Um helmingi dýrara að leigja hjá hagnaðardrifnum leigufélögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2024 14:03 Staðsetning virðist hafa meiri áhrif á verð lítilla íbúða samkvæmt nýrri leiguvísitölu. Hæsta fermetraverðið er á tveggja herbergja íbúðum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi. vísir/Vilhlem Leiguverð hjá hagnaðardrifnum leigufélögum er ríflega sextíu prósent hærra en hjá þeim óhagnaðardrifnu samkvæmt nýrri leiguvísitölu. Vísitalan byggir á nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem gefur mun betri mynd af leigumarkaðnum en áður. Fyrir rúmu ári var húsaleigulögum breytt og þar er nú kveðið á um skráningarskyldu húsaleigusamninga. Í morgun var ný leiguskrá kynnt en hún byggir fyrrnefndum skráningum. Þorsteinn Arnalds, verkefnastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir hana mikilvægt tól til að fylgjast megi með þróun leigumarkaðarins. „Þannig getum við séð hvort það sé mismunandi þróun á mismunandi svæðum og hvort það séu einhverjir tilteknir geirar leigumarkaðarins þar þróunin er að verða verri en annars staðar.“ Ný leiguvísitala byggir á leiguskránni. „Við höfum verið að reikna leiguvísitölu frá árinu 2012 á grundvelli þinglýstra samninga, sem hafði ákveðna annmarka, og sú vinna hefur orðið erfiðari þar sem þinglýstum samningum hefur fækkað. En nú erum við komin með leiguvísitölu þar sem við getum mælt ákveðinn hluta markaðarins og vísitalan sem við birtum í dag sýnir þá þróunina fyrir hefðbundnar íbúðir og þar sem leigusalinn er að leigja á markaðslegum forsendum,“ segir Þorsteinn. Tímabundnir leigusamningar við hagnaðardrifin leigufélög eru óhagkvæmastir samkvæmt nýjum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/HMS Mikill verðmunur milli leigusala Ný leigvísitala sýnir til dæmis að leiguverð hækkaði um tíu prósent á síðustu sjö mánuðum ársins, eða frá upphafsdegi vísitölunnar í maí. Þá er mikill munur á leiguverði á milli leigusala. Fermetraverðið er yfir þrjú þúsund krónum hjá einstaklingum og leigufélögum en undir tvö þúsund krónum hjá óhagnaðardrifnum aðilum. Sé miðað við fermetraverð er leigan ríflega sextíu prósent hærri hjá hagnaðardrifnum félögum en þeim óhagnaðardrifnu. Leiguverðið er hæst hjá fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, en næsthæst hjá einstaklingum. Þar á eftir eru sveitarfélög en óhagnaðardrifin leigufélög bjóða lægstu leiguna. Þorsteinn segir nýju vísitöluna styðja betur við alla ákvarðanatöku. „Við getum þá aðstoðað stjórnvöld við að beina augum sínum þangað sem skóinn kreppir og það verður þar með miklu auðveldara að ná utan um leigumarkaðinn og sjá hvernig megi styðja við hann.“ Leigumarkaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Fyrir rúmu ári var húsaleigulögum breytt og þar er nú kveðið á um skráningarskyldu húsaleigusamninga. Í morgun var ný leiguskrá kynnt en hún byggir fyrrnefndum skráningum. Þorsteinn Arnalds, verkefnastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir hana mikilvægt tól til að fylgjast megi með þróun leigumarkaðarins. „Þannig getum við séð hvort það sé mismunandi þróun á mismunandi svæðum og hvort það séu einhverjir tilteknir geirar leigumarkaðarins þar þróunin er að verða verri en annars staðar.“ Ný leiguvísitala byggir á leiguskránni. „Við höfum verið að reikna leiguvísitölu frá árinu 2012 á grundvelli þinglýstra samninga, sem hafði ákveðna annmarka, og sú vinna hefur orðið erfiðari þar sem þinglýstum samningum hefur fækkað. En nú erum við komin með leiguvísitölu þar sem við getum mælt ákveðinn hluta markaðarins og vísitalan sem við birtum í dag sýnir þá þróunina fyrir hefðbundnar íbúðir og þar sem leigusalinn er að leigja á markaðslegum forsendum,“ segir Þorsteinn. Tímabundnir leigusamningar við hagnaðardrifin leigufélög eru óhagkvæmastir samkvæmt nýjum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/HMS Mikill verðmunur milli leigusala Ný leigvísitala sýnir til dæmis að leiguverð hækkaði um tíu prósent á síðustu sjö mánuðum ársins, eða frá upphafsdegi vísitölunnar í maí. Þá er mikill munur á leiguverði á milli leigusala. Fermetraverðið er yfir þrjú þúsund krónum hjá einstaklingum og leigufélögum en undir tvö þúsund krónum hjá óhagnaðardrifnum aðilum. Sé miðað við fermetraverð er leigan ríflega sextíu prósent hærri hjá hagnaðardrifnum félögum en þeim óhagnaðardrifnu. Leiguverðið er hæst hjá fyrirtækjum sem rekin eru í hagnaðarskyni, en næsthæst hjá einstaklingum. Þar á eftir eru sveitarfélög en óhagnaðardrifin leigufélög bjóða lægstu leiguna. Þorsteinn segir nýju vísitöluna styðja betur við alla ákvarðanatöku. „Við getum þá aðstoðað stjórnvöld við að beina augum sínum þangað sem skóinn kreppir og það verður þar með miklu auðveldara að ná utan um leigumarkaðinn og sjá hvernig megi styðja við hann.“
Leigumarkaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira