Danskur stórsigur gegn hikandi Hollendingum Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 18:40 Danir fagna sigri með fullt hús stiga. Stuart Franklin/Getty Images Danmörk vann stórsigur á Hollandi í fyrsta leik milliriðilsins. Hollendingar héldu vel í framan af en hrundu algjörlega í seinni hálfleik og töpuðu að endingu 39-27 fyrir ógnarsterkum Dönum. Danmörk og Holland eru í hinum milliriðli mótsins ásamt Noregi, Portúgal, Slóveníu og Svíþjóð. Danmörk tók tvö stig með sér áfram, líkt og Slóvenía og Svíþjóð. Danir eru því með fullt hús stiga eftir fyrsta leik í milliriðli, Svíar og Slóvenar eigast við klukkan 19:30. Danir byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörkin en Hollendingar héldu vel í þá. Þeim tókst svo að jafna um miðjan fyrri hálfleik og leikurinn hélst hnífjafn út hálfleikinn. Rutger ten Velde dró Hollendinga áfram í þessum leik og var langbesti leikmaður liðsins. Hann lék sér líka að Niklas Landin á vítalínunni í kvöld. Fyrstu þrjú vítin setti hann milli fóta Landin, sem ætlaði alls ekki að láta klobba sig í fjórða vítinu. Niklas Landin doesn't look too happy. 😅#ehfeuro2024 #heretoplay @Handbal_NL pic.twitter.com/4yvgFnzjBE— EHF EURO (@EHFEURO) January 17, 2024 Fljótlega þegar komið var út í seinni hálfleik hikaði hollenska liðið um stundarsakir. Það þurfti ekki nema fimm mínútna slæman kafla, Danmörk skoraði sjö mörk í röð, staðan fór úr 23-22 í 30-22 og þá var ekki aftur snúið fyrir Holland. Mathias Gidsel fór fremstur í liði Dana og skoraði 9 mörk, Mikkel Hansen fylgdi honum eftir með fimm mörk, líkt og Rasmus Schmidt og Simon Pytlick. Næsta umferð fer fram á föstudag, þar mætir Danmörk nágrönnum sínum frá Svíþjóð og Hollendingar mæta Norðmönnum. EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. 17. janúar 2024 16:12 Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía með fullt hús stiga í milliriðil Danmörk valtaði yfir Portúgal á EM karla í handbolta og fer því í milliriðil með fullt hús stiga. Svíþjóð vann nauman eins marks sigur á Hollandi og fer einnig með fullt hús stiga í milliriðil. Sömu sögu er að segja af Slóveníu sem vann Noreg. 15. janúar 2024 21:26 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Danmörk og Holland eru í hinum milliriðli mótsins ásamt Noregi, Portúgal, Slóveníu og Svíþjóð. Danmörk tók tvö stig með sér áfram, líkt og Slóvenía og Svíþjóð. Danir eru því með fullt hús stiga eftir fyrsta leik í milliriðli, Svíar og Slóvenar eigast við klukkan 19:30. Danir byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörkin en Hollendingar héldu vel í þá. Þeim tókst svo að jafna um miðjan fyrri hálfleik og leikurinn hélst hnífjafn út hálfleikinn. Rutger ten Velde dró Hollendinga áfram í þessum leik og var langbesti leikmaður liðsins. Hann lék sér líka að Niklas Landin á vítalínunni í kvöld. Fyrstu þrjú vítin setti hann milli fóta Landin, sem ætlaði alls ekki að láta klobba sig í fjórða vítinu. Niklas Landin doesn't look too happy. 😅#ehfeuro2024 #heretoplay @Handbal_NL pic.twitter.com/4yvgFnzjBE— EHF EURO (@EHFEURO) January 17, 2024 Fljótlega þegar komið var út í seinni hálfleik hikaði hollenska liðið um stundarsakir. Það þurfti ekki nema fimm mínútna slæman kafla, Danmörk skoraði sjö mörk í röð, staðan fór úr 23-22 í 30-22 og þá var ekki aftur snúið fyrir Holland. Mathias Gidsel fór fremstur í liði Dana og skoraði 9 mörk, Mikkel Hansen fylgdi honum eftir með fimm mörk, líkt og Rasmus Schmidt og Simon Pytlick. Næsta umferð fer fram á föstudag, þar mætir Danmörk nágrönnum sínum frá Svíþjóð og Hollendingar mæta Norðmönnum.
EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. 17. janúar 2024 16:12 Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía með fullt hús stiga í milliriðil Danmörk valtaði yfir Portúgal á EM karla í handbolta og fer því í milliriðil með fullt hús stiga. Svíþjóð vann nauman eins marks sigur á Hollandi og fer einnig með fullt hús stiga í milliriðil. Sömu sögu er að segja af Slóveníu sem vann Noreg. 15. janúar 2024 21:26 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. 17. janúar 2024 16:12
Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía með fullt hús stiga í milliriðil Danmörk valtaði yfir Portúgal á EM karla í handbolta og fer því í milliriðil með fullt hús stiga. Svíþjóð vann nauman eins marks sigur á Hollandi og fer einnig með fullt hús stiga í milliriðil. Sömu sögu er að segja af Slóveníu sem vann Noreg. 15. janúar 2024 21:26