„Einar er ógeðslega góður í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 13:01 Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk úr sjö skotum gegn Serbum og þar á meðal jöfnunarmarkið í lok leiks. VÍSIR/VILHELM „Það er mikið af skyttum þarna og þeir eru stórir og þungir,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins, um Svartfellingana sem Ísland þarf að eiga við á EM í handbolta í dag. Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu á föstudaginn en Svartfellingar töpuðu afar naumlega gegn Ungverjum. Íslandi veitir því ekki af sigri í dag fyrir uppgjörið við Ungverja á þriðjudaginn, en aðeins tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil í Köln. „Við þurfum að keyra upp tempóið [í dag], eins og gegn Serbum, og reyna að komast út í þessar skyttur til að stoppa þær. Þeir eru ekki alveg eins góðir „maður á mann“, eins og nokkrir af Serbunum. Við þurfum að keyra upp tempóið og fá þessi auðveldu mörk sem munar um. Við vitum að þeir [Svartfellingar] skoða leikinn við Serba og sjá hvað þeim gekk vel að vera mjög þéttir. Þeir munu örugglega reyna að gera það sama. Við þurfum að skoða það og hvernig við getum náð þeim aðeins lengra í burtu. Við vitum að við getum betur, og við munum gera betur,“ sagði Sigvaldi. Klippa: Sigvaldi vill auðveld mörk í dag Sigvaldi er þakklátur fyrir stuðninginn sem þúsundir Íslendinga færa strákunum okkar í München, en óhætt er að segja að þeir hafi yfirgnægt aðra í Ólympíuhöllinni. „Það er alltaf geggjað að vera með þennan stuðning. Við fórum inn í upphitunina og þá þegar var fólk að syngja og tralla, og svo bara að heyra þjóðsönginn og allt þetta… Þetta er bara sturlað.“ „Þetta var bara kaos“ Viðtalið var tekið upp fyrir æfingu landsliðsins í gær, daginn eftir jafnteflið við Serba, og ekki annað hægt en að spyrja Sigvalda út í lokaandartök leiksins en hann skoraði jöfnunarmark Íslands í lokin. „Þetta var bara kaos. Einar [Þorsteinn Ólafsson] kom inn og er ógeðslega góður í þessu. Vera að trufla og reyna að stela boltanum. Hann stal eiginlega boltanum strax og hann kom inn, en þeir fengu fríkast. Svo kom Ronni [Aron Pálmarsson] með þetta mark og enn 20 sekúndur eftir. Það voru allir í sama gæjanum að reyna að fá boltann, og ég hljóp bara fram og treysti á að ég fengi boltann,“ sagði Sigvaldi en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30 „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu á föstudaginn en Svartfellingar töpuðu afar naumlega gegn Ungverjum. Íslandi veitir því ekki af sigri í dag fyrir uppgjörið við Ungverja á þriðjudaginn, en aðeins tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil í Köln. „Við þurfum að keyra upp tempóið [í dag], eins og gegn Serbum, og reyna að komast út í þessar skyttur til að stoppa þær. Þeir eru ekki alveg eins góðir „maður á mann“, eins og nokkrir af Serbunum. Við þurfum að keyra upp tempóið og fá þessi auðveldu mörk sem munar um. Við vitum að þeir [Svartfellingar] skoða leikinn við Serba og sjá hvað þeim gekk vel að vera mjög þéttir. Þeir munu örugglega reyna að gera það sama. Við þurfum að skoða það og hvernig við getum náð þeim aðeins lengra í burtu. Við vitum að við getum betur, og við munum gera betur,“ sagði Sigvaldi. Klippa: Sigvaldi vill auðveld mörk í dag Sigvaldi er þakklátur fyrir stuðninginn sem þúsundir Íslendinga færa strákunum okkar í München, en óhætt er að segja að þeir hafi yfirgnægt aðra í Ólympíuhöllinni. „Það er alltaf geggjað að vera með þennan stuðning. Við fórum inn í upphitunina og þá þegar var fólk að syngja og tralla, og svo bara að heyra þjóðsönginn og allt þetta… Þetta er bara sturlað.“ „Þetta var bara kaos“ Viðtalið var tekið upp fyrir æfingu landsliðsins í gær, daginn eftir jafnteflið við Serba, og ekki annað hægt en að spyrja Sigvalda út í lokaandartök leiksins en hann skoraði jöfnunarmark Íslands í lokin. „Þetta var bara kaos. Einar [Þorsteinn Ólafsson] kom inn og er ógeðslega góður í þessu. Vera að trufla og reyna að stela boltanum. Hann stal eiginlega boltanum strax og hann kom inn, en þeir fengu fríkast. Svo kom Ronni [Aron Pálmarsson] með þetta mark og enn 20 sekúndur eftir. Það voru allir í sama gæjanum að reyna að fá boltann, og ég hljóp bara fram og treysti á að ég fengi boltann,“ sagði Sigvaldi en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30 „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30
„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00
„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00