Sósíalistaflokkurinn í upphafi 2024 Jökull Sólberg skrifar 3. janúar 2024 08:30 Sósíalistaflokkurinn var stofnaður árið 2017, er með tvo kjörna fulltrúa í Reykjavík og hlaut 4,1% atkvæða á landsvísu í síðustu Alþingiskosningum. Flokkurinn studdi B-listann í tveimur sögulegum sigrum í kjöri til formanns og stjórnar Eflingar, og hefur látið styrki ríkisins til stjórnmáflokka renna í félagastarf eins og endurreisn Leigjendasamtakanna ásamt styrkjum til Samstöðvarinnar. Starf flokksins, Leigjendasamtökin og Samstöðin eru öll til húsa í Bolholti 6 sem er nú verið breyta til að vera betur sniðið að þörfum þessa grasrótarstarfs. Samstöðin heldur úti frétta- og skoðanasíðu og býr til um 21 tíma af samfélagsumræðu á viku í útvarpi og sjónvarpi. Framlag Sósíalistaflokksins var á árinu 2022 um 80% af tekjum en er nú um 22%. Brátt koma 4 krónur fyrir hverja eina sem flokkurinn leggur til frá hlustendum og öðrum styrktaraðilum. Útvarps- og sjónvarpsútsendingar byrjuðu á árinu 2023. Áhorf og hlustun hefur margfaldast á árinu og skapað sér sess sem mikilvægur umræðuvettvangur sem ræður við erfið og flókin mál. Flokkurinn hefur frá stofnun skilgreint auðvaldið sem andstæðing sinn og að fyrsta markmið sósíalista sé að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni sem hefur beygt þjóðfélagið undir sig, holað jöfnunarkerfin og leyft arði auðlinda og atvinnulífs að safnast á sífellt færri hendur. Aðrir mikilvægir samnefnarar eru meðal flokksfélaga sem sameina okkur í baráttunni; stuðningur við verkalýðsbaráttuna, almenn sjónarmið um jafnrétti, samúð með þeim kúguðu og veiku, skýr og afdráttarlaus hernaðarandstaða, réttlát skipting auðlinda og réttlát umskipti í loftslagsmálum. Sérstaða flokksins er ekki stefnan, per-se, heldur uppbygging starfsins. Allt afl flokksins leitar út á við, frá miðjunni og inn í félagastarf og virkni sem styður við öflugri umræðu og baráttu ólíkra hópa. Þetta er andstætt þeirri þróun sem hefur orðið á starfi annarra flokka sem snýst í auknum mæli um frama framlínufólks sem er lyft sífellt hærra. Eftir situr veik grasrót og þar með lakari tenging við fólkið í landinu, kröfur þess og drauma. Sósíalistaflokkurinn á gjöfult ár að baki, á þátt í róttækari verkalýðsbaráttu, efldri rödd leigjenda og hefur staðið á bak við mörg mikilvæg mótmæli — allt með því að tengjast öðrum félögum og mynda þannig öflugri heild á vinstrinu. Ég er spenntur að halda áfram að kynnast mögnuðu fólki í hreyfingunni á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár Sósíalistar um land allt! Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn var stofnaður árið 2017, er með tvo kjörna fulltrúa í Reykjavík og hlaut 4,1% atkvæða á landsvísu í síðustu Alþingiskosningum. Flokkurinn studdi B-listann í tveimur sögulegum sigrum í kjöri til formanns og stjórnar Eflingar, og hefur látið styrki ríkisins til stjórnmáflokka renna í félagastarf eins og endurreisn Leigjendasamtakanna ásamt styrkjum til Samstöðvarinnar. Starf flokksins, Leigjendasamtökin og Samstöðin eru öll til húsa í Bolholti 6 sem er nú verið breyta til að vera betur sniðið að þörfum þessa grasrótarstarfs. Samstöðin heldur úti frétta- og skoðanasíðu og býr til um 21 tíma af samfélagsumræðu á viku í útvarpi og sjónvarpi. Framlag Sósíalistaflokksins var á árinu 2022 um 80% af tekjum en er nú um 22%. Brátt koma 4 krónur fyrir hverja eina sem flokkurinn leggur til frá hlustendum og öðrum styrktaraðilum. Útvarps- og sjónvarpsútsendingar byrjuðu á árinu 2023. Áhorf og hlustun hefur margfaldast á árinu og skapað sér sess sem mikilvægur umræðuvettvangur sem ræður við erfið og flókin mál. Flokkurinn hefur frá stofnun skilgreint auðvaldið sem andstæðing sinn og að fyrsta markmið sósíalista sé að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni sem hefur beygt þjóðfélagið undir sig, holað jöfnunarkerfin og leyft arði auðlinda og atvinnulífs að safnast á sífellt færri hendur. Aðrir mikilvægir samnefnarar eru meðal flokksfélaga sem sameina okkur í baráttunni; stuðningur við verkalýðsbaráttuna, almenn sjónarmið um jafnrétti, samúð með þeim kúguðu og veiku, skýr og afdráttarlaus hernaðarandstaða, réttlát skipting auðlinda og réttlát umskipti í loftslagsmálum. Sérstaða flokksins er ekki stefnan, per-se, heldur uppbygging starfsins. Allt afl flokksins leitar út á við, frá miðjunni og inn í félagastarf og virkni sem styður við öflugri umræðu og baráttu ólíkra hópa. Þetta er andstætt þeirri þróun sem hefur orðið á starfi annarra flokka sem snýst í auknum mæli um frama framlínufólks sem er lyft sífellt hærra. Eftir situr veik grasrót og þar með lakari tenging við fólkið í landinu, kröfur þess og drauma. Sósíalistaflokkurinn á gjöfult ár að baki, á þátt í róttækari verkalýðsbaráttu, efldri rödd leigjenda og hefur staðið á bak við mörg mikilvæg mótmæli — allt með því að tengjast öðrum félögum og mynda þannig öflugri heild á vinstrinu. Ég er spenntur að halda áfram að kynnast mögnuðu fólki í hreyfingunni á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár Sósíalistar um land allt! Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun