Ísland gegn þjóðarmorði Lea María Lemarquis og Ingólfur Gíslason skrifa 9. janúar 2024 06:00 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þann 29. desember síðastliðinn hóf Suður Afríka málaferli gegn Ísraelsríki við Alþjóðadómstólinn í Haag fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Hópmorð er lagalegt hugtak sem er samheiti orðsins þjóðarmorð. Efni málsóknarinnar Í málsókn Suður Afríku má finna ótal tilvísanir í gögn sem sýna fram á ásetning stjórnar Ísraelsríkis til að fremja þjóðarmorð. Þar má nefna opinberar yfirlýsingar af hálfu forsætisráðherrans, Benjamin Netanyahu, forsetans, Isaac Herzog, og annarra háttsettra stjórnmálamanna, embættismanna og talsfólks hersins í Ísrael. Í málsókninni er einnig að finna ítarlegar lýsingar á hryllilegum glæpum Ísraelshers á Gaza og mat stofnanna á borð við Barnahjálp SÞ (UNICEF), Mannúðarskrifstofu SÞ, Friðaráætlun SÞ (UNRWA), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), sérstaka skýrslugjafa SÞ (special rapporteurs) og rannsóknarsendinefndir SÞ (fact-finding missions) á ástandinu á Gaza og framferði Ísraelsríkis þar. Niðurstöður þessara stofnanna leiða allar að sömu ályktun. Þær benda í stuttu máli til þess að Ísraelsríki sé ekki eingöngu að drepa Palestínumenn í stórum stíl, þar á meðal börn, og valda þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, heldur einnig að þröngva Palestínumönnum af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að eyðingu þeirra. Með öðrum orðum að fremja hópmorð í skilningi alþjóðalaga. Málsókn Suður Afríku hefur verið birt í 84 blaðsíðna skjali sem er skýrt og skiljanlegt fyrir enskumælandi lesendur. Það er að finna hér. Rétt er að benda á að málið snýst ekki um að dæma Ísrael fyrir þjóðarmorð að svo stöddu heldur fyrst og fremst að vernda Palestínumenn frá yfirvofandi og óbætanlegu tjóni. Í málaskjalinu bendir Suður Afríka á að það sé skylda allra ríkja að grípa til allra raunhæfra aðgerða sem eru á þeirra valdi til þess að stöðva þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag tekur bindandi ákvarðanir um skyldur ríkja og niðurstaðan getur haft gríðarleg áhrif og virkað sem eins konar lögbann á yfirstandandi aðgerðum Ísraelshers. Það mun svo taka lengri tíma að skera endanlega úr um brot Ísraels á sáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Stefna og aðgerðir Íslands Í áramótaávarpi ræddi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um “skelfilegar árásir ísraelska hersins á Gaza” og við tökum undir orð hennar um að “örlög fólks á stríðssvæðum heimsins skipta okkur máli, fólk sem býr við hungur, sjúkdóma og er hrakið frá heimili sínum kemur okkur við og okkur ber að styðja við og hjálpa þar sem við getum lagt gott til.” Með því að taka undir málsókn Suður Afríku myndum við leggja gott til. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar hafa vissulega verið aukin en auknar fjárhæðir til neyðaraðstoðar duga skammt þegar drápin halda áfram og innflutningur á nauðsynjavörum er vísvitandi stöðvaður. Árásirnar á Gaza koma einnig við sögu í grein utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. desember. Þar er fullyrt að Ísland hafi frá upphafi beitt sér af krafti á alþjóðlegum vettvangi (þó svo að Ísland hafi setið hjá í fyrstu atkvæðagreiðslu SÞ um vopnahlé). „Ákallið er skýrt um vopnahlé, óheft aðgengi neyðaraðstoðar, tafarlausa lausn gísla Hamas og virðingu við alþjóðalög.“ Í ljósi vilja ríkisstjórnarinnar til þess að vernda stríðshrjáða íbúa Gaza og koma á vopnahléi og í ljósi skyldu ríkja að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir hópmorð krefjumst við þess að íslensk stjórnvöld leggi stuðning sinn við málsókn Suður Afríku gegn Ísrael við Alþjóðadómstólinn. Nú þegar hafa Malasía, Tyrkland og Jórdanía stutt málsóknina opinberlega. Samtök um íslamska samvinnu, OIC, sem telja 57 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út yfirlýsingu þar sem henni er fagnað. Réttarhöld hefjast á fimmtudaginn 11. janúar í Haag og verður streymt á vefsíðu Alþjóðadómstólsins. Íslendingar eru friðelskandi þjóð og við viljum reka utanríkisstefnu með frið og mannúð að leiðarljósi. Þessi sögulegu réttarhöld gætu haft veruleg áhrif til að stöðva þá óbærilegu glæpi sem lýst er í málsókninni og bjargað lífi þeirra sem enn lifa í yfirstandandi þjóðarmorði. Við skorum á forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að Ísland styðji málsókn Suður Afríku. Lea María er eðlisfræðikennari og Ingólfur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þann 29. desember síðastliðinn hóf Suður Afríka málaferli gegn Ísraelsríki við Alþjóðadómstólinn í Haag fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Hópmorð er lagalegt hugtak sem er samheiti orðsins þjóðarmorð. Efni málsóknarinnar Í málsókn Suður Afríku má finna ótal tilvísanir í gögn sem sýna fram á ásetning stjórnar Ísraelsríkis til að fremja þjóðarmorð. Þar má nefna opinberar yfirlýsingar af hálfu forsætisráðherrans, Benjamin Netanyahu, forsetans, Isaac Herzog, og annarra háttsettra stjórnmálamanna, embættismanna og talsfólks hersins í Ísrael. Í málsókninni er einnig að finna ítarlegar lýsingar á hryllilegum glæpum Ísraelshers á Gaza og mat stofnanna á borð við Barnahjálp SÞ (UNICEF), Mannúðarskrifstofu SÞ, Friðaráætlun SÞ (UNRWA), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Mannréttindastofnun SÞ (OHCHR), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), sérstaka skýrslugjafa SÞ (special rapporteurs) og rannsóknarsendinefndir SÞ (fact-finding missions) á ástandinu á Gaza og framferði Ísraelsríkis þar. Niðurstöður þessara stofnanna leiða allar að sömu ályktun. Þær benda í stuttu máli til þess að Ísraelsríki sé ekki eingöngu að drepa Palestínumenn í stórum stíl, þar á meðal börn, og valda þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, heldur einnig að þröngva Palestínumönnum af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að eyðingu þeirra. Með öðrum orðum að fremja hópmorð í skilningi alþjóðalaga. Málsókn Suður Afríku hefur verið birt í 84 blaðsíðna skjali sem er skýrt og skiljanlegt fyrir enskumælandi lesendur. Það er að finna hér. Rétt er að benda á að málið snýst ekki um að dæma Ísrael fyrir þjóðarmorð að svo stöddu heldur fyrst og fremst að vernda Palestínumenn frá yfirvofandi og óbætanlegu tjóni. Í málaskjalinu bendir Suður Afríka á að það sé skylda allra ríkja að grípa til allra raunhæfra aðgerða sem eru á þeirra valdi til þess að stöðva þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag tekur bindandi ákvarðanir um skyldur ríkja og niðurstaðan getur haft gríðarleg áhrif og virkað sem eins konar lögbann á yfirstandandi aðgerðum Ísraelshers. Það mun svo taka lengri tíma að skera endanlega úr um brot Ísraels á sáttmála um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð. Stefna og aðgerðir Íslands Í áramótaávarpi ræddi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um “skelfilegar árásir ísraelska hersins á Gaza” og við tökum undir orð hennar um að “örlög fólks á stríðssvæðum heimsins skipta okkur máli, fólk sem býr við hungur, sjúkdóma og er hrakið frá heimili sínum kemur okkur við og okkur ber að styðja við og hjálpa þar sem við getum lagt gott til.” Með því að taka undir málsókn Suður Afríku myndum við leggja gott til. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar hafa vissulega verið aukin en auknar fjárhæðir til neyðaraðstoðar duga skammt þegar drápin halda áfram og innflutningur á nauðsynjavörum er vísvitandi stöðvaður. Árásirnar á Gaza koma einnig við sögu í grein utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. desember. Þar er fullyrt að Ísland hafi frá upphafi beitt sér af krafti á alþjóðlegum vettvangi (þó svo að Ísland hafi setið hjá í fyrstu atkvæðagreiðslu SÞ um vopnahlé). „Ákallið er skýrt um vopnahlé, óheft aðgengi neyðaraðstoðar, tafarlausa lausn gísla Hamas og virðingu við alþjóðalög.“ Í ljósi vilja ríkisstjórnarinnar til þess að vernda stríðshrjáða íbúa Gaza og koma á vopnahléi og í ljósi skyldu ríkja að beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir hópmorð krefjumst við þess að íslensk stjórnvöld leggi stuðning sinn við málsókn Suður Afríku gegn Ísrael við Alþjóðadómstólinn. Nú þegar hafa Malasía, Tyrkland og Jórdanía stutt málsóknina opinberlega. Samtök um íslamska samvinnu, OIC, sem telja 57 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út yfirlýsingu þar sem henni er fagnað. Réttarhöld hefjast á fimmtudaginn 11. janúar í Haag og verður streymt á vefsíðu Alþjóðadómstólsins. Íslendingar eru friðelskandi þjóð og við viljum reka utanríkisstefnu með frið og mannúð að leiðarljósi. Þessi sögulegu réttarhöld gætu haft veruleg áhrif til að stöðva þá óbærilegu glæpi sem lýst er í málsókninni og bjargað lífi þeirra sem enn lifa í yfirstandandi þjóðarmorði. Við skorum á forsætisráðherra og utanríkisráðherra að sjá til þess að Ísland styðji málsókn Suður Afríku. Lea María er eðlisfræðikennari og Ingólfur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar