Jólatöfrar Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 22. desember 2023 07:01 Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Í aðdraganda hátíðarinnar finna mörg fyrir miklu álagi og streitu sem fylgir hátíðarhöldunum. Það getur jafnvel ýtt undir vanlíðan eins og kvíða og depurð. Það er hollt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag að velta því fyrir okkur hvernig við getum stuðlað að því að hinn sanni jólaandi fái að njóta sín með mögnuðum jólatöfrum. Sum finna fyrir vaxandi kvíða, depurð og streitu Ég hef heyrt það í samtölum mínum við fólk undanfarið að mörg finna fyrir vaxandi kvíða og streitu. Meðal annars vegna þess að í desember ætlum við okkur að gera meira en líklega alla aðra mánuði ársins á heimilinu, á vinnustaðnum, í vinahópunum og víðar. Við sækjum fleiri viðburði, verslum og undirbúum með tilheyrandi útgjöldum og fyrirhöfn. Samfélagið er á yfirkeyrslu og á þeim hraða getur verið erfiðara að ná að upplifa hinn sanna jólaanda með jólatöfrum. Jólahátíðin getur verið erfið fyrir þau sem hafa misst ástvini og sum finna fyrir aukinni depurð á þessum tíma þegar umhverfið ætlast hálfpartinn til þess að við séum kát, glöð og hamingjusöm. Getum við hægt á okkur og bætt líðan? Við slíkar aðstæður er gott að velta fyrir sér hvernig við getum hægt á okkur og samfélaginu og bætt líðan okkar og annarra. Er hægt að færa suma viðburðina fram í janúar þegar lítið er við að vera? Eru einhver verkefni sem við getum fært yfir á nýtt ár? Er nauðsynlegt að gera allt sem er á verkefnalistanum eða er mögulegt að forgangsraða og strika strax út það sem er óraunhæft? Getum við gefið meira af hugulsemi en stærð? Getum við sýnt okkur meiri samkennd í amstrinu og hjálpað okkur að draga úr væntingum um eigin frammistöðu? Getum við staldrað við í augnablikinu í stað þess að festast í hugsunum um fortíð eða ókomna framtíð? Getum við hlúð betur að grunnþörfum okkar s.s. matarræði, svefni, hreyfingu og félagslegum tengslum? Getum við kallað fram okkar eigin bestu jólaminningu og nýtt sem leiðsögn um hvað skipti mestu máli? Getum við hjálpað þeim sem eru hjálpar þurfi í stað þess að einblína eingöngu á okkur sjálf? Getum við leyft þeim tilfinningum sem við finnum fyrir að koma og renna sitt skeið, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og sýnt okkur mildi? Fyrir þau sem eiga börn er hjálplegt að velta fyrir sér hvað skipti börnin mestu máli og hvað skilur eftir sig dýrmætustu minningarnar fyrir þau. Félagslegir töfrar Ég man eftir að hafa heyrt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, ræða félagslega töfra og það hvernig þeir töfrar ættu undir högg að sækja með dvínandi samskiptum fólks. Viðar lýsir félagslegum töfrum sem töfrunum sem verða til í samskiptum fólks. Getum við fundið fyrir jólatöfrum? Getur verið að jólatöfrar eigi líka undir högg að sækja í þeim mikla hraða sem við lifum við í nútímasamfélagi? Jólatöfrar eru í mínum huga hin óáþreifanlega upplifun jólahátíðarinnar. Töfrar sem geta birst í göngutúr í nýföllnum snjó þegar horft er á fljúgandi hvítar snjóflygsurnar í fullkominni kyrrð, töfrarnir sem við finnum þegar við gefum og þiggjum sem hluta hátíðarhaldanna, töfrarnir sem felast í því að staldra við og rifja upp þær góðu minningar sem árið hefur fært okkur, töfrarnir sem felast í því að sjá einlæga gleði barnanna yfir þeirri undraveröld sem jólahátíðin getur boðið upp á og töfrarnir sem við getum veitt hverju öðru í einlægri gleði, þakklæti og hamingju. Að sama skapi geta töfrarnir horfið eins og dögg fyrir sólu vegna streitu, spennu, ágreinings, óánægju, fullkomnunaráráttu, ofbeldis, ofneyslu lyfja, áfengis eða vímuefna og annars sem varpar skugga á jólahaldið. Mikilvægt er að við hjálpumst að við að reyna að bæta líðan okkar og annarra um hátíðarnar. Köllum fram jólatöfra og eignumst dýrmætar minningar Áskorun okkar sem einstaklinga og sem samfélags felst í því að skoða vel hug okkar og gjörðir og kanna hvernig við getum kallað fram og hlúð að hinum mögnuðu jólatöfrum og þannig leyft hinum sanna jólaanda að njóta sín. Það skilur eftir sig dýrmætar minningar sem eru meira virði en allt annað. Gleðilega hátíð ljóss, friðar og jólatöfra. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Í aðdraganda hátíðarinnar finna mörg fyrir miklu álagi og streitu sem fylgir hátíðarhöldunum. Það getur jafnvel ýtt undir vanlíðan eins og kvíða og depurð. Það er hollt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag að velta því fyrir okkur hvernig við getum stuðlað að því að hinn sanni jólaandi fái að njóta sín með mögnuðum jólatöfrum. Sum finna fyrir vaxandi kvíða, depurð og streitu Ég hef heyrt það í samtölum mínum við fólk undanfarið að mörg finna fyrir vaxandi kvíða og streitu. Meðal annars vegna þess að í desember ætlum við okkur að gera meira en líklega alla aðra mánuði ársins á heimilinu, á vinnustaðnum, í vinahópunum og víðar. Við sækjum fleiri viðburði, verslum og undirbúum með tilheyrandi útgjöldum og fyrirhöfn. Samfélagið er á yfirkeyrslu og á þeim hraða getur verið erfiðara að ná að upplifa hinn sanna jólaanda með jólatöfrum. Jólahátíðin getur verið erfið fyrir þau sem hafa misst ástvini og sum finna fyrir aukinni depurð á þessum tíma þegar umhverfið ætlast hálfpartinn til þess að við séum kát, glöð og hamingjusöm. Getum við hægt á okkur og bætt líðan? Við slíkar aðstæður er gott að velta fyrir sér hvernig við getum hægt á okkur og samfélaginu og bætt líðan okkar og annarra. Er hægt að færa suma viðburðina fram í janúar þegar lítið er við að vera? Eru einhver verkefni sem við getum fært yfir á nýtt ár? Er nauðsynlegt að gera allt sem er á verkefnalistanum eða er mögulegt að forgangsraða og strika strax út það sem er óraunhæft? Getum við gefið meira af hugulsemi en stærð? Getum við sýnt okkur meiri samkennd í amstrinu og hjálpað okkur að draga úr væntingum um eigin frammistöðu? Getum við staldrað við í augnablikinu í stað þess að festast í hugsunum um fortíð eða ókomna framtíð? Getum við hlúð betur að grunnþörfum okkar s.s. matarræði, svefni, hreyfingu og félagslegum tengslum? Getum við kallað fram okkar eigin bestu jólaminningu og nýtt sem leiðsögn um hvað skipti mestu máli? Getum við hjálpað þeim sem eru hjálpar þurfi í stað þess að einblína eingöngu á okkur sjálf? Getum við leyft þeim tilfinningum sem við finnum fyrir að koma og renna sitt skeið, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og sýnt okkur mildi? Fyrir þau sem eiga börn er hjálplegt að velta fyrir sér hvað skipti börnin mestu máli og hvað skilur eftir sig dýrmætustu minningarnar fyrir þau. Félagslegir töfrar Ég man eftir að hafa heyrt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, ræða félagslega töfra og það hvernig þeir töfrar ættu undir högg að sækja með dvínandi samskiptum fólks. Viðar lýsir félagslegum töfrum sem töfrunum sem verða til í samskiptum fólks. Getum við fundið fyrir jólatöfrum? Getur verið að jólatöfrar eigi líka undir högg að sækja í þeim mikla hraða sem við lifum við í nútímasamfélagi? Jólatöfrar eru í mínum huga hin óáþreifanlega upplifun jólahátíðarinnar. Töfrar sem geta birst í göngutúr í nýföllnum snjó þegar horft er á fljúgandi hvítar snjóflygsurnar í fullkominni kyrrð, töfrarnir sem við finnum þegar við gefum og þiggjum sem hluta hátíðarhaldanna, töfrarnir sem felast í því að staldra við og rifja upp þær góðu minningar sem árið hefur fært okkur, töfrarnir sem felast í því að sjá einlæga gleði barnanna yfir þeirri undraveröld sem jólahátíðin getur boðið upp á og töfrarnir sem við getum veitt hverju öðru í einlægri gleði, þakklæti og hamingju. Að sama skapi geta töfrarnir horfið eins og dögg fyrir sólu vegna streitu, spennu, ágreinings, óánægju, fullkomnunaráráttu, ofbeldis, ofneyslu lyfja, áfengis eða vímuefna og annars sem varpar skugga á jólahaldið. Mikilvægt er að við hjálpumst að við að reyna að bæta líðan okkar og annarra um hátíðarnar. Köllum fram jólatöfra og eignumst dýrmætar minningar Áskorun okkar sem einstaklinga og sem samfélags felst í því að skoða vel hug okkar og gjörðir og kanna hvernig við getum kallað fram og hlúð að hinum mögnuðu jólatöfrum og þannig leyft hinum sanna jólaanda að njóta sín. Það skilur eftir sig dýrmætar minningar sem eru meira virði en allt annað. Gleðilega hátíð ljóss, friðar og jólatöfra. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun