Viðskipti innlent

Fram­lengja lokun til 29. desem­ber

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Bláa lónið opnaði aftur sunnudaginn 17. desember eftir fimm vikna lokun. Daginn eftir hófst eldgos á Reykjanesskaga.
Bláa lónið opnaði aftur sunnudaginn 17. desember eftir fimm vikna lokun. Daginn eftir hófst eldgos á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm

Bláa lónið hefur framlengt lokun sína um tvo daga hið minnsta. Í tilkynningu segir að staðan verði endurmetin að þeirri framlengingu lokinni. 

Í tilkynningu segir að lokunin standi til og með 29. desember. Lónið hefur nú verið lokað frá upphafi eldgossins sem hófst 18. desember og til stóð að endurmeta stöðuna þann 28. desember. 

„Sem stendur bíðum við eftir nýju áhættumati og höfum því ákveðið að framlengja lokun til og með 29. desember, og verður staðan þá endurmetin,“ segir í tilkynningu.

Þá segir að haft verði samband við alla gesti sem eiga staðfestar bókanir á næstu dögum og haldið verði áfram að fylgjast með stöðunni í nánu samráði við yfirvöld. 


Tengdar fréttir

Bláa lónið lokað til 28. desember

Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið ákvörðun um að það verði lokað til 28. desember hið minnsta vegna eldgossins sem hófst við Sundhnúksgíga í gærkvöldi. 

Vinna við að loka gati á varnargarði

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað svæðinu að nýju við Grindavík. Einungis eru eftir starfsmenn verktaka sem vinna við að loka gati á varnargarði við Grindavíkurveg og við Bláa lónið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×