Handbolti

Pól­land rúllaði yfir Serbíu í seinni hálf­leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Marko Milosavljevic leikmaður Serbíu á fleygiferð á HM 2023
Marko Milosavljevic leikmaður Serbíu á fleygiferð á HM 2023 Vísir/Getty

Serbía, sem verður með Íslandi í C-riðli á Evrópumótinu í handbolta, tapaði með fimm mörkum í æfingaleik sínum gegn Póllandi í dag.

Leikurinn var mjög jafn framan af en Pólverjar voru þó skrefinu á undan svo til allan tímann og leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 14-15.

Pólverjar skoruðu svo fyrstu tvo mörk seinni hálfleiksins og náðu fljótlega fjögurra marka forystu. Mestur varð munurinn átta mörk og sigur Pólverja í raun aldrei í hættu en Serbar löguðu stöðuna aðeins í lokin og skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins.

Serbar eiga einn æfingaleik eftir þegar þeir mæta Spánverjum á morgun en fyrsti leikur liðsins á Evrópumótinu er á móti Íslandi þann 12. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×