„Hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2024 08:01 Aron, Janus og Björgvin að vonum sáttir með úrslitin í gærkvöldi. vísir/vilhelm Ísland vann Svartfjallaland 31-30 á EM í handbolta í Munchen í gær. Tæpara mátti það ekki standa og var leikurinn gerður upp í hlaðvarpinu Besta sætið í gærkvöldi. „Mér fannst við byrja þennan leik nokkuð vel. Vörnin var lengi framan af bara góð, við vorum með markvörslu. Línumannstaðan, sem menn hafa haft áhyggjur af, var í lagi og Elliði var með góðar rykkingar og Arnar Freyr kemur flottur inn. Og við vorum að koma boltanum vel niður í hornin og ég held að Óðinn hafi fengið boltann í horninu fjórum sinnum á fyrstu fimm mínútunum, en skoraði bara eitt mark. Boltinn var að ganga vel en við náðum bara ekki að skora,“ segir Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Hann ræddi eins marks sigur Íslands gegn Svartfellingum í öðrum leik landsliðsins á EM í Þýskalandi. Liðið er með þrjú stig í riðlinum eftir jafntefli við Serba í fyrsta leik og sigur í gær. Þjálfararnir Bjarni Fritzson og Einar Jónsson mættu einnig í hlaðvarpið og ræddi sigurinn í gær. Gísli ekki klár „Það sem mér finnst vera að er að mér finnst sóknarleikur liðsins ekki vera góður, og of staður. Ég held að það sé alveg deginum ljósara að Gísli Þorgeir er ekki búinn að ná fyrri styrk. Og menn eru að sjá það og bíða flatari á hann, því hann er ekki að skjóta fyrir utan sex metrana. Þetta verður mun erfiðara á móti betri andstæðingum,“ segir Rúnar. „Við nýtum okkur þeirra klaufaskap og það var svo sem vel gert að vinna leikinn. En við hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki,“ segir Einar Jónsson en Ungverjar unnu Serba í riðlinum í kvöld. Staðan er því þannig að í leiknum gegn Ungverjum á þriðjudaginn förum við með fullt hús stiga í milliriðilinn og vinnum riðilinn. Tap, þá gætum við verið á leiðinni heim. Hér að neðan má hlusta á Besta sætið í heild sinni. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
„Mér fannst við byrja þennan leik nokkuð vel. Vörnin var lengi framan af bara góð, við vorum með markvörslu. Línumannstaðan, sem menn hafa haft áhyggjur af, var í lagi og Elliði var með góðar rykkingar og Arnar Freyr kemur flottur inn. Og við vorum að koma boltanum vel niður í hornin og ég held að Óðinn hafi fengið boltann í horninu fjórum sinnum á fyrstu fimm mínútunum, en skoraði bara eitt mark. Boltinn var að ganga vel en við náðum bara ekki að skora,“ segir Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Hann ræddi eins marks sigur Íslands gegn Svartfellingum í öðrum leik landsliðsins á EM í Þýskalandi. Liðið er með þrjú stig í riðlinum eftir jafntefli við Serba í fyrsta leik og sigur í gær. Þjálfararnir Bjarni Fritzson og Einar Jónsson mættu einnig í hlaðvarpið og ræddi sigurinn í gær. Gísli ekki klár „Það sem mér finnst vera að er að mér finnst sóknarleikur liðsins ekki vera góður, og of staður. Ég held að það sé alveg deginum ljósara að Gísli Þorgeir er ekki búinn að ná fyrri styrk. Og menn eru að sjá það og bíða flatari á hann, því hann er ekki að skjóta fyrir utan sex metrana. Þetta verður mun erfiðara á móti betri andstæðingum,“ segir Rúnar. „Við nýtum okkur þeirra klaufaskap og það var svo sem vel gert að vinna leikinn. En við hefðum svo auðveldlega getað verið með núll stig eftir þessa tvo leiki,“ segir Einar Jónsson en Ungverjar unnu Serba í riðlinum í kvöld. Staðan er því þannig að í leiknum gegn Ungverjum á þriðjudaginn förum við með fullt hús stiga í milliriðilinn og vinnum riðilinn. Tap, þá gætum við verið á leiðinni heim. Hér að neðan má hlusta á Besta sætið í heild sinni.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira