Mennska og mannréttindi Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. janúar 2024 23:34 Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra. Sagan af Jesú frá jólum til páska er í grunninn valdgreining. Sagan hefst með veraldlegum valdshöfum við fæðingu Jesú, Heródesi konungi og Ágústusi keisara, og endar á pólitískum réttarhöldum og aftöku þegar Jesús er sendur á milli Pontíusar og Pílatusar. Biblíusögur eru best notaðar sem hjálpartæki til að setja okkur í spor þeirra sem við annars myndum ekki samsama okkur við, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru okkur framandi í uppruna eða vegna þess að reynsluheimur þeirra er eðlisólíkur okkar. Undanfarin jól hafa kirkjur um allan heim haldið því til haga að fjölskylda Jesú var á hrakhólum með nýfætt barn, þau voru flóttamenn í eiginlegum skilningi, ég þar á meðal. Ekki nægilega þó, segja leikarnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir, í jóla-ádeilu í herferð fyrir félagasamtökin Réttur barna á flótta þar sem hinn fyrnefndi í gervi starfsmanns útlendingastofnunar segir: „Sem betur fer, og það mega íslenskir prestar eiga, þeir eru ekki mikið að tala um þetta um jólin“. Kristin trú er pólitísk vegna þess að hún krefur fylgjendur sína að horfa aldrei framhjá mennskunni og gerir róttæka kröfu um samtöðu með öðrum, sérstaklega þeim sem standa okkur fjær í félagslegu tilliti. Það er erindi Biblíunnar í heild. Sögur hebresku Biblíunnar byrja á því að segja allt mannkyn tilheyra sömu fjölskyldu, erfðafræðin hefur staðfest það. Það þýðir að hælisleitendur sem hingað leita eru systur mínar og bræður. Í lagaákvæðum Mósebóka er að finna perlur á borð við kærleiksboðorðið „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (3M 19.18) og eftirfarandi texta: „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi“ (3M 19.33-34). Krafan er skýr, kallast í dag mannréttindi, en merkilegri þó er ástæðan sem er gefin: forfeður þínir voru eitt sinn í sömu aðstæðum og þú. Það eru ekki tvær aldir síðan fimmtungur Íslendinga flúði til Vesturheims undan harðindum á Íslandi. Það þýðir að forfeður mínir deildu kjörum með hælisleitandanum sem borin var út nú haust. Þá gerir Kristur kröfu um að í hverjum sem við mætum sé að finna það sem við leitum að í lífinu. „Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“ Krafan er algild, að mennskan ráði för í hvert sinn sem við mætum fólki í þörf og að þegar þú horfir í augu náungans, horfi Kristur sjálfur á þig til baka. Það þýðir að útlendingurinn sem hingað er kominn er Kristur sjálfur kominn í heimsókn. Það er síðan okkar að svara, hvort hann sé velkominn eða skuli vísað úr landi? Höfundur er prestur við fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra. Sagan af Jesú frá jólum til páska er í grunninn valdgreining. Sagan hefst með veraldlegum valdshöfum við fæðingu Jesú, Heródesi konungi og Ágústusi keisara, og endar á pólitískum réttarhöldum og aftöku þegar Jesús er sendur á milli Pontíusar og Pílatusar. Biblíusögur eru best notaðar sem hjálpartæki til að setja okkur í spor þeirra sem við annars myndum ekki samsama okkur við, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru okkur framandi í uppruna eða vegna þess að reynsluheimur þeirra er eðlisólíkur okkar. Undanfarin jól hafa kirkjur um allan heim haldið því til haga að fjölskylda Jesú var á hrakhólum með nýfætt barn, þau voru flóttamenn í eiginlegum skilningi, ég þar á meðal. Ekki nægilega þó, segja leikarnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir, í jóla-ádeilu í herferð fyrir félagasamtökin Réttur barna á flótta þar sem hinn fyrnefndi í gervi starfsmanns útlendingastofnunar segir: „Sem betur fer, og það mega íslenskir prestar eiga, þeir eru ekki mikið að tala um þetta um jólin“. Kristin trú er pólitísk vegna þess að hún krefur fylgjendur sína að horfa aldrei framhjá mennskunni og gerir róttæka kröfu um samtöðu með öðrum, sérstaklega þeim sem standa okkur fjær í félagslegu tilliti. Það er erindi Biblíunnar í heild. Sögur hebresku Biblíunnar byrja á því að segja allt mannkyn tilheyra sömu fjölskyldu, erfðafræðin hefur staðfest það. Það þýðir að hælisleitendur sem hingað leita eru systur mínar og bræður. Í lagaákvæðum Mósebóka er að finna perlur á borð við kærleiksboðorðið „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (3M 19.18) og eftirfarandi texta: „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi“ (3M 19.33-34). Krafan er skýr, kallast í dag mannréttindi, en merkilegri þó er ástæðan sem er gefin: forfeður þínir voru eitt sinn í sömu aðstæðum og þú. Það eru ekki tvær aldir síðan fimmtungur Íslendinga flúði til Vesturheims undan harðindum á Íslandi. Það þýðir að forfeður mínir deildu kjörum með hælisleitandanum sem borin var út nú haust. Þá gerir Kristur kröfu um að í hverjum sem við mætum sé að finna það sem við leitum að í lífinu. „Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“ Krafan er algild, að mennskan ráði för í hvert sinn sem við mætum fólki í þörf og að þegar þú horfir í augu náungans, horfi Kristur sjálfur á þig til baka. Það þýðir að útlendingurinn sem hingað er kominn er Kristur sjálfur kominn í heimsókn. Það er síðan okkar að svara, hvort hann sé velkominn eða skuli vísað úr landi? Höfundur er prestur við fríkirkjuna í Reykjavík.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun