Bjartari framtíð fyrir Grindvíkinga Ástþór Magnússon skrifar 17. janúar 2024 15:01 Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð. Eldgos eru ekki vandamál einstakra íbúa eða byggðarlaga. Þau eru sameiginlegt vandamál þjóðarinnar. Stóð við hlið manns sem horfði á hús sitt verða hrauni að bráð Ég minnist þess þegar ég fór til Vestmannaeyja að ljósmynda gosið þar fyrir breska blaðið Sunday Times, stóð maður við hliðina á mér sem var að horfa á hús sitt lenda undir hrauni. Það var átakanlegt fyrir hann að horfa á aleiguna hverfa á stuttum tíma. Á þessum tíma var enginn Viðlagasjóður til á Íslandi, hann var stofnaður í kjölfar þessara hörmunga árið 1973. Horfum á björtu hliðarnar Um leið og eldgos geta valdið tímabundinni skelfingu og ógn í samfélaginu geta þau skapað ný tækifæri í framtíðinni. Ég tel að Grindavík eigi eftir að verða ein verðmætasta náttúruperla Íslands í framtíðinni. Ef við missum ekki flugvöllinn undir hraun þá gæti Grindavík orðið einn fjölsóttasti ferðamannastaður heims í framtíðinni og skapað þjóðfélaginu margfalt meiri tekjur en það mun kosta nú að aðstoða Grindvíkinga við að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Allir Grindvíkingar njóti góðs af í framtíðinni Ríkisstjórnin þarf að horfa björtum augum til framtíðarinnar og hlaupa strax undir bagga með Grindvíkingum. Til lengri tíma litið verða það smámunir sem það kostar þjóðfélagið að gefa Grindvíkingum tækifæri til að kaupa eða byggja nýtt húsnæði á nýju svæði. Hugsanlega að koma upp nýrri Grindavíkurbyggð á öruggari stað. En um leið þarf að gæta hagsmuna Grindvíkinga til framtíðar. Þeir eiga auðvitað að hafa fullan rétt til að snúa til baka eftir að eldgosum lýkur óski þeir þess, en einnig þarf að gæta þess að allir Grindvíkingar verði aðilar að þeim tekjum sem Grindavík getur aflað sem ferðamannaparadís framtíðarinnar hvort sem þeir óska að snúa þangað til baka eða búa um sig á nýjum stað. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð. Eldgos eru ekki vandamál einstakra íbúa eða byggðarlaga. Þau eru sameiginlegt vandamál þjóðarinnar. Stóð við hlið manns sem horfði á hús sitt verða hrauni að bráð Ég minnist þess þegar ég fór til Vestmannaeyja að ljósmynda gosið þar fyrir breska blaðið Sunday Times, stóð maður við hliðina á mér sem var að horfa á hús sitt lenda undir hrauni. Það var átakanlegt fyrir hann að horfa á aleiguna hverfa á stuttum tíma. Á þessum tíma var enginn Viðlagasjóður til á Íslandi, hann var stofnaður í kjölfar þessara hörmunga árið 1973. Horfum á björtu hliðarnar Um leið og eldgos geta valdið tímabundinni skelfingu og ógn í samfélaginu geta þau skapað ný tækifæri í framtíðinni. Ég tel að Grindavík eigi eftir að verða ein verðmætasta náttúruperla Íslands í framtíðinni. Ef við missum ekki flugvöllinn undir hraun þá gæti Grindavík orðið einn fjölsóttasti ferðamannastaður heims í framtíðinni og skapað þjóðfélaginu margfalt meiri tekjur en það mun kosta nú að aðstoða Grindvíkinga við að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Allir Grindvíkingar njóti góðs af í framtíðinni Ríkisstjórnin þarf að horfa björtum augum til framtíðarinnar og hlaupa strax undir bagga með Grindvíkingum. Til lengri tíma litið verða það smámunir sem það kostar þjóðfélagið að gefa Grindvíkingum tækifæri til að kaupa eða byggja nýtt húsnæði á nýju svæði. Hugsanlega að koma upp nýrri Grindavíkurbyggð á öruggari stað. En um leið þarf að gæta hagsmuna Grindvíkinga til framtíðar. Þeir eiga auðvitað að hafa fullan rétt til að snúa til baka eftir að eldgosum lýkur óski þeir þess, en einnig þarf að gæta þess að allir Grindvíkingar verði aðilar að þeim tekjum sem Grindavík getur aflað sem ferðamannaparadís framtíðarinnar hvort sem þeir óska að snúa þangað til baka eða búa um sig á nýjum stað. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun