Um helmingi dýrara að leigja hjá hagnaðardrifnum leigufélögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2024 14:03 Staðsetning virðist hafa meiri áhrif á verð lítilla íbúða samkvæmt nýrri leiguvísitölu. Hæsta fermetraverðið er á tveggja herbergja íbúðum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi. vísir/Vilhlem Leiguverð hjá hagnaðardrifnum leigufélögum er ríflega sextíu prósent hærra en hjá þeim óhagnaðardrifnu samkvæmt nýrri leiguvísitölu. Vísitalan byggir á nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem gefur mun betri mynd af leigumarkaðnum en áður. Fyrir rúmu ári var húsaleigulögum breytt og þar er nú kveðið á um skráningarskyldu húsaleigusamninga. Í morgun var ný leiguskrá kynnt en hún byggir fyrrnefndum skráningum. Þorsteinn Arnalds, verkefnastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir hana mikilvægt tól til að fylgjast megi með þróun leigumarkaðarins. „Þannig getum við séð hvort það sé mismunandi þróun á mismunandi svæðum og hvort það séu einhverjir tilteknir geirar leigumarkaðarins þar þróunin er að verða verri en annars staðar.“ Ný leiguvísitala byggir á leiguskránni. „Við höfum verið að reikna leiguvísitölu frá árinu 2012 á grundvelli þinglýstra samninga, sem hafði ákveðna annmarka, og sú vinna hefur orðið erfiðari þar sem þinglýstum samningum hefur fækkað. En nú erum við komin með leiguvísitölu þar sem við getum mælt ákveðinn hluta markaðarins og vísitalan sem við birtum í dag sýnir þá þróunina fyrir hefðbundnar íbúðir og þar sem leigusalinn er að leigja á markaðslegum forsendum,“ segir Þorsteinn. Tímabundnir leigusamningar við hagnaðardrifin leigufélög eru óhagkvæmastir samkvæmt nýjum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/HMS Mikill verðmunur milli leigusala Ný leigvísitala sýnir til dæmis að leiguverð hækkaði um tíu prósent á síðustu sjö mánuðum ársins, eða frá upphafsdegi vísitölunnar í maí. Þá er mikill munur á leiguverði á milli leigusala. Fermetraverðið er yfir þrjú þúsund krónum hjá einstaklingum og leigufélögum en undir tvö þúsund krónum hjá óhagnaðardrifnum aðilum. Sé miðað við fermetraverð er leigan ríflega sextíu prósent hærri hjá hagnaðardrifnum félögum en þeim óhagnaðardrifnu. Leiguverðið er hæst hjá fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, en næsthæst hjá einstaklingum. Þar á eftir eru sveitarfélög en óhagnaðardrifin leigufélög bjóða lægstu leiguna. Þorsteinn segir nýju vísitöluna styðja betur við alla ákvarðanatöku. „Við getum þá aðstoðað stjórnvöld við að beina augum sínum þangað sem skóinn kreppir og það verður þar með miklu auðveldara að ná utan um leigumarkaðinn og sjá hvernig megi styðja við hann.“ Leigumarkaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Fyrir rúmu ári var húsaleigulögum breytt og þar er nú kveðið á um skráningarskyldu húsaleigusamninga. Í morgun var ný leiguskrá kynnt en hún byggir fyrrnefndum skráningum. Þorsteinn Arnalds, verkefnastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir hana mikilvægt tól til að fylgjast megi með þróun leigumarkaðarins. „Þannig getum við séð hvort það sé mismunandi þróun á mismunandi svæðum og hvort það séu einhverjir tilteknir geirar leigumarkaðarins þar þróunin er að verða verri en annars staðar.“ Ný leiguvísitala byggir á leiguskránni. „Við höfum verið að reikna leiguvísitölu frá árinu 2012 á grundvelli þinglýstra samninga, sem hafði ákveðna annmarka, og sú vinna hefur orðið erfiðari þar sem þinglýstum samningum hefur fækkað. En nú erum við komin með leiguvísitölu þar sem við getum mælt ákveðinn hluta markaðarins og vísitalan sem við birtum í dag sýnir þá þróunina fyrir hefðbundnar íbúðir og þar sem leigusalinn er að leigja á markaðslegum forsendum,“ segir Þorsteinn. Tímabundnir leigusamningar við hagnaðardrifin leigufélög eru óhagkvæmastir samkvæmt nýjum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/HMS Mikill verðmunur milli leigusala Ný leigvísitala sýnir til dæmis að leiguverð hækkaði um tíu prósent á síðustu sjö mánuðum ársins, eða frá upphafsdegi vísitölunnar í maí. Þá er mikill munur á leiguverði á milli leigusala. Fermetraverðið er yfir þrjú þúsund krónum hjá einstaklingum og leigufélögum en undir tvö þúsund krónum hjá óhagnaðardrifnum aðilum. Sé miðað við fermetraverð er leigan ríflega sextíu prósent hærri hjá hagnaðardrifnum félögum en þeim óhagnaðardrifnu. Leiguverðið er hæst hjá fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, en næsthæst hjá einstaklingum. Þar á eftir eru sveitarfélög en óhagnaðardrifin leigufélög bjóða lægstu leiguna. Þorsteinn segir nýju vísitöluna styðja betur við alla ákvarðanatöku. „Við getum þá aðstoðað stjórnvöld við að beina augum sínum þangað sem skóinn kreppir og það verður þar með miklu auðveldara að ná utan um leigumarkaðinn og sjá hvernig megi styðja við hann.“
Leigumarkaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira