Viðskipti innlent

Bein út­sending: Skattadagurinn 2024

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skattadagurinn er í dag. 
Skattadagurinn er í dag.  Vísir/Vilhelm

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram í dag klukkan hálf níu í Silfurbergi í Hörpu.

Skattadagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2004. „Mjög góð þátttaka hefur verið á viðburðinn og ljóst er að Skattadagurinn hefur fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni,“ segir í tilkynningu. 

Hér að neðan má sjá viðburðinn í beinu streymi.

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður á málefnasviði Samtaka atvinnulífsins fer með fundarstjórn. Ræðumenn fundarins eru eftirfarandi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra fer með opnunarávarp.

Haraldur Ingi Birgisson meðeigandi og lögmaður hjá Deloitte Legal fer með erindið Skattalagabreytingar og skattaframkvæmd - hvað er að frétta?

Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins fer með erindið Erlend fjárfesting - nei takk.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir meðeigandi og lögmaður hjá Deloitte Legal fer með erindið Marka þarf stefnu varðandi umhverfisskatta og grænar ívilnanir. 

María Guðjónsdóttir lögfræðingur Viðskiptaráðs fer með erindið Vandað til verka: Er fyrirsjáanleiki í álagningu opinberra gjalda?

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×