Viðskipti innlent

Fram­lengja úr­ræði vegna hús­næðis­lána Grind­víkinga

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka.
Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Sigurjón

Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum.

Frá þessu var greint á vef Íslandsbanka í morgun. Þar segir úrræðið hafi verið framlengt um þrjá mánuði eða til lok aprílmánaðar. Arion banki greindi frá því í gær að bankinn ætli sér sömuleiðis að framlengja úrræðin um þrjá mániði. 

Á vef Íslandsbanka segir að viðskiptavinir muni fá sendar nánari upplýsingar. „Einnig skal tekið fram að skilmálabreytingar og leiguábyrgðir eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu og Grindvíkingar njóta forgangs í ráðgjafaver bankans.“

Haft er eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að hugurinn sé hjá íbúum Grindavíkur sem búi við mikla óvissu og hafi þurft af upplifa mikil áföll undanfarin misseri. „Við mun halda áfram samtali við viðskiptavini okkar í Grindavík og vera þeim innan handar á þessum krefjandi tímum.“


Tengdar fréttir

Framlengja frystingu lána Grindvíkinga

Arion banki hefur ákveðið að bjóða Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum í þrjá mánuði til viðbótar og fella niður vexti og verðbætur lánanna til aprílloka.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×