Danskur stórsigur gegn hikandi Hollendingum Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 18:40 Danir fagna sigri með fullt hús stiga. Stuart Franklin/Getty Images Danmörk vann stórsigur á Hollandi í fyrsta leik milliriðilsins. Hollendingar héldu vel í framan af en hrundu algjörlega í seinni hálfleik og töpuðu að endingu 39-27 fyrir ógnarsterkum Dönum. Danmörk og Holland eru í hinum milliriðli mótsins ásamt Noregi, Portúgal, Slóveníu og Svíþjóð. Danmörk tók tvö stig með sér áfram, líkt og Slóvenía og Svíþjóð. Danir eru því með fullt hús stiga eftir fyrsta leik í milliriðli, Svíar og Slóvenar eigast við klukkan 19:30. Danir byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörkin en Hollendingar héldu vel í þá. Þeim tókst svo að jafna um miðjan fyrri hálfleik og leikurinn hélst hnífjafn út hálfleikinn. Rutger ten Velde dró Hollendinga áfram í þessum leik og var langbesti leikmaður liðsins. Hann lék sér líka að Niklas Landin á vítalínunni í kvöld. Fyrstu þrjú vítin setti hann milli fóta Landin, sem ætlaði alls ekki að láta klobba sig í fjórða vítinu. Niklas Landin doesn't look too happy. 😅#ehfeuro2024 #heretoplay @Handbal_NL pic.twitter.com/4yvgFnzjBE— EHF EURO (@EHFEURO) January 17, 2024 Fljótlega þegar komið var út í seinni hálfleik hikaði hollenska liðið um stundarsakir. Það þurfti ekki nema fimm mínútna slæman kafla, Danmörk skoraði sjö mörk í röð, staðan fór úr 23-22 í 30-22 og þá var ekki aftur snúið fyrir Holland. Mathias Gidsel fór fremstur í liði Dana og skoraði 9 mörk, Mikkel Hansen fylgdi honum eftir með fimm mörk, líkt og Rasmus Schmidt og Simon Pytlick. Næsta umferð fer fram á föstudag, þar mætir Danmörk nágrönnum sínum frá Svíþjóð og Hollendingar mæta Norðmönnum. EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. 17. janúar 2024 16:12 Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía með fullt hús stiga í milliriðil Danmörk valtaði yfir Portúgal á EM karla í handbolta og fer því í milliriðil með fullt hús stiga. Svíþjóð vann nauman eins marks sigur á Hollandi og fer einnig með fullt hús stiga í milliriðil. Sömu sögu er að segja af Slóveníu sem vann Noreg. 15. janúar 2024 21:26 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Sjá meira
Danmörk og Holland eru í hinum milliriðli mótsins ásamt Noregi, Portúgal, Slóveníu og Svíþjóð. Danmörk tók tvö stig með sér áfram, líkt og Slóvenía og Svíþjóð. Danir eru því með fullt hús stiga eftir fyrsta leik í milliriðli, Svíar og Slóvenar eigast við klukkan 19:30. Danir byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörkin en Hollendingar héldu vel í þá. Þeim tókst svo að jafna um miðjan fyrri hálfleik og leikurinn hélst hnífjafn út hálfleikinn. Rutger ten Velde dró Hollendinga áfram í þessum leik og var langbesti leikmaður liðsins. Hann lék sér líka að Niklas Landin á vítalínunni í kvöld. Fyrstu þrjú vítin setti hann milli fóta Landin, sem ætlaði alls ekki að láta klobba sig í fjórða vítinu. Niklas Landin doesn't look too happy. 😅#ehfeuro2024 #heretoplay @Handbal_NL pic.twitter.com/4yvgFnzjBE— EHF EURO (@EHFEURO) January 17, 2024 Fljótlega þegar komið var út í seinni hálfleik hikaði hollenska liðið um stundarsakir. Það þurfti ekki nema fimm mínútna slæman kafla, Danmörk skoraði sjö mörk í röð, staðan fór úr 23-22 í 30-22 og þá var ekki aftur snúið fyrir Holland. Mathias Gidsel fór fremstur í liði Dana og skoraði 9 mörk, Mikkel Hansen fylgdi honum eftir með fimm mörk, líkt og Rasmus Schmidt og Simon Pytlick. Næsta umferð fer fram á föstudag, þar mætir Danmörk nágrönnum sínum frá Svíþjóð og Hollendingar mæta Norðmönnum.
EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. 17. janúar 2024 16:12 Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía með fullt hús stiga í milliriðil Danmörk valtaði yfir Portúgal á EM karla í handbolta og fer því í milliriðil með fullt hús stiga. Svíþjóð vann nauman eins marks sigur á Hollandi og fer einnig með fullt hús stiga í milliriðil. Sömu sögu er að segja af Slóveníu sem vann Noreg. 15. janúar 2024 21:26 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Sjá meira
Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. 17. janúar 2024 16:12
Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía með fullt hús stiga í milliriðil Danmörk valtaði yfir Portúgal á EM karla í handbolta og fer því í milliriðil með fullt hús stiga. Svíþjóð vann nauman eins marks sigur á Hollandi og fer einnig með fullt hús stiga í milliriðil. Sömu sögu er að segja af Slóveníu sem vann Noreg. 15. janúar 2024 21:26