„Held að ég sé góður í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson sýndi skemmtileg svipbrigði í fótboltaupphitun landsliðsins á æfingu í gær. Hann segir mikilvægt að hafa léttan anda í aðdraganda móts sem vonandi verði langt og strangt. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að undirbúa leikmenn sína eins og best hann getur fyrir leikinn við Serbíu í dag, sinn fyrsta leik sem þjálfari á stórmóti í handbolta. Hann forðast þó að drekkja mönnum í upplýsingum. „Mér finnst þetta bara mjög náttúrulegt og mér líður bara vel með þetta. Finnst þetta alls ekki yfirþyrmandi og held að ég sé bara góður í þessu. Það kemur þá bara í ljós [í dag], eins og gengur og gerist. Fókusinn og löngunin í að standa sig vel er sterkara heldur en hitt,“ sagði Snorri á æfingu landsliðsins í gær. Á þeirri æfingu, rúmum sólarhring fyrir leikinn mikilvæga við Serba, var sá létti andi sem Snorri vill að sé til staðar þegar það á við, þó að hann væri ekki endilega hrifinn af lagavali leikmanna sinna. Andinn sé góður: „Já, og ég skynjaði það svo sem bara líka þegar ég kom inn. Auðvitað á þetta bara að vera þannig. Ég þekki þetta bara svona, það á að vera gaman. Vonandi verður þetta langt og strangt mót hjá okkur, og það verða alveg þyngsli. Það er alveg brekka að vera saman í tæpan mánuð, svo það er eins gott að það sé létt yfir þessu svona rétt fyrir fyrsta leik,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri einbeittur fyrir fyrsta leik á EM Getur ekki drekkt mönnum í upplýsingum Leikurinn við Serba er algjör lykilleikur upp á framhaldið hjá Íslandi og Snorri hefur haldið nóg af vídjófundum til að undirbúa sína menn: „Já, já. Við byrjuðum snemma að leggja inn, strax heima á Íslandi þegar undirbúningurinn byrjaði. Við reyndum svolítið að miða allt við þennan leik við Serba, án þess að fara neitt fram úr okkur í því. Það er eitt og annað sem þarf að skoða hjá þeim. Þeir eru fjölbreyttir og margt sem þarf að varast. En þú getur ekki alveg drekkt mönnum í upplýsingum. Þeir þurfa að vera fókuseraðir, láta þetta allt sinka inn og undirbúa sig vel. Svo snýst þetta allt um að gera hlutina á leikdegi,“ sagði Snorri en hvað vill hann sjá frá sínu liði í dag? Vill að það sé mikið af mörkum „Ég vona að við náum upp okkar leik. Ég vil að það sé hraði og dínamík, og að við séum beinskeyttir. Að það sé þungur sóknarbolti í gangi án þess að það eigi að bitna á varnarleiknum. Ég hef aldrei farið í felur með það að ég vil skora mikið af mörkum, að það séu mörk í mínum leikjum. Það er lykilatriði að við náum upp okkar leik en við þurfum að vera á varðbergi með að einhvern tímann kemur það til með að hiksta eða klikka, og þá þurfum við að geta brugðist við því.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Fleiri fréttir HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Sjá meira
„Mér finnst þetta bara mjög náttúrulegt og mér líður bara vel með þetta. Finnst þetta alls ekki yfirþyrmandi og held að ég sé bara góður í þessu. Það kemur þá bara í ljós [í dag], eins og gengur og gerist. Fókusinn og löngunin í að standa sig vel er sterkara heldur en hitt,“ sagði Snorri á æfingu landsliðsins í gær. Á þeirri æfingu, rúmum sólarhring fyrir leikinn mikilvæga við Serba, var sá létti andi sem Snorri vill að sé til staðar þegar það á við, þó að hann væri ekki endilega hrifinn af lagavali leikmanna sinna. Andinn sé góður: „Já, og ég skynjaði það svo sem bara líka þegar ég kom inn. Auðvitað á þetta bara að vera þannig. Ég þekki þetta bara svona, það á að vera gaman. Vonandi verður þetta langt og strangt mót hjá okkur, og það verða alveg þyngsli. Það er alveg brekka að vera saman í tæpan mánuð, svo það er eins gott að það sé létt yfir þessu svona rétt fyrir fyrsta leik,“ sagði Snorri. Klippa: Snorri einbeittur fyrir fyrsta leik á EM Getur ekki drekkt mönnum í upplýsingum Leikurinn við Serba er algjör lykilleikur upp á framhaldið hjá Íslandi og Snorri hefur haldið nóg af vídjófundum til að undirbúa sína menn: „Já, já. Við byrjuðum snemma að leggja inn, strax heima á Íslandi þegar undirbúningurinn byrjaði. Við reyndum svolítið að miða allt við þennan leik við Serba, án þess að fara neitt fram úr okkur í því. Það er eitt og annað sem þarf að skoða hjá þeim. Þeir eru fjölbreyttir og margt sem þarf að varast. En þú getur ekki alveg drekkt mönnum í upplýsingum. Þeir þurfa að vera fókuseraðir, láta þetta allt sinka inn og undirbúa sig vel. Svo snýst þetta allt um að gera hlutina á leikdegi,“ sagði Snorri en hvað vill hann sjá frá sínu liði í dag? Vill að það sé mikið af mörkum „Ég vona að við náum upp okkar leik. Ég vil að það sé hraði og dínamík, og að við séum beinskeyttir. Að það sé þungur sóknarbolti í gangi án þess að það eigi að bitna á varnarleiknum. Ég hef aldrei farið í felur með það að ég vil skora mikið af mörkum, að það séu mörk í mínum leikjum. Það er lykilatriði að við náum upp okkar leik en við þurfum að vera á varðbergi með að einhvern tímann kemur það til með að hiksta eða klikka, og þá þurfum við að geta brugðist við því.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Fleiri fréttir HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Sjá meira