Handbolti

Gísli og Bjarki til­nefndir sem bestu leik­menn heims

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gísli Þoreir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru tilnefndir sem bestu leikmenn heims í sinni stöðu.
Gísli Þoreir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru tilnefndir sem bestu leikmenn heims í sinni stöðu. Vísir/Getty

Íslensku landsliðsmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru tilnefndir sem bestu leikmenn heims í sinni stöðu.

Eins og áður er það vefsíðan Handball-Planet sem stendur fyrir valinu og eru fjórir leikmenn tilnefndir í hverri stöðu fyrir sig. Bjarki Már er þannig einn af fjórum vinstri hornamönnum sem eru tilnefndir og Gísli Þorgeir einn af fjórum miðjumönnum.

Bjarki Már hefur átt góðu gengi að fagna með ungverska stórliðinu Telekom Veszprém á árinu. Liðið ungverskur meistari í vor og trónir á toppi ungversku deildarinnar um þessar mundir. Hampus Wanne, leikmaður Barcelona, Dylan Nahi, leikmaður Kielce og Angel Fernandez, leikmaður Limoges, eru einnig tilnefndir í stöðu vinstri hornamanns.

Þá átti Gísli Þorgeir einnig frábært ár með Magdeburg þar sem liðið fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu í vor og trónir nú á toppi þýsku deildarinnar. Gísli meiddist á öxl í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, en náði að tjasla sér samann fyrir úrslitaleikinn og leiða liðið til sigurs þar sem hann var valinn mikilvægasti leikmaðurinn. Juri Knorr, leikmaður Rhein Neckar Lowen, Jim Gottfridsson, leikmaður Flensburg og Luc Stens, leikmaður PSG, eru einnig tilnefndir í stöðu miðjumanns.

Meiðslin settu þó strik í reikninginn og hefur hann verið frá keppni stærstan hluta yfirstandandi tímabils, en er farinn að ná vopnum sínum í tæka tíð fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×