Viðskipti innlent

Sala á Degi ein­hleypra hrynur

Jakob Bjarnar skrifar
Magnús Sigurbjörnsson er forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar verslunarinnar.
Magnús Sigurbjörnsson er forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar verslunarinnar. vísir/vilhelm

Neytendur horfðu lítið sem ekkert til Dags einhleypra (e. Singles Day) þegar þeir versluðu jólagjafir þetta árið.

Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Salan hrundi.

„Netverslun á Singles Day dróst saman um tæp 40% í netverslun á milli ára. Þá var samdrátturinn tæp 16% í verslun,“ segir í tilkynningu frá samtökunum

Þar á bæ telja menn líklega skýringu þá að dagurinn hitti á laugardag í ár en hann er fastsettur 11. nóvember á hverju ári. Íslendingar virðast hafa verið meira til í að strauja kortið sitt á föstudeginum en á sjálfum Degi einhleypra.

Rannsóknarsetur verslunarinnar

„Heildarnetverslun á Singles Day nam 984 milljónum króna en á föstudeginum fyrir Singles Day nam heildarnetverslun 1,02 milljarði króna. Þá var netverslun á Singles Day árið 2022 1,6 milljarður króna.“

Hins vegar eru vinsældir hins Svarta föstudags að aukast og telst hann nú langvinsælasti afsláttardagur nóvembermánaðar.

„Jókst netverslun á Black Friday um 23% og almenn verslun um 11,5%. Heildarvelta dagsins nemur 5,3 milljörðum króna og þar af 1,15 milljarðar í netverslun.“

Stafrænn mánudagur, eða Cyber Monday, er eilítið að sækja í sig veðrið en heildarvelta á þeim degi er 3,9 milljarðar króna og þar af 920 milljónir króna í netverslun. „Netverslun á Cyber Monday eykst um 4% á milli ára en um 20% í almennri verslun.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×