Í tilkynningu segir að lokunin standi til og með 29. desember. Lónið hefur nú verið lokað frá upphafi eldgossins sem hófst 18. desember og til stóð að endurmeta stöðuna þann 28. desember.
„Sem stendur bíðum við eftir nýju áhættumati og höfum því ákveðið að framlengja lokun til og með 29. desember, og verður staðan þá endurmetin,“ segir í tilkynningu.
Þá segir að haft verði samband við alla gesti sem eiga staðfestar bókanir á næstu dögum og haldið verði áfram að fylgjast með stöðunni í nánu samráði við yfirvöld.