„Líklega mitt síðasta Evrópumót“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. janúar 2024 23:31 Mikkel Hansen með Dönum á heimsmeistaramótinu í janúar á síðasta ári. Vísir/Getty Mikkel Hansen segir að Evrópumótið í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku verði hans síðasta. Handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen verður að sjálfsögðu með Dönum á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. Hansen hefur leikið 255 landsleiki fyrir Dani og unnið gull á Evrópu- og Heimsmeistaramótum sem og Ólympíuleikum. Þó hann sé ekki kominn með á hreint hvenær landsliðsferillinn mun taka enda er hann farinn að leggja drög að því. Í viðtali við danska ríkissjónvarpið segir hann að þetta verði líklega hans síðasta Evrópumót. „Það er það líklega,“ segir Hansen en næsta Evrópumót fer fram í janúar árið 2026 en þá verður Hansen 38 ára gamall. „Að sjálfsögðu fer maður að hugsa um hversu lengi maður getur spilað. Getur maður haldið sama dampi? Og getur maður ástríðunni og einbeitingunni sem það krefst?,“ bætir Hansen við. Framundan hjá danska landsliðinu eru Ólympíuleikarnir í París næsta sumar sem eru mikilvægir í huga Hansen eftir ár hans hjá franska liðinu PSG. Á næsta ári er síðan heimsmeistaramót sem verður að hluta til spilað í Danmörku. Hansen segist ekki vera búinn að ákveða hvort annað þessara móta verði hans lokamót með landsliðinu. „Ekki enn. Ég kem væntanlega að þeirri ákvörðun á einhverjum tímapunkti. Ef mér finnst ég ekki hafa neitt að leggja í púkkið þá gerist það af sjálfu sér. Ég er ekki kominn það langt að ég sé farinn að hugsa nákvæmlega hvenær hitt eða þetta gerist. Þetta snýst um tilfinningu. Líði mér skyndilega þannig að ég vilji ekki fara með á næsta mót þá er það fínt að stoppa þá.“ Fyrsti leikur Dana á Evrópumótinu er gegn Tékkum þann 11. janúar en daginn eftir mætast Ísland og Serbía í fyrsta leik Íslands á mótinu. Danmörk EM 2024 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen verður að sjálfsögðu með Dönum á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. Hansen hefur leikið 255 landsleiki fyrir Dani og unnið gull á Evrópu- og Heimsmeistaramótum sem og Ólympíuleikum. Þó hann sé ekki kominn með á hreint hvenær landsliðsferillinn mun taka enda er hann farinn að leggja drög að því. Í viðtali við danska ríkissjónvarpið segir hann að þetta verði líklega hans síðasta Evrópumót. „Það er það líklega,“ segir Hansen en næsta Evrópumót fer fram í janúar árið 2026 en þá verður Hansen 38 ára gamall. „Að sjálfsögðu fer maður að hugsa um hversu lengi maður getur spilað. Getur maður haldið sama dampi? Og getur maður ástríðunni og einbeitingunni sem það krefst?,“ bætir Hansen við. Framundan hjá danska landsliðinu eru Ólympíuleikarnir í París næsta sumar sem eru mikilvægir í huga Hansen eftir ár hans hjá franska liðinu PSG. Á næsta ári er síðan heimsmeistaramót sem verður að hluta til spilað í Danmörku. Hansen segist ekki vera búinn að ákveða hvort annað þessara móta verði hans lokamót með landsliðinu. „Ekki enn. Ég kem væntanlega að þeirri ákvörðun á einhverjum tímapunkti. Ef mér finnst ég ekki hafa neitt að leggja í púkkið þá gerist það af sjálfu sér. Ég er ekki kominn það langt að ég sé farinn að hugsa nákvæmlega hvenær hitt eða þetta gerist. Þetta snýst um tilfinningu. Líði mér skyndilega þannig að ég vilji ekki fara með á næsta mót þá er það fínt að stoppa þá.“ Fyrsti leikur Dana á Evrópumótinu er gegn Tékkum þann 11. janúar en daginn eftir mætast Ísland og Serbía í fyrsta leik Íslands á mótinu.
Danmörk EM 2024 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Sjá meira