Mennska og mannréttindi Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. janúar 2024 23:34 Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra. Sagan af Jesú frá jólum til páska er í grunninn valdgreining. Sagan hefst með veraldlegum valdshöfum við fæðingu Jesú, Heródesi konungi og Ágústusi keisara, og endar á pólitískum réttarhöldum og aftöku þegar Jesús er sendur á milli Pontíusar og Pílatusar. Biblíusögur eru best notaðar sem hjálpartæki til að setja okkur í spor þeirra sem við annars myndum ekki samsama okkur við, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru okkur framandi í uppruna eða vegna þess að reynsluheimur þeirra er eðlisólíkur okkar. Undanfarin jól hafa kirkjur um allan heim haldið því til haga að fjölskylda Jesú var á hrakhólum með nýfætt barn, þau voru flóttamenn í eiginlegum skilningi, ég þar á meðal. Ekki nægilega þó, segja leikarnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir, í jóla-ádeilu í herferð fyrir félagasamtökin Réttur barna á flótta þar sem hinn fyrnefndi í gervi starfsmanns útlendingastofnunar segir: „Sem betur fer, og það mega íslenskir prestar eiga, þeir eru ekki mikið að tala um þetta um jólin“. Kristin trú er pólitísk vegna þess að hún krefur fylgjendur sína að horfa aldrei framhjá mennskunni og gerir róttæka kröfu um samtöðu með öðrum, sérstaklega þeim sem standa okkur fjær í félagslegu tilliti. Það er erindi Biblíunnar í heild. Sögur hebresku Biblíunnar byrja á því að segja allt mannkyn tilheyra sömu fjölskyldu, erfðafræðin hefur staðfest það. Það þýðir að hælisleitendur sem hingað leita eru systur mínar og bræður. Í lagaákvæðum Mósebóka er að finna perlur á borð við kærleiksboðorðið „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (3M 19.18) og eftirfarandi texta: „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi“ (3M 19.33-34). Krafan er skýr, kallast í dag mannréttindi, en merkilegri þó er ástæðan sem er gefin: forfeður þínir voru eitt sinn í sömu aðstæðum og þú. Það eru ekki tvær aldir síðan fimmtungur Íslendinga flúði til Vesturheims undan harðindum á Íslandi. Það þýðir að forfeður mínir deildu kjörum með hælisleitandanum sem borin var út nú haust. Þá gerir Kristur kröfu um að í hverjum sem við mætum sé að finna það sem við leitum að í lífinu. „Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“ Krafan er algild, að mennskan ráði för í hvert sinn sem við mætum fólki í þörf og að þegar þú horfir í augu náungans, horfi Kristur sjálfur á þig til baka. Það þýðir að útlendingurinn sem hingað er kominn er Kristur sjálfur kominn í heimsókn. Það er síðan okkar að svara, hvort hann sé velkominn eða skuli vísað úr landi? Höfundur er prestur við fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra. Sagan af Jesú frá jólum til páska er í grunninn valdgreining. Sagan hefst með veraldlegum valdshöfum við fæðingu Jesú, Heródesi konungi og Ágústusi keisara, og endar á pólitískum réttarhöldum og aftöku þegar Jesús er sendur á milli Pontíusar og Pílatusar. Biblíusögur eru best notaðar sem hjálpartæki til að setja okkur í spor þeirra sem við annars myndum ekki samsama okkur við, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru okkur framandi í uppruna eða vegna þess að reynsluheimur þeirra er eðlisólíkur okkar. Undanfarin jól hafa kirkjur um allan heim haldið því til haga að fjölskylda Jesú var á hrakhólum með nýfætt barn, þau voru flóttamenn í eiginlegum skilningi, ég þar á meðal. Ekki nægilega þó, segja leikarnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir, í jóla-ádeilu í herferð fyrir félagasamtökin Réttur barna á flótta þar sem hinn fyrnefndi í gervi starfsmanns útlendingastofnunar segir: „Sem betur fer, og það mega íslenskir prestar eiga, þeir eru ekki mikið að tala um þetta um jólin“. Kristin trú er pólitísk vegna þess að hún krefur fylgjendur sína að horfa aldrei framhjá mennskunni og gerir róttæka kröfu um samtöðu með öðrum, sérstaklega þeim sem standa okkur fjær í félagslegu tilliti. Það er erindi Biblíunnar í heild. Sögur hebresku Biblíunnar byrja á því að segja allt mannkyn tilheyra sömu fjölskyldu, erfðafræðin hefur staðfest það. Það þýðir að hælisleitendur sem hingað leita eru systur mínar og bræður. Í lagaákvæðum Mósebóka er að finna perlur á borð við kærleiksboðorðið „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (3M 19.18) og eftirfarandi texta: „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi“ (3M 19.33-34). Krafan er skýr, kallast í dag mannréttindi, en merkilegri þó er ástæðan sem er gefin: forfeður þínir voru eitt sinn í sömu aðstæðum og þú. Það eru ekki tvær aldir síðan fimmtungur Íslendinga flúði til Vesturheims undan harðindum á Íslandi. Það þýðir að forfeður mínir deildu kjörum með hælisleitandanum sem borin var út nú haust. Þá gerir Kristur kröfu um að í hverjum sem við mætum sé að finna það sem við leitum að í lífinu. „Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“ Krafan er algild, að mennskan ráði för í hvert sinn sem við mætum fólki í þörf og að þegar þú horfir í augu náungans, horfi Kristur sjálfur á þig til baka. Það þýðir að útlendingurinn sem hingað er kominn er Kristur sjálfur kominn í heimsókn. Það er síðan okkar að svara, hvort hann sé velkominn eða skuli vísað úr landi? Höfundur er prestur við fríkirkjuna í Reykjavík.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun