„Erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2024 19:09 Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn. Vísir/Vilhelm „Mér líður ágætlega úr því sem komið var. Held að við verðum að vera glaðir með þetta eina stig,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik liðanna á EM. Ísland gerði jafntefli við Serbíu í leik sem erfitt er að setja í orð. Sóknarleikur Íslands hrökk aldrei í gírinn og var Serbía yfir þegar leikurinn var svo gott sem búinn. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst strákunum okkar að skora tvö mörk í blálokin og tryggja sér stig sem virtist ekki vera möguleiki, lokatölur 27-27. „Þetta leik ekkert frábærlega út. Við erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega. Vörnin og markvarslan dettur svo niður í seinni hálfleik og þá ná þeir þessu forskoti,“ bætti Snorri Steinn við um leikinn og hélt áfram. „Ég ætla líka að hrósa leikmönnunum. Það er meira en að segja það að snúa svona leik við og ná þessu stigi. Getur skipt öllu máli fyrir okkur, tilfinningin allt önnur en ef við hefðum tapað. Breytir því ekki að við þurfum að kíkja í eigin barm og vera heiðarlegir með að við vorum að ströggla sóknarlega. Serbar samt frábærir í dag, spiluðu dúndur vörn og eru með frábæran markmann.“ „Ég var mjög glaður með varnarleikinn og markvörsluna, lögðum áherslu á það – kannski full mikla áherslu. Hélt kannski að það væri meiri hausverkur heldur en hitt. Mögulega var þetta afraksturinn eða einfaldlega rangt metið hjá mér. Klárlega eitthvað sem við þurfum að laga, sérstaklega sóknarlega.“ „Ég á inni fullt af leikmönnum, gleymið því ekki. Menn geta líka spilað betur og ég hef fulla trú á því að það gerist,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi á sunnudag, 14. janúar. Klippa: Snorri Steinn eftir Serbíuleikinn Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Serbíu í leik sem erfitt er að setja í orð. Sóknarleikur Íslands hrökk aldrei í gírinn og var Serbía yfir þegar leikurinn var svo gott sem búinn. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst strákunum okkar að skora tvö mörk í blálokin og tryggja sér stig sem virtist ekki vera möguleiki, lokatölur 27-27. „Þetta leik ekkert frábærlega út. Við erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega. Vörnin og markvarslan dettur svo niður í seinni hálfleik og þá ná þeir þessu forskoti,“ bætti Snorri Steinn við um leikinn og hélt áfram. „Ég ætla líka að hrósa leikmönnunum. Það er meira en að segja það að snúa svona leik við og ná þessu stigi. Getur skipt öllu máli fyrir okkur, tilfinningin allt önnur en ef við hefðum tapað. Breytir því ekki að við þurfum að kíkja í eigin barm og vera heiðarlegir með að við vorum að ströggla sóknarlega. Serbar samt frábærir í dag, spiluðu dúndur vörn og eru með frábæran markmann.“ „Ég var mjög glaður með varnarleikinn og markvörsluna, lögðum áherslu á það – kannski full mikla áherslu. Hélt kannski að það væri meiri hausverkur heldur en hitt. Mögulega var þetta afraksturinn eða einfaldlega rangt metið hjá mér. Klárlega eitthvað sem við þurfum að laga, sérstaklega sóknarlega.“ „Ég á inni fullt af leikmönnum, gleymið því ekki. Menn geta líka spilað betur og ég hef fulla trú á því að það gerist,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi á sunnudag, 14. janúar. Klippa: Snorri Steinn eftir Serbíuleikinn
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira