Friðsæl jól Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 23. desember 2023 07:00 Við höfum farið enn einn hring í kringum sólina og jólin á næsta leiti. Hátíð samveru, ljóss og friðar sem við sjáum á heimsfréttunum að er því miður ekki sjálfgefinn. Við höfum flest margt að þakka fyrir og þegar mesta jólastressið er liðið hjá áttum við okkur á að mikilvægast er að eiga friðsælar stundir með okkar nánustu og slaka á heima. Þá er gott að hafa í huga nokkur mikilvæg forvarnaatriði svo friðurinn haldist. Hugum að eldvörnum Indælt er að skreyta heimilið og kveikja kertaljós á jólum en þá er nauðsynlegt að hafa auga með logandi kertum. Logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum og aldrei má skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Led-kerti eru fyrirtaks lausn til að njóta kertaljóss og minnka áhættuna sem fylgt getur opnum eldi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum heimilisins og skynsamlegt er að prófa þá í desember svo öruggt sé að þeir virki ef á reynir. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Eldvarnateppi ætti að vera til taks, ekki síst þegar mikið stendur til og álag er á eldhúsinu þegar framreiddar eru hátíðarkræsingar ýmiss konar. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja, flambera o.s.frv. og gæta þarf þess að gleyma ekki pottum á heitum hellum en pottabrunar eru algengir. Einnig ætti að forðast að geyma hluti ofan á eldavélum, pizzukassar og aðrar umbúðir eru til að mynda mikill eldsmatur. Slökkvitæki ætti síðan að vera á hverju heimili og staðsett þar sem fólk á leið um, til dæmis nærri útgöngum, á göngum eða stigapöllum. Að lokum er vert að hafa í huga að ein algengasta orsök bruna á heimilum er tengd raftækjum. Fara þarf að öllu með gát þegar raftæki eru hlaðin og einnig þarf að gæta þess að það lofti vel um tækin. Rafhlaupahjól og rafhjól ætti helst ekki að hlaða innanhúss og Slökkviliðin hafa hvatt fólk til að forðast það að hlaða raftæki á nóttunni þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar. Örugg á ferðinni Nú er jólaösin að ná hámarki og þá er ekki úr vegi að minna á að kapp er best með forsjá. Betra er að gefa sér nokkrar aukamínútur í umferðinni, anda djúpt og sýna tillitssemi frekar en að hætta á að lenda í óhappi. Gott er að bakka í stæði, ekki síst á stórum bílaplönum við verslunarmiðstöðvar, þar sem það minnkar líkur á árekstri þegar ekið er úr stæðinu. Einnig er vert að fylgjast vel með veðurspá nú um hávetur þegar kólnað getur snarlega og gefið í vind og snjókomu. Þegar þetta er ritað er í gildi gul viðvörun á Þorláksmessu og því brýnt að skoða vel færð, akstursskilyrði og vera vel búin ef lagt er í hann. Loks er mikilvægt að halda athygli við aksturinn, vera úthvíld og ekki nota farsíma undir stýri. Gleðileg jól Með því að gera forvarnaráðstafanir heima fyrir og á ferðinni má stuðla að gleðilegri jólahátíð. Við viljum jú að öll skili sér heil heim og geti notið jólanna örugg heima fyrir. Gleðilega hátíð og hlýjar kveðjur til ykkar og kærleikur út í heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Jól Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum farið enn einn hring í kringum sólina og jólin á næsta leiti. Hátíð samveru, ljóss og friðar sem við sjáum á heimsfréttunum að er því miður ekki sjálfgefinn. Við höfum flest margt að þakka fyrir og þegar mesta jólastressið er liðið hjá áttum við okkur á að mikilvægast er að eiga friðsælar stundir með okkar nánustu og slaka á heima. Þá er gott að hafa í huga nokkur mikilvæg forvarnaatriði svo friðurinn haldist. Hugum að eldvörnum Indælt er að skreyta heimilið og kveikja kertaljós á jólum en þá er nauðsynlegt að hafa auga með logandi kertum. Logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum og aldrei má skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Led-kerti eru fyrirtaks lausn til að njóta kertaljóss og minnka áhættuna sem fylgt getur opnum eldi. Reykskynjarar ættu að vera í öllum rýmum heimilisins og skynsamlegt er að prófa þá í desember svo öruggt sé að þeir virki ef á reynir. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Eldvarnateppi ætti að vera til taks, ekki síst þegar mikið stendur til og álag er á eldhúsinu þegar framreiddar eru hátíðarkræsingar ýmiss konar. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja, flambera o.s.frv. og gæta þarf þess að gleyma ekki pottum á heitum hellum en pottabrunar eru algengir. Einnig ætti að forðast að geyma hluti ofan á eldavélum, pizzukassar og aðrar umbúðir eru til að mynda mikill eldsmatur. Slökkvitæki ætti síðan að vera á hverju heimili og staðsett þar sem fólk á leið um, til dæmis nærri útgöngum, á göngum eða stigapöllum. Að lokum er vert að hafa í huga að ein algengasta orsök bruna á heimilum er tengd raftækjum. Fara þarf að öllu með gát þegar raftæki eru hlaðin og einnig þarf að gæta þess að það lofti vel um tækin. Rafhlaupahjól og rafhjól ætti helst ekki að hlaða innanhúss og Slökkviliðin hafa hvatt fólk til að forðast það að hlaða raftæki á nóttunni þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar. Örugg á ferðinni Nú er jólaösin að ná hámarki og þá er ekki úr vegi að minna á að kapp er best með forsjá. Betra er að gefa sér nokkrar aukamínútur í umferðinni, anda djúpt og sýna tillitssemi frekar en að hætta á að lenda í óhappi. Gott er að bakka í stæði, ekki síst á stórum bílaplönum við verslunarmiðstöðvar, þar sem það minnkar líkur á árekstri þegar ekið er úr stæðinu. Einnig er vert að fylgjast vel með veðurspá nú um hávetur þegar kólnað getur snarlega og gefið í vind og snjókomu. Þegar þetta er ritað er í gildi gul viðvörun á Þorláksmessu og því brýnt að skoða vel færð, akstursskilyrði og vera vel búin ef lagt er í hann. Loks er mikilvægt að halda athygli við aksturinn, vera úthvíld og ekki nota farsíma undir stýri. Gleðileg jól Með því að gera forvarnaráðstafanir heima fyrir og á ferðinni má stuðla að gleðilegri jólahátíð. Við viljum jú að öll skili sér heil heim og geti notið jólanna örugg heima fyrir. Gleðilega hátíð og hlýjar kveðjur til ykkar og kærleikur út í heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun