Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Drífa Snædal skrifar 16. janúar 2024 10:30 Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. Þetta ýfði upp sár brotaþola Heiðars en hann hlaut dóm árið 1996 fyrir húsbrot og kynferðisbrot gagnvart 18 ára dreng á Egilsstöðum. Í dómnum eru tvö vitni sem skýra frá broti gagnvart sér og fyrr sama ár hlaut hann dóm fyrir kynferðisbrot á Akureyri. Þó langt sé um liðið þá olli það vanlíðan og undrun brotaþola að sett væri upp leikverk þar sem Heiðari væri hampað eða um hann fjallað. Þetta er ekki verk sem gagnrýnir hann sem kynferðisbrotamann eða fjallar um það heldur um „fegurðina“ eins og leikskáldið kemst að orði. Það rétta hefði verið þegar fjalla á um kynferðisbrotamenn að hafa samband við brotaþola þeirra fyrirfram og fá þeirra afstöðu til frásagnarinnar. Ef viðkomandi kæra sig ekki um að málið sé tekið fyrir skal virða þær óskir til að koma í veg fyrir vanvirðingu. Reynsla brotaþola er þessu ekki óviðkomandi. Við hjá Stígamótum fengum ákall um aðstoð við brotaþola að koma á framfæri þeirra viðhorfum. Ég hef verið í samskiptum við tvo brotaþola og að auki fengið afrit af bréfi sem var sent Borgarleikhúsinu frá þriðja brotaþolanum. Allir lýsa þeir vanlíðan og vanvirðingu gagnvart sinni upplifun af Heiðari að þetta verk sé sett á fjalirnar. Það er því ekki rétt sem Tyrfingur segir í viðtali við Vísi þann 28. desember síðastliðinn: „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ.” Fulltrúar Borgarleikhússins, stjórnin þar með talin hafa vitneskju um þrjá brotaþola sem hafa meið einhverjum hætti komið á framfæri upplifun af vanvirðingu og að auki hafa fulltrúar Stígamóta átt fund með meðal annars leikhússtjóra og leikskáldinu til að fara yfir þann sársauka sem svona sýning getur valdið og að það væri nær að vera með brotaþolavæna nálgun í verkum og framkomu. Titill verksins skiptir þar litlu máli, miklu frekar umfjöllunarefnið en Tyrfingur segir engu hafa verið breytt í verkinu sjálfu. Nú kunna ýmsir að segja að listin megi allt og stór listaverk hafi einmitt troðið ýmsum um tær í gegnum tíðina. Borgarleikhússtjóri segir leikhúsið vera á „lendum frásagnarlistarinnar” og þar má víst allt. Ég lít hinsvegar á málið í stærra samhengi og sem hluta af samfélagi sem neitar ekki einungis að viðurkenna alvarleika kynferðisbrota heldur vill alls ekki að gerendur þurfi að axla ábyrgð. Kynferðisofbeldi er ógeð og smánarblettur í okkar samfélagi en nú um mundir virðist fólk aðallega hafa áhyggjur af því að þeir sem brjóta á öðru fólki megi ekki láta ljós sitt skína opinberlega lengur. Minni áhyggjur eru af því að kynferðisbrot geta haft áhrif á brotaþola allt þeirra líf og þó fólk hafi leitað sér hjálpar getur komið bakslag í líðan og það er sannanlega raunin hér. Borgarleikhúsið virðir ekki óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur heldur ákveður, þrátt fyrir óskir um annað, að stilla kynferðisbrotamanni í kastljósið af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis. Þetta finnst mér mikilvægt að gestir sýningarinnar Lúna viti. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Drífa Snædal Tengdar fréttir Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35 Langar stundum að verða slaufað „Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 6. maí 2023 08:00 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ákvörðun Þórólfs Fastir pennar Gömlu gildin Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Aldraðir á Landspítala Fastir pennar Skattskrár og ofurlaun Fastir pennar Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Sameinaður Eyjafjörður Davíð Stefánsson Skoðun Gleðilegt siðbótarár Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. Þetta ýfði upp sár brotaþola Heiðars en hann hlaut dóm árið 1996 fyrir húsbrot og kynferðisbrot gagnvart 18 ára dreng á Egilsstöðum. Í dómnum eru tvö vitni sem skýra frá broti gagnvart sér og fyrr sama ár hlaut hann dóm fyrir kynferðisbrot á Akureyri. Þó langt sé um liðið þá olli það vanlíðan og undrun brotaþola að sett væri upp leikverk þar sem Heiðari væri hampað eða um hann fjallað. Þetta er ekki verk sem gagnrýnir hann sem kynferðisbrotamann eða fjallar um það heldur um „fegurðina“ eins og leikskáldið kemst að orði. Það rétta hefði verið þegar fjalla á um kynferðisbrotamenn að hafa samband við brotaþola þeirra fyrirfram og fá þeirra afstöðu til frásagnarinnar. Ef viðkomandi kæra sig ekki um að málið sé tekið fyrir skal virða þær óskir til að koma í veg fyrir vanvirðingu. Reynsla brotaþola er þessu ekki óviðkomandi. Við hjá Stígamótum fengum ákall um aðstoð við brotaþola að koma á framfæri þeirra viðhorfum. Ég hef verið í samskiptum við tvo brotaþola og að auki fengið afrit af bréfi sem var sent Borgarleikhúsinu frá þriðja brotaþolanum. Allir lýsa þeir vanlíðan og vanvirðingu gagnvart sinni upplifun af Heiðari að þetta verk sé sett á fjalirnar. Það er því ekki rétt sem Tyrfingur segir í viðtali við Vísi þann 28. desember síðastliðinn: „En það var þannig að einn maður hringdi, hann var í mikilli vanlíðan og sagði farir sínar ekki sléttar. Þetta voru engin félagasamtök eða neitt slíkt en hann lagði til, svo þetta væri ekki alveg í augunum á honum, hvort það væri hægt að koma til móts við sig og skipta um titil. Við féllumst á það. Að rétt væri að koma til móts við manninn, þessa einu manneskju úti í bæ.” Fulltrúar Borgarleikhússins, stjórnin þar með talin hafa vitneskju um þrjá brotaþola sem hafa meið einhverjum hætti komið á framfæri upplifun af vanvirðingu og að auki hafa fulltrúar Stígamóta átt fund með meðal annars leikhússtjóra og leikskáldinu til að fara yfir þann sársauka sem svona sýning getur valdið og að það væri nær að vera með brotaþolavæna nálgun í verkum og framkomu. Titill verksins skiptir þar litlu máli, miklu frekar umfjöllunarefnið en Tyrfingur segir engu hafa verið breytt í verkinu sjálfu. Nú kunna ýmsir að segja að listin megi allt og stór listaverk hafi einmitt troðið ýmsum um tær í gegnum tíðina. Borgarleikhússtjóri segir leikhúsið vera á „lendum frásagnarlistarinnar” og þar má víst allt. Ég lít hinsvegar á málið í stærra samhengi og sem hluta af samfélagi sem neitar ekki einungis að viðurkenna alvarleika kynferðisbrota heldur vill alls ekki að gerendur þurfi að axla ábyrgð. Kynferðisofbeldi er ógeð og smánarblettur í okkar samfélagi en nú um mundir virðist fólk aðallega hafa áhyggjur af því að þeir sem brjóta á öðru fólki megi ekki láta ljós sitt skína opinberlega lengur. Minni áhyggjur eru af því að kynferðisbrot geta haft áhrif á brotaþola allt þeirra líf og þó fólk hafi leitað sér hjálpar getur komið bakslag í líðan og það er sannanlega raunin hér. Borgarleikhúsið virðir ekki óskir brotaþola eða alvarleika afleiðinga á þolendur heldur ákveður, þrátt fyrir óskir um annað, að stilla kynferðisbrotamanni í kastljósið af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis. Þetta finnst mér mikilvægt að gestir sýningarinnar Lúna viti. Höfundur er talskona Stígamóta.
Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35
Langar stundum að verða slaufað „Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 6. maí 2023 08:00
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar