„Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 13:00 Lykilsóknarmenn Íslands eru í hópi þeirra bestu í heiminum að sögn Dags sem segir veikleika liðsins liggja í varnarleiknum. VÍSIR/VILHELM Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. Dagur var að sjálfsögðu spurður út í landsliðið og möguleika þess á EM, í Sportsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 Sport á gamlársdag. Hluta af svari hans má sjá hér að neðan en áskrifendur geta fundið allan þáttinn hér. Klippa: Sportsíldin - Dagur um möguleika Íslands á EM „Við erum sennilega með eitt besta sóknarlið mótsins, á pappírunum, en við erum ekki eins góðir varnarlega og markvörslulega. Við erum alveg komnir með góðan markmann, og eigum alveg að geta staðið okkur, en fyrir fram mætti maður segja að þarna séu veikleikarnir,“ sagði Dagur. „Við erum með heimsklassa sóknarmenn, í Gísla og Ómari Inga og svona. Við eigum ekki heimsklassa varnarmenn,“ sagði Dagur. Ekki bætir úr skák hvað varnarleikinn varðar að Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli, tognun í magavöðva. „Þetta er samt alveg gríðarlega spennandi. Það gleymist stundum að hin liðin eru líka með eitthvað vesen. Þau eru ekki með svona eða svona leikmann. Ekki með Ómar Inga eða Gísla, eða Aron Pálmarsson sem verður vonandi í toppstandi og vill sýna fólki það,“ sagði Dagur. Býst við Aroni upp á sitt besta Guðmundur Benediktsson greip þá boltann og spurði Dag einmitt út í Aron, sem eftir langan og strangan atvinnumannaferil spilar í Olís-deildinni á Íslandi í vetur. Má kannski búast við að hann sýni sitt besta, vegna minna álags hjá sínu félagsliði en oft áður? „Mér finnst það bara mjög líklegt. Ég held að hann sé í góðu standi, reyndar alveg verið með smá meiðsli í vetur, en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Svo er hlutverk hans í landsliðinu annað núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi. Það eru fleiri sem draga vagninn. Þetta er mjög spennandi.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Dagur var að sjálfsögðu spurður út í landsliðið og möguleika þess á EM, í Sportsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 Sport á gamlársdag. Hluta af svari hans má sjá hér að neðan en áskrifendur geta fundið allan þáttinn hér. Klippa: Sportsíldin - Dagur um möguleika Íslands á EM „Við erum sennilega með eitt besta sóknarlið mótsins, á pappírunum, en við erum ekki eins góðir varnarlega og markvörslulega. Við erum alveg komnir með góðan markmann, og eigum alveg að geta staðið okkur, en fyrir fram mætti maður segja að þarna séu veikleikarnir,“ sagði Dagur. „Við erum með heimsklassa sóknarmenn, í Gísla og Ómari Inga og svona. Við eigum ekki heimsklassa varnarmenn,“ sagði Dagur. Ekki bætir úr skák hvað varnarleikinn varðar að Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli, tognun í magavöðva. „Þetta er samt alveg gríðarlega spennandi. Það gleymist stundum að hin liðin eru líka með eitthvað vesen. Þau eru ekki með svona eða svona leikmann. Ekki með Ómar Inga eða Gísla, eða Aron Pálmarsson sem verður vonandi í toppstandi og vill sýna fólki það,“ sagði Dagur. Býst við Aroni upp á sitt besta Guðmundur Benediktsson greip þá boltann og spurði Dag einmitt út í Aron, sem eftir langan og strangan atvinnumannaferil spilar í Olís-deildinni á Íslandi í vetur. Má kannski búast við að hann sýni sitt besta, vegna minna álags hjá sínu félagsliði en oft áður? „Mér finnst það bara mjög líklegt. Ég held að hann sé í góðu standi, reyndar alveg verið með smá meiðsli í vetur, en síðustu leikir hafa verið mjög flottir hjá honum. Svo er hlutverk hans í landsliðinu annað núna. Hann þarf ekki að bera þetta allt uppi. Það eru fleiri sem draga vagninn. Þetta er mjög spennandi.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira