„Þetta er sami grauturinn í annarri skál“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson er enn ósigraður sem landsliðsþjálfari Íslands. vísir/vilhelm Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í Þýskalandi, segist ekki sjá miklar breytingar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá síðustu mótum. Ísland vann Svartfjallaland með minnsta mun, 30-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í gær. Íslendingar eru með þrjú stig í C-riðli og mæta Ungverjum í lokaumferð riðlakeppninnar annað kvöld. Ísland þarf að vinna leikinn til að fara með tvö stig inn í milliriðla. Rúnar fylgdist vel með leiknum gegn Svartfjallalandi í gær og gaf strákunum í hlaðvarpinu Besta sætið skýrslu um hann. „Ég sá æsispennandi leik. Það er fyrir öllu að við unnum leik. Það er það sem maður tekur út úr þessu. Það er það sem skiptir mestu máli. Allt annað er hægt að spekúlera um. En ég held að allir hafi vonast eftir og reiknað með betri leik en við sýndum,“ sagði Rúnar. Að hans mati vantar ýmislegt upp á í íslensku sókninni. „Mér finnst sóknarleikurinn ekki vera nógu góður. Hann er of staður. Ég held að það sé deginum ljósara að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] sé ekki búinn að ná fyrri styrk. Það er alveg á hreinu. Menn sjá það og bíða flatari á hann. Hann er ekkert að fara að skjóta fyrir utan sex metrana og þetta verður erfiðara gegn betri andstæðingum því Svartfjallaland spilaði alls ekki góða vörn. Þetta var eiginlega veisla en við náðum ekki að nýta okkur það.“ Rúnar hefur ekki séð mikla breytingu á leik íslenska liðsins frá síðustu mótum. „Það er ekki enn allt að smella hjá okkur, því miður. Þetta er sami grauturinn í annarri skál. Þetta er bara framhald frá síðustu mótum. Við verðum að fara að skipta um gír,“ sagði Rúnar. Þrátt fyrir misjafna spilamennsku það sem af er móti býst Rúnar við því að íslenska liðið fari áfram í milliriðla. „Ég held að við förum áfram. Það kemur bara næsti leikur og það er alveg hægt að byrja upp á nýtt. Ég held að við séum ekki að spila mikið verr en þetta. Kannski jafn illa en ekki verr,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Ísland vann Svartfjallaland með minnsta mun, 30-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í gær. Íslendingar eru með þrjú stig í C-riðli og mæta Ungverjum í lokaumferð riðlakeppninnar annað kvöld. Ísland þarf að vinna leikinn til að fara með tvö stig inn í milliriðla. Rúnar fylgdist vel með leiknum gegn Svartfjallalandi í gær og gaf strákunum í hlaðvarpinu Besta sætið skýrslu um hann. „Ég sá æsispennandi leik. Það er fyrir öllu að við unnum leik. Það er það sem maður tekur út úr þessu. Það er það sem skiptir mestu máli. Allt annað er hægt að spekúlera um. En ég held að allir hafi vonast eftir og reiknað með betri leik en við sýndum,“ sagði Rúnar. Að hans mati vantar ýmislegt upp á í íslensku sókninni. „Mér finnst sóknarleikurinn ekki vera nógu góður. Hann er of staður. Ég held að það sé deginum ljósara að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] sé ekki búinn að ná fyrri styrk. Það er alveg á hreinu. Menn sjá það og bíða flatari á hann. Hann er ekkert að fara að skjóta fyrir utan sex metrana og þetta verður erfiðara gegn betri andstæðingum því Svartfjallaland spilaði alls ekki góða vörn. Þetta var eiginlega veisla en við náðum ekki að nýta okkur það.“ Rúnar hefur ekki séð mikla breytingu á leik íslenska liðsins frá síðustu mótum. „Það er ekki enn allt að smella hjá okkur, því miður. Þetta er sami grauturinn í annarri skál. Þetta er bara framhald frá síðustu mótum. Við verðum að fara að skipta um gír,“ sagði Rúnar. Þrátt fyrir misjafna spilamennsku það sem af er móti býst Rúnar við því að íslenska liðið fari áfram í milliriðla. „Ég held að við förum áfram. Það kemur bara næsti leikur og það er alveg hægt að byrja upp á nýtt. Ég held að við séum ekki að spila mikið verr en þetta. Kannski jafn illa en ekki verr,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir „Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
„Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. 15. janúar 2024 08:01
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti