dr. Sigrúnu Nönnu Karlsdóttur, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Alls voru sex verkefni tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki og hlutu þau öll viðurkenningu: • Greiningarkerfi fyrir heilsugæsluna - Einkenni.is: Baldur Olsen og Kári Steinn Hlífarsson tölvunarfræðinemar og Magnús Friðrik Helgason nemi í hugbúnaðarverkfræði, allir við Háskólann í Reykjavík• Nýsköpun fyrir snemmgreiningu brjóstakrabbameina: Magnús Gauti Úlfarsson, nemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands• Rauntíma sjávarfalla- og sjávarhæðarspá við Ísland: Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir, nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands• Stjórn DNA metýlunar í ísóformnotkun í taugaþroska: Katrín Wang, læknanemi við Háskóla Íslands.• Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím: Heiðar Snær Ásgeirsson, nemi í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku, og Gonzalo Patricio Eldredge, nemi í jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands.• Viðbrögð við áreitni innan lögreglu: Sólveig María Thomasdóttir, nemi í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um hvert verkefni má finna á vef Rannsóknamiðstöðvar Íslands – Rannís. Nýsköpun Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Byggingariðnaður Mest lesið Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Sjá meira
Gonzalo og Heiðar Snær Ásgeirsson fengu verðlaunin fyrir verkefnið Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím. Báðir eru þeir meistaranemar, Heiðar Snær í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku en Gonzalo nemur jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið sýnir fram á fýsileika þess að nota sementlaust steinlím sem bindiefni fyrir steypu, til að draga úr kolefnisspori í byggingariðnaði. Um 7-8% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum stafar af framleiðslu sements. Sementslaust steinlím er hins vegar hægt að framleiða úr hliðarafurðum frá þungaiðnaði, en einnig frá náttúrulegum uppsprettum eins og jarðhitakísli og eldfjallaösku, sem eru sérstaklega aðgengileg á Íslandi. Leiðbeinendur verkefnisins voru Sunna Ólafsdóttir Wallevik og Dr. Kristján Friðrik Alexandersson, framkvæmdastjórar hjá Gerosion, ásamt Dr. Sigrúnu Nönnu Karlsdóttur, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Alls voru sex verkefni tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki og hlutu þau öll viðurkenningu: • Greiningarkerfi fyrir heilsugæsluna - Einkenni.is: Baldur Olsen og Kári Steinn Hlífarsson tölvunarfræðinemar og Magnús Friðrik Helgason nemi í hugbúnaðarverkfræði, allir við Háskólann í Reykjavík• Nýsköpun fyrir snemmgreiningu brjóstakrabbameina: Magnús Gauti Úlfarsson, nemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands• Rauntíma sjávarfalla- og sjávarhæðarspá við Ísland: Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir, nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands• Stjórn DNA metýlunar í ísóformnotkun í taugaþroska: Katrín Wang, læknanemi við Háskóla Íslands.• Umhverfisvænt sementslaust AlSiment steinlím: Heiðar Snær Ásgeirsson, nemi í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku, og Gonzalo Patricio Eldredge, nemi í jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands.• Viðbrögð við áreitni innan lögreglu: Sólveig María Thomasdóttir, nemi í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um hvert verkefni má finna á vef Rannsóknamiðstöðvar Íslands – Rannís.
Nýsköpun Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Byggingariðnaður Mest lesið Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Sjá meira