Danskur stórsigur gegn hikandi Hollendingum Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 18:40 Danir fagna sigri með fullt hús stiga. Stuart Franklin/Getty Images Danmörk vann stórsigur á Hollandi í fyrsta leik milliriðilsins. Hollendingar héldu vel í framan af en hrundu algjörlega í seinni hálfleik og töpuðu að endingu 39-27 fyrir ógnarsterkum Dönum. Danmörk og Holland eru í hinum milliriðli mótsins ásamt Noregi, Portúgal, Slóveníu og Svíþjóð. Danmörk tók tvö stig með sér áfram, líkt og Slóvenía og Svíþjóð. Danir eru því með fullt hús stiga eftir fyrsta leik í milliriðli, Svíar og Slóvenar eigast við klukkan 19:30. Danir byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörkin en Hollendingar héldu vel í þá. Þeim tókst svo að jafna um miðjan fyrri hálfleik og leikurinn hélst hnífjafn út hálfleikinn. Rutger ten Velde dró Hollendinga áfram í þessum leik og var langbesti leikmaður liðsins. Hann lék sér líka að Niklas Landin á vítalínunni í kvöld. Fyrstu þrjú vítin setti hann milli fóta Landin, sem ætlaði alls ekki að láta klobba sig í fjórða vítinu. Niklas Landin doesn't look too happy. 😅#ehfeuro2024 #heretoplay @Handbal_NL pic.twitter.com/4yvgFnzjBE— EHF EURO (@EHFEURO) January 17, 2024 Fljótlega þegar komið var út í seinni hálfleik hikaði hollenska liðið um stundarsakir. Það þurfti ekki nema fimm mínútna slæman kafla, Danmörk skoraði sjö mörk í röð, staðan fór úr 23-22 í 30-22 og þá var ekki aftur snúið fyrir Holland. Mathias Gidsel fór fremstur í liði Dana og skoraði 9 mörk, Mikkel Hansen fylgdi honum eftir með fimm mörk, líkt og Rasmus Schmidt og Simon Pytlick. Næsta umferð fer fram á föstudag, þar mætir Danmörk nágrönnum sínum frá Svíþjóð og Hollendingar mæta Norðmönnum. EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. 17. janúar 2024 16:12 Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía með fullt hús stiga í milliriðil Danmörk valtaði yfir Portúgal á EM karla í handbolta og fer því í milliriðil með fullt hús stiga. Svíþjóð vann nauman eins marks sigur á Hollandi og fer einnig með fullt hús stiga í milliriðil. Sömu sögu er að segja af Slóveníu sem vann Noreg. 15. janúar 2024 21:26 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Danmörk og Holland eru í hinum milliriðli mótsins ásamt Noregi, Portúgal, Slóveníu og Svíþjóð. Danmörk tók tvö stig með sér áfram, líkt og Slóvenía og Svíþjóð. Danir eru því með fullt hús stiga eftir fyrsta leik í milliriðli, Svíar og Slóvenar eigast við klukkan 19:30. Danir byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörkin en Hollendingar héldu vel í þá. Þeim tókst svo að jafna um miðjan fyrri hálfleik og leikurinn hélst hnífjafn út hálfleikinn. Rutger ten Velde dró Hollendinga áfram í þessum leik og var langbesti leikmaður liðsins. Hann lék sér líka að Niklas Landin á vítalínunni í kvöld. Fyrstu þrjú vítin setti hann milli fóta Landin, sem ætlaði alls ekki að láta klobba sig í fjórða vítinu. Niklas Landin doesn't look too happy. 😅#ehfeuro2024 #heretoplay @Handbal_NL pic.twitter.com/4yvgFnzjBE— EHF EURO (@EHFEURO) January 17, 2024 Fljótlega þegar komið var út í seinni hálfleik hikaði hollenska liðið um stundarsakir. Það þurfti ekki nema fimm mínútna slæman kafla, Danmörk skoraði sjö mörk í röð, staðan fór úr 23-22 í 30-22 og þá var ekki aftur snúið fyrir Holland. Mathias Gidsel fór fremstur í liði Dana og skoraði 9 mörk, Mikkel Hansen fylgdi honum eftir með fimm mörk, líkt og Rasmus Schmidt og Simon Pytlick. Næsta umferð fer fram á föstudag, þar mætir Danmörk nágrönnum sínum frá Svíþjóð og Hollendingar mæta Norðmönnum.
EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. 17. janúar 2024 16:12 Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía með fullt hús stiga í milliriðil Danmörk valtaði yfir Portúgal á EM karla í handbolta og fer því í milliriðil með fullt hús stiga. Svíþjóð vann nauman eins marks sigur á Hollandi og fer einnig með fullt hús stiga í milliriðil. Sömu sögu er að segja af Slóveníu sem vann Noreg. 15. janúar 2024 21:26 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. 17. janúar 2024 16:12
Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía með fullt hús stiga í milliriðil Danmörk valtaði yfir Portúgal á EM karla í handbolta og fer því í milliriðil með fullt hús stiga. Svíþjóð vann nauman eins marks sigur á Hollandi og fer einnig með fullt hús stiga í milliriðil. Sömu sögu er að segja af Slóveníu sem vann Noreg. 15. janúar 2024 21:26
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti