Körfubolti

Sara Rún riftir samningi sínum á Spáni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét

Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir hefur rift samningi sínum við spænska félagið AE Sedis Bàsquet. Hún samdi við félagið um mitt síðasta ár en er nú frjálst að færa sig um set.

AE Sedis Bàsquet staðfesti þetta á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag. Þar var henni óskað góðs gengis í framtíðinni og sagt að um sameiginlega ákvörðun milli félags og leikmanns væri að ræða.

Sara Rún gekk í raðir AE Sedis Bàsquet um mitt síðasta ár og spilaði vel áður en hún meiddist. Þrátt fyrir að hafa náð sér af meiðslunum hefur hún lítið spilað undanfarið og fékk því samningi sínum rift.

Hin 27 ára gamla Sara Rún er uppalin í Keflavík en hefur einnig spilað með Haukum hér á landi, í bandaríska háskólaboltanum, á Englandi, á Ítalíu, í Rúmeníu sem og á Spáni. Hvað tekur við að svo stöddu er ekki víst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×