Bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkaðir í fyrsta sinn í 8 ár Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 5. janúar 2024 07:00 Þau tímamót urðu um áramótin að bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkuðu í fyrsta sinn í 8 ár. Þetta gerðist í kjölfar reglugerðar sem ég undirritaði nú í desember. Reglugerðin tryggir einnig að framvegis verða hækkanirnar árlega en ekki á margra ára fresti líkt og verið hefur. Enn fremur er nú tryggt að hreyfihamlaðir einstaklingar geta betur en áður tekið þátt í orkuskiptum í samgöngum. Gott samstarf hefur verið við ÖBÍ-réttindasamtök um þessar þýðingarmiklu breytingar og ég fagna því að geta með þessu bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, aukið stuðning við tekjuminna fólk og stuðlað að auknum orkuskiptum og réttlátum grænum umskiptum í samfélaginu. Fyrsta hækkun í átta ár Hækkanirnar tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Fjárhæð uppbótar vegna bifreiðakaupa er nú 500.000 kr. og fjárhæð uppbótar vegna kaupa á fyrstu bifreið er 1.000.000 kr. Styrkur til kaupa á bifreið fyrir þau sem eru verulega hreyfihömluð nemur eftir hækkunina 2.000.000 kr. Fjárhæðirnar hækkuðu síðast í nóvember 2015. Þess ber að geta að uppbætur og styrkir vegna bifreiðakaupa hafa ekki áhrif á fjárhæðir annarra greiðslna almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Þá hefur hámarksfjárhæð styrks til kaupa á sérútbúinni bifreið hækkað í 7.400.000 kr. en þar er um að ræða einstaklinga sem vegna mikillar fötlunar komast ekki af án sérútbúinnar bifreiðar. Upphæð þessa styrks hækkaði síðast í júní 2020. Loks er 10% hærri styrkur fyrir sérútbúna hreina rafbíla samkvæmt reglugerðinni og hámarksfjárhæð 8.140.000 kr. Framvegis verði hækkanir árlega Með reglugerðarbreytingunni hef ég einnig gert þá mikilvægu breytingu að hækkanir á uppbótum og styrkjum vegna bifreiðakaupa verða í samræmi við hækkun bóta almannatrygginga á ári hverju. Þannig er sem fyrr segir tryggt að hækkanirnar eigi sér stað árlega sem festir í sessi reglubundnar hækkanir á þessum mikilvæga stuðningi við fatlað fólk. Stuðlað að réttlátum grænum umskiptum Markmiðið er að hreyfihömluðum einstaklingum gefist í auknum mæli kostur á að fjárfesta í umhverfisvænni bifreiðum sem hafa minni neikvæð áhrif á loftslagið. Almennt gildir að einstaklingar geta nú sótt um styrk til Orkusjóðs til rafbílakaupa, allt að 900 þúsund krónur, að því gefnu að kaupverð bifreiðar sé undir 10.000.000 krónum. Sérútbúnar bifreiðar fyrir hreyfihamlaða eru hins vegar gjarnan dýrari en þetta hámark kaupverðs og því er það fellt niður í tilfelli sérútbúinna hreinna rafbíla. Auk þess gerir reglugerð mín ráð fyrir sérstökum aukastyrk fyrir þessar bifreiðar þar sem að þær eru dýrari í verði. Hreyfihamlaður einstaklingur sem kaupir sérútbúinn hreinan rafbíl getur þannig hvort tveggja fengið 900.000 kr. styrk úr Orkusjóði og allt að 8.140.000 kr. styrk á grundvelli framangreindrar reglugerðar. Þessi stefnubreyting er í samræmi við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og aukna félagslega sjálfbærni. Með þessu stuðlar ríkisstjórnin að því að tiltekinn hópur sem margt tekjulægra fólk tilheyrir geti frekar tekið þátt í orkuskiptum og þar með að réttlátari grænum umskiptum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Þau tímamót urðu um áramótin að bifreiðastyrkir til fólks með hreyfihömlun hækkuðu í fyrsta sinn í 8 ár. Þetta gerðist í kjölfar reglugerðar sem ég undirritaði nú í desember. Reglugerðin tryggir einnig að framvegis verða hækkanirnar árlega en ekki á margra ára fresti líkt og verið hefur. Enn fremur er nú tryggt að hreyfihamlaðir einstaklingar geta betur en áður tekið þátt í orkuskiptum í samgöngum. Gott samstarf hefur verið við ÖBÍ-réttindasamtök um þessar þýðingarmiklu breytingar og ég fagna því að geta með þessu bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, aukið stuðning við tekjuminna fólk og stuðlað að auknum orkuskiptum og réttlátum grænum umskiptum í samfélaginu. Fyrsta hækkun í átta ár Hækkanirnar tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Fjárhæð uppbótar vegna bifreiðakaupa er nú 500.000 kr. og fjárhæð uppbótar vegna kaupa á fyrstu bifreið er 1.000.000 kr. Styrkur til kaupa á bifreið fyrir þau sem eru verulega hreyfihömluð nemur eftir hækkunina 2.000.000 kr. Fjárhæðirnar hækkuðu síðast í nóvember 2015. Þess ber að geta að uppbætur og styrkir vegna bifreiðakaupa hafa ekki áhrif á fjárhæðir annarra greiðslna almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Þá hefur hámarksfjárhæð styrks til kaupa á sérútbúinni bifreið hækkað í 7.400.000 kr. en þar er um að ræða einstaklinga sem vegna mikillar fötlunar komast ekki af án sérútbúinnar bifreiðar. Upphæð þessa styrks hækkaði síðast í júní 2020. Loks er 10% hærri styrkur fyrir sérútbúna hreina rafbíla samkvæmt reglugerðinni og hámarksfjárhæð 8.140.000 kr. Framvegis verði hækkanir árlega Með reglugerðarbreytingunni hef ég einnig gert þá mikilvægu breytingu að hækkanir á uppbótum og styrkjum vegna bifreiðakaupa verða í samræmi við hækkun bóta almannatrygginga á ári hverju. Þannig er sem fyrr segir tryggt að hækkanirnar eigi sér stað árlega sem festir í sessi reglubundnar hækkanir á þessum mikilvæga stuðningi við fatlað fólk. Stuðlað að réttlátum grænum umskiptum Markmiðið er að hreyfihömluðum einstaklingum gefist í auknum mæli kostur á að fjárfesta í umhverfisvænni bifreiðum sem hafa minni neikvæð áhrif á loftslagið. Almennt gildir að einstaklingar geta nú sótt um styrk til Orkusjóðs til rafbílakaupa, allt að 900 þúsund krónur, að því gefnu að kaupverð bifreiðar sé undir 10.000.000 krónum. Sérútbúnar bifreiðar fyrir hreyfihamlaða eru hins vegar gjarnan dýrari en þetta hámark kaupverðs og því er það fellt niður í tilfelli sérútbúinna hreinna rafbíla. Auk þess gerir reglugerð mín ráð fyrir sérstökum aukastyrk fyrir þessar bifreiðar þar sem að þær eru dýrari í verði. Hreyfihamlaður einstaklingur sem kaupir sérútbúinn hreinan rafbíl getur þannig hvort tveggja fengið 900.000 kr. styrk úr Orkusjóði og allt að 8.140.000 kr. styrk á grundvelli framangreindrar reglugerðar. Þessi stefnubreyting er í samræmi við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og aukna félagslega sjálfbærni. Með þessu stuðlar ríkisstjórnin að því að tiltekinn hópur sem margt tekjulægra fólk tilheyrir geti frekar tekið þátt í orkuskiptum og þar með að réttlátari grænum umskiptum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í SV-kjördæmi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun