Komum fólki undan morðingjum Ísraelshers - Opið bréf til félagsmálaráðherra Hjálmtýr Heiðdal og Sema Erla Serdaroglu skrifa 5. janúar 2024 17:00 Guðmundur Ingi Guðbrandssonfélags- og vinnumálaráðherra Þann 29. desember 2023 sendum við þér formlega beiðni um fund fyrir hönd Palestínufólks á Íslandi sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu og bíður þess að fá ástvini sína til Íslands, félagsins Íslands – Palestína, Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og No borders. Þann 3. janúar s.l. var beiðnin um fund ítrekuð. Þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð við beiðninni sjáum við ekki annað í stöðunni en að skrifa þetta opna bréf. Málið varðar líf fólks og þolir hreinlega ekki bið! Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða rúmlega 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að Vinnumálastofnun hafi sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) um aðstoð við flutning á fólkinu til Íslands. Í svari félags- og vinnumálaráðherra til fréttastofu Stöðvar 2 þann 20. desember 2023 segir „að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna.“ Í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 29. desember 2023 er haft eftir þér að „málið sé flókið og verið sé að skoða ýmsa möguleika“ án þess þó að segja hvað sé raunverulega verið að gera til þess að koma fólkinu til Íslands, ef nokkuð. Sama dag segir þú í samtali við mbl.is að „það er allt saman klárt fyrir fjölskyldusameiningar, þannig að það í rauninni strandar á því að fólk komist út af svæðinu.“ Síðan þá er liðin vika og þau sem bíða eftir fjölskyldumeðlimum sínum frá Gaza bíða enn svara. Þó er ljóst að í hverri viku er verið að flytja fjölda fólks frá Gaza til nágrannaríkja, sem og til ríkja eins og Kanada, Bretlands, Ástralíu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands og nágrannaríkja okkar Svíþjóðar og Noregs. Palestínufólk á Íslandi fylgist með því að verið sé að koma fólki undan ítrekuðum fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra eru myrtir og engin almennileg svör berast frá íslenskum stjórnvöldum um hvenær von sé á fjölskyldumeðlimum þeirra, sem mögulega eru enn á lífi, til landsins. Af orðum þínum og fleiri ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er erfitt að skilja hver staða Palestínufólksins á Gaza sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi er og hvenær von sé á þeim til Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Palestínufólks og stuðningsfólks þeirra til þess að fá skýrari mynd á málið er lítið um svör frá stjórnvöldum og þegar þau berast eru þau óskýr. Skortur á svörum, óskýrleiki í samskiptum við Palestínufólk og aðgerðaleysi er óásættanlegt þegar við erum að horfa upp á þjóðarmorð í Palestínu. Óvissan sem íslensk stjórnvöld hafa skapað fyrir Palestínufólk á Íslandi er til skammar. Hluti af því Palestínufólki sem bíður ástvina sinna hefur tekið upp á því örþrifaráði að setja upp tjaldbúðir fyrir framan Alþingi í þeim tilgangi að ná eyrum ykkar. Þar hafa þau nú dvalið í 10 sólarhringa í nístingskulda í þeim tilgangi að mótmæla aðgerðaleysi ykkar og hvetja ykkur til þess að eiga samtal við þau. Þögn ykkar er ærandi! Þögn ykkar er óásættanleg. Við ítrekum hér með beiðni okkar um fund með þér, Guðmundur Ingi, félags- og vinnumálaráðherra sem allra fyrst, í þeim tilgangi að fá skýrari svör um hvers vegna Palestínufólk sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé enn á Gaza þrátt fyrir að fjöldi ríkja sé að sækja fólk þangað á hverjum degi, hvað þið eruð að gera til þess að sækja fólki og hvenær við megum eiga von á þeim til landsins. Með von um skjót og góð viðbrögð, Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland – Palestína. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris. fyrir hönd, Palestínufólks á ÍslandiFélagsins Ísland – PalestínaSolaris – hjálparsamtaka fyrirhælisleitendur og flóttafólk á ÍslandiNo Borders Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 9.11.2024 Halldór Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandssonfélags- og vinnumálaráðherra Þann 29. desember 2023 sendum við þér formlega beiðni um fund fyrir hönd Palestínufólks á Íslandi sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu og bíður þess að fá ástvini sína til Íslands, félagsins Íslands – Palestína, Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og No borders. Þann 3. janúar s.l. var beiðnin um fund ítrekuð. Þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð við beiðninni sjáum við ekki annað í stöðunni en að skrifa þetta opna bréf. Málið varðar líf fólks og þolir hreinlega ekki bið! Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða rúmlega 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að Vinnumálastofnun hafi sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) um aðstoð við flutning á fólkinu til Íslands. Í svari félags- og vinnumálaráðherra til fréttastofu Stöðvar 2 þann 20. desember 2023 segir „að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna.“ Í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 29. desember 2023 er haft eftir þér að „málið sé flókið og verið sé að skoða ýmsa möguleika“ án þess þó að segja hvað sé raunverulega verið að gera til þess að koma fólkinu til Íslands, ef nokkuð. Sama dag segir þú í samtali við mbl.is að „það er allt saman klárt fyrir fjölskyldusameiningar, þannig að það í rauninni strandar á því að fólk komist út af svæðinu.“ Síðan þá er liðin vika og þau sem bíða eftir fjölskyldumeðlimum sínum frá Gaza bíða enn svara. Þó er ljóst að í hverri viku er verið að flytja fjölda fólks frá Gaza til nágrannaríkja, sem og til ríkja eins og Kanada, Bretlands, Ástralíu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands og nágrannaríkja okkar Svíþjóðar og Noregs. Palestínufólk á Íslandi fylgist með því að verið sé að koma fólki undan ítrekuðum fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra eru myrtir og engin almennileg svör berast frá íslenskum stjórnvöldum um hvenær von sé á fjölskyldumeðlimum þeirra, sem mögulega eru enn á lífi, til landsins. Af orðum þínum og fleiri ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er erfitt að skilja hver staða Palestínufólksins á Gaza sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi er og hvenær von sé á þeim til Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Palestínufólks og stuðningsfólks þeirra til þess að fá skýrari mynd á málið er lítið um svör frá stjórnvöldum og þegar þau berast eru þau óskýr. Skortur á svörum, óskýrleiki í samskiptum við Palestínufólk og aðgerðaleysi er óásættanlegt þegar við erum að horfa upp á þjóðarmorð í Palestínu. Óvissan sem íslensk stjórnvöld hafa skapað fyrir Palestínufólk á Íslandi er til skammar. Hluti af því Palestínufólki sem bíður ástvina sinna hefur tekið upp á því örþrifaráði að setja upp tjaldbúðir fyrir framan Alþingi í þeim tilgangi að ná eyrum ykkar. Þar hafa þau nú dvalið í 10 sólarhringa í nístingskulda í þeim tilgangi að mótmæla aðgerðaleysi ykkar og hvetja ykkur til þess að eiga samtal við þau. Þögn ykkar er ærandi! Þögn ykkar er óásættanleg. Við ítrekum hér með beiðni okkar um fund með þér, Guðmundur Ingi, félags- og vinnumálaráðherra sem allra fyrst, í þeim tilgangi að fá skýrari svör um hvers vegna Palestínufólk sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé enn á Gaza þrátt fyrir að fjöldi ríkja sé að sækja fólk þangað á hverjum degi, hvað þið eruð að gera til þess að sækja fólki og hvenær við megum eiga von á þeim til landsins. Með von um skjót og góð viðbrögð, Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland – Palestína. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris. fyrir hönd, Palestínufólks á ÍslandiFélagsins Ísland – PalestínaSolaris – hjálparsamtaka fyrirhælisleitendur og flóttafólk á ÍslandiNo Borders
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar