Samkeppni á raforkumarkaði og staða almennings í landinu Steingrímur Ægisson og Sigrún Eyjólfsdóttir skrifa 21. desember 2023 07:00 Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis til laga um breytingar á raforkulögum til að tryggja almenningi forgang að raforku ef til kemur viðvarandi orkuskortur. Felur frumvarpið m.a. í sér að komi til orkuskorts geti þau fyrirtæki sem kaupa raforku í heildsölu af Landsvirkjun aðeins selt þá orku til almennings, stofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en ekki stórnotenda eins og þau gera að einhverju leyti núna. Þessi skilyrði munu hins vegar ekki eiga við um Landsvirkjun, þ.e. það fyrirtæki getur áfram boðið öllum sínum viðskiptavinum, þ.m.t. stórnotendum upp á raforku með sama fyrirkomulagi og áður. Til stóð að afgreiða frumvarpið fyrir jól, en afgreiðslu þess var að lokum frestað. Samkeppniseftirlitið veitti umsögn við frumvarpið, sem birt var á heimasíðu eftirlitsins þann 12. desember 2023. Af gefnu tilefni teljum við rétt að árétta nokkur atriði sem skipta miklu máli þegar reglur um þetta eru mótaðar og settar. Fyrst ber að árétta að Samkeppniseftirlitið hefur fullan skilning á því að taka þurfi á þeim vanda sem mögulega getur komið upp á raforkumarkaði í náinni framtíð vegna skorts á raforku. Þannig kunni að verða mikilvægt að tryggja að almenningur og fyrirtæki njóti forgangs á raforku fram yfir stórnotendur og einnig að raforkukostnaður neytenda verði ekki óhóflegur ef til kæmi orkuskortur. Við val á leiðum til að verja þessa almannahagsmuni verður að hafa í huga að markmið raforkulaga um aukna samkeppni og neytendavernd hafa ekki náð fram að ganga sem skildi á þeim tuttugu árum sem lögin hafa verið í gildi. Mikilvægt er því að allar aðgerðir sem ráðist er í nú miði eins og kostur er að því að auka samkeppni, þar á meðal að skerða ekki tækifæri minni og nýrri aðila á markaðnum til þess að keppa við stærri aðila. Þegar verja þarf sérstaka almannahagsmuni, eins og aðgengi almennings að raforku, er mikilvægt að velja þá leið sem helst styður við samkeppni og síst takmarkar hana. Til er viðurkennd aðferðafræði sem miðar að þessu, en hún hefur verið kölluð samkeppnismat (e. competition assessment toolkit). Er þessari aðferðafræði lýst í áliti nr. 2/2009, Samkeppnismat stjórnvalda. Samkeppniseftirlitið hefur talað fyrir því að samkeppnismati sé beitt við undirbúning nýrra laga og reglna, en með misjöfnum árangri. Eitt af því sem almennt ber að varast er að stjórnvöld mismuni fyrirtækjum á markaði með reglusetningu. Þannig getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir almannahagsmuni ef lög og reglur mismuna þátttakendum á markaði með þeim hætti að tækifæri minni aðila til að keppa skerðist. Þetta getur t.d. gerst ef settar eru reglur sem með einhverjum hætti veita markaðsráðandi eða opinberu fyrirtæki tækifæri sem öðrum standa ekki til boða, eða setja minni og nýjum fyrirtækjum skorður sem ekki eiga við um hið markaðsráðandi fyrirtæki. Slíkar reglur geta síðan mögulega haft þau áhrif að erfiðara verður að verja samkeppni með beitingu almennra samkeppnisreglna til framtíðar, þar á meðal beitingu bannsins við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þótt markmið fyrirliggjandi frumvarps sé að verja hagmuni almennings og fyrirtækja gagnvart raforkuviðskiptum stórnotenda, getur mismununin sem í því felst skaðað samkeppni í sölu raforku til almennings og fyrirtækja til lengri tíma. Samkeppniseftirlitinu hafa á liðnum misserum borist allmargar kvartanir og ábendingar vegna samkeppnisaðstæðna á raforkumarkaði. Tengjast þær í mörgum tilvikum orkuskiptum og breytingum vegna aðgerða gegn hlýnun jarðar og tilraunum nýrra og smærri aðila til að komast inn á markaðinn og vaxa við hlið rótgrónari fyrirtækja. Þessar kvartanir og ábendingar eru til vitnis um gerjun og vilja til breytinga sem til lengri tíma geta leitt til virkari samkeppni. Áhersla stjórnvalda verður að beinast að því að liðka til fyrir nýjum tækifærum og virkari samkeppni og leysa úr þeim samkeppnishindrunum sem til staðar eru. Allt framangreint verður að hafa í huga þegar valdar eru leiðir til þess að verja aðgang almennings að ódýrri raforku. Fyrrgreind umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp atvinnuveganefndar byggir á þessum sjónarmiðum. Höfundar eru verkefnis-og teymisstjórar hjá Samkeppniseftirlitinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis til laga um breytingar á raforkulögum til að tryggja almenningi forgang að raforku ef til kemur viðvarandi orkuskortur. Felur frumvarpið m.a. í sér að komi til orkuskorts geti þau fyrirtæki sem kaupa raforku í heildsölu af Landsvirkjun aðeins selt þá orku til almennings, stofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en ekki stórnotenda eins og þau gera að einhverju leyti núna. Þessi skilyrði munu hins vegar ekki eiga við um Landsvirkjun, þ.e. það fyrirtæki getur áfram boðið öllum sínum viðskiptavinum, þ.m.t. stórnotendum upp á raforku með sama fyrirkomulagi og áður. Til stóð að afgreiða frumvarpið fyrir jól, en afgreiðslu þess var að lokum frestað. Samkeppniseftirlitið veitti umsögn við frumvarpið, sem birt var á heimasíðu eftirlitsins þann 12. desember 2023. Af gefnu tilefni teljum við rétt að árétta nokkur atriði sem skipta miklu máli þegar reglur um þetta eru mótaðar og settar. Fyrst ber að árétta að Samkeppniseftirlitið hefur fullan skilning á því að taka þurfi á þeim vanda sem mögulega getur komið upp á raforkumarkaði í náinni framtíð vegna skorts á raforku. Þannig kunni að verða mikilvægt að tryggja að almenningur og fyrirtæki njóti forgangs á raforku fram yfir stórnotendur og einnig að raforkukostnaður neytenda verði ekki óhóflegur ef til kæmi orkuskortur. Við val á leiðum til að verja þessa almannahagsmuni verður að hafa í huga að markmið raforkulaga um aukna samkeppni og neytendavernd hafa ekki náð fram að ganga sem skildi á þeim tuttugu árum sem lögin hafa verið í gildi. Mikilvægt er því að allar aðgerðir sem ráðist er í nú miði eins og kostur er að því að auka samkeppni, þar á meðal að skerða ekki tækifæri minni og nýrri aðila á markaðnum til þess að keppa við stærri aðila. Þegar verja þarf sérstaka almannahagsmuni, eins og aðgengi almennings að raforku, er mikilvægt að velja þá leið sem helst styður við samkeppni og síst takmarkar hana. Til er viðurkennd aðferðafræði sem miðar að þessu, en hún hefur verið kölluð samkeppnismat (e. competition assessment toolkit). Er þessari aðferðafræði lýst í áliti nr. 2/2009, Samkeppnismat stjórnvalda. Samkeppniseftirlitið hefur talað fyrir því að samkeppnismati sé beitt við undirbúning nýrra laga og reglna, en með misjöfnum árangri. Eitt af því sem almennt ber að varast er að stjórnvöld mismuni fyrirtækjum á markaði með reglusetningu. Þannig getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir almannahagsmuni ef lög og reglur mismuna þátttakendum á markaði með þeim hætti að tækifæri minni aðila til að keppa skerðist. Þetta getur t.d. gerst ef settar eru reglur sem með einhverjum hætti veita markaðsráðandi eða opinberu fyrirtæki tækifæri sem öðrum standa ekki til boða, eða setja minni og nýjum fyrirtækjum skorður sem ekki eiga við um hið markaðsráðandi fyrirtæki. Slíkar reglur geta síðan mögulega haft þau áhrif að erfiðara verður að verja samkeppni með beitingu almennra samkeppnisreglna til framtíðar, þar á meðal beitingu bannsins við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þótt markmið fyrirliggjandi frumvarps sé að verja hagmuni almennings og fyrirtækja gagnvart raforkuviðskiptum stórnotenda, getur mismununin sem í því felst skaðað samkeppni í sölu raforku til almennings og fyrirtækja til lengri tíma. Samkeppniseftirlitinu hafa á liðnum misserum borist allmargar kvartanir og ábendingar vegna samkeppnisaðstæðna á raforkumarkaði. Tengjast þær í mörgum tilvikum orkuskiptum og breytingum vegna aðgerða gegn hlýnun jarðar og tilraunum nýrra og smærri aðila til að komast inn á markaðinn og vaxa við hlið rótgrónari fyrirtækja. Þessar kvartanir og ábendingar eru til vitnis um gerjun og vilja til breytinga sem til lengri tíma geta leitt til virkari samkeppni. Áhersla stjórnvalda verður að beinast að því að liðka til fyrir nýjum tækifærum og virkari samkeppni og leysa úr þeim samkeppnishindrunum sem til staðar eru. Allt framangreint verður að hafa í huga þegar valdar eru leiðir til þess að verja aðgang almennings að ódýrri raforku. Fyrrgreind umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp atvinnuveganefndar byggir á þessum sjónarmiðum. Höfundar eru verkefnis-og teymisstjórar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun