Ísland gegn þjóðarmorði Lea María Lemarquis og Ingólfur Gíslason skrifa 9. janúar 2024 06:00 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þann 29. desember síðastliðinn hóf Suður Afríka málaferli gegn Ísraelsríki við Alþjóðadómstólinn í Haag fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Hópmorð er lagalegt hugtak sem er samheiti orðsins þjóðarmorð. Efni málsóknarinnar Í málsókn Suður Afríku má finna ótal tilvísanir í gögn sem sýna fram á ásetning stjórnar Ísraelsríkis til að fremja þjóðarmorð. Þar má nefna opinberar yfirlýsingar af hálfu forsætisráðherrans, Benjamin Netanyahu, forsetans, Isaac Herzog, og annarra háttsettra stjórnmálamanna, embættismanna og talsfólks hersins í Ísrael. Í málsókninni er einnig að finna ítarlegar lýsingar á hryllilegum glæpum Ísraelshers á Gaza og mat stofnanna á borð við Barnahjálp SÞ (UNICEF), Mannúðarskrifstofu SÞ, Friðaráætlun SÞ (UNRWA), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), sérstaka skýrslugjafa SÞ (special rapporteurs) og rannsóknarsendinefndir SÞ (fact-finding missions) á ástandinu á Gaza og framferði Ísraelsríkis þar. Niðurstöður þessara stofnanna leiða allar að sömu ályktun. Þær benda í stuttu máli til þess að Ísraelsríki sé ekki eingöngu að drepa Palestínumenn í stórum stíl, þar á meðal börn, og valda þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, heldur einnig að þröngva Palestínumönnum af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að eyðingu þeirra. Með öðrum orðum að fremja hópmorð í skilningi alþjóðalaga. Málsókn Suður Afríku hefur verið birt í 84 blaðsíðna skjali sem er skýrt og skiljanlegt fyrir enskumælandi lesendur. Það er að finna hér. Rétt er að benda á að málið snýst ekki um að dæma Ísrael fyrir þjóðarmorð að svo stöddu heldur fyrst og fremst að vernda Palestínumenn frá yfirvofandi og óbætanlegu tjóni. Í málaskjalinu bendir Suður Afríka á að það sé skylda allra ríkja að grípa til allra raunhæfra aðgerða sem eru á þeirra valdi til þess að stöðva þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag tekur bindandi ákvarðanir um skyldur ríkja og niðurstaðan getur haft gríðarleg áhrif og virkað sem eins konar lögbann á yfirstandandi aðgerðum Ísraelshers. Það mun svo taka lengri tíma að skera endanlega úr um brot Ísraels á sáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Stefna og aðgerðir Íslands Í áramótaávarpi ræddi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um “skelfilegar árásir ísraelska hersins á Gaza” og við tökum undir orð hennar um að “örlög fólks á stríðssvæðum heimsins skipta okkur máli, fólk sem býr við hungur, sjúkdóma og er hrakið frá heimili sínum kemur okkur við og okkur ber að styðja við og hjálpa þar sem við getum lagt gott til.” Með því að taka undir málsókn Suður Afríku myndum við leggja gott til. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar hafa vissulega verið aukin en auknar fjárhæðir til neyðaraðstoðar duga skammt þegar drápin halda áfram og innflutningur á nauðsynjavörum er vísvitandi stöðvaður. Árásirnar á Gaza koma einnig við sögu í grein utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. desember. Þar er fullyrt að Ísland hafi frá upphafi beitt sér af krafti á alþjóðlegum vettvangi (þó svo að Ísland hafi setið hjá í fyrstu atkvæðagreiðslu SÞ um vopnahlé). „Ákallið er skýrt um vopnahlé, óheft aðgengi neyðaraðstoðar, tafarlausa lausn gísla Hamas og virðingu við alþjóðalög.“ Í ljósi vilja ríkisstjórnarinnar til þess að vernda stríðshrjáða íbúa Gaza og koma á vopnahléi og í ljósi skyldu ríkja að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir hópmorð krefjumst við þess að íslensk stjórnvöld leggi stuðning sinn við málsókn Suður Afríku gegn Ísrael við Alþjóðadómstólinn. Nú þegar hafa Malasía, Tyrkland og Jórdanía stutt málsóknina opinberlega. Samtök um íslamska samvinnu, OIC, sem telja 57 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út yfirlýsingu þar sem henni er fagnað. Réttarhöld hefjast á fimmtudaginn 11. janúar í Haag og verður streymt á vefsíðu Alþjóðadómstólsins. Íslendingar eru friðelskandi þjóð og við viljum reka utanríkisstefnu með frið og mannúð að leiðarljósi. Þessi sögulegu réttarhöld gætu haft veruleg áhrif til að stöðva þá óbærilegu glæpi sem lýst er í málsókninni og bjargað lífi þeirra sem enn lifa í yfirstandandi þjóðarmorði. Við skorum á forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að Ísland styðji málsókn Suður Afríku. Lea María er eðlisfræðikennari og Ingólfur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þann 29. desember síðastliðinn hóf Suður Afríka málaferli gegn Ísraelsríki við Alþjóðadómstólinn í Haag fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Hópmorð er lagalegt hugtak sem er samheiti orðsins þjóðarmorð. Efni málsóknarinnar Í málsókn Suður Afríku má finna ótal tilvísanir í gögn sem sýna fram á ásetning stjórnar Ísraelsríkis til að fremja þjóðarmorð. Þar má nefna opinberar yfirlýsingar af hálfu forsætisráðherrans, Benjamin Netanyahu, forsetans, Isaac Herzog, og annarra háttsettra stjórnmálamanna, embættismanna og talsfólks hersins í Ísrael. Í málsókninni er einnig að finna ítarlegar lýsingar á hryllilegum glæpum Ísraelshers á Gaza og mat stofnanna á borð við Barnahjálp SÞ (UNICEF), Mannúðarskrifstofu SÞ, Friðaráætlun SÞ (UNRWA), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), sérstaka skýrslugjafa SÞ (special rapporteurs) og rannsóknarsendinefndir SÞ (fact-finding missions) á ástandinu á Gaza og framferði Ísraelsríkis þar. Niðurstöður þessara stofnanna leiða allar að sömu ályktun. Þær benda í stuttu máli til þess að Ísraelsríki sé ekki eingöngu að drepa Palestínumenn í stórum stíl, þar á meðal börn, og valda þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, heldur einnig að þröngva Palestínumönnum af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að eyðingu þeirra. Með öðrum orðum að fremja hópmorð í skilningi alþjóðalaga. Málsókn Suður Afríku hefur verið birt í 84 blaðsíðna skjali sem er skýrt og skiljanlegt fyrir enskumælandi lesendur. Það er að finna hér. Rétt er að benda á að málið snýst ekki um að dæma Ísrael fyrir þjóðarmorð að svo stöddu heldur fyrst og fremst að vernda Palestínumenn frá yfirvofandi og óbætanlegu tjóni. Í málaskjalinu bendir Suður Afríka á að það sé skylda allra ríkja að grípa til allra raunhæfra aðgerða sem eru á þeirra valdi til þess að stöðva þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag tekur bindandi ákvarðanir um skyldur ríkja og niðurstaðan getur haft gríðarleg áhrif og virkað sem eins konar lögbann á yfirstandandi aðgerðum Ísraelshers. Það mun svo taka lengri tíma að skera endanlega úr um brot Ísraels á sáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Stefna og aðgerðir Íslands Í áramótaávarpi ræddi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um “skelfilegar árásir ísraelska hersins á Gaza” og við tökum undir orð hennar um að “örlög fólks á stríðssvæðum heimsins skipta okkur máli, fólk sem býr við hungur, sjúkdóma og er hrakið frá heimili sínum kemur okkur við og okkur ber að styðja við og hjálpa þar sem við getum lagt gott til.” Með því að taka undir málsókn Suður Afríku myndum við leggja gott til. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar hafa vissulega verið aukin en auknar fjárhæðir til neyðaraðstoðar duga skammt þegar drápin halda áfram og innflutningur á nauðsynjavörum er vísvitandi stöðvaður. Árásirnar á Gaza koma einnig við sögu í grein utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. desember. Þar er fullyrt að Ísland hafi frá upphafi beitt sér af krafti á alþjóðlegum vettvangi (þó svo að Ísland hafi setið hjá í fyrstu atkvæðagreiðslu SÞ um vopnahlé). „Ákallið er skýrt um vopnahlé, óheft aðgengi neyðaraðstoðar, tafarlausa lausn gísla Hamas og virðingu við alþjóðalög.“ Í ljósi vilja ríkisstjórnarinnar til þess að vernda stríðshrjáða íbúa Gaza og koma á vopnahléi og í ljósi skyldu ríkja að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir hópmorð krefjumst við þess að íslensk stjórnvöld leggi stuðning sinn við málsókn Suður Afríku gegn Ísrael við Alþjóðadómstólinn. Nú þegar hafa Malasía, Tyrkland og Jórdanía stutt málsóknina opinberlega. Samtök um íslamska samvinnu, OIC, sem telja 57 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út yfirlýsingu þar sem henni er fagnað. Réttarhöld hefjast á fimmtudaginn 11. janúar í Haag og verður streymt á vefsíðu Alþjóðadómstólsins. Íslendingar eru friðelskandi þjóð og við viljum reka utanríkisstefnu með frið og mannúð að leiðarljósi. Þessi sögulegu réttarhöld gætu haft veruleg áhrif til að stöðva þá óbærilegu glæpi sem lýst er í málsókninni og bjargað lífi þeirra sem enn lifa í yfirstandandi þjóðarmorði. Við skorum á forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að Ísland styðji málsókn Suður Afríku. Lea María er eðlisfræðikennari og Ingólfur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun