Mýtan um töfralausnir ríkissáttasemjara Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 19. desember 2023 13:30 Í nýlegri skoðanagrein sinni, Kaffiboðið í Karphúsinu, fjallar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um hlutverk ríkissáttasemjara og reynir að draga upp samanburð við önnur Norðurlönd, en á röngum forsendum. Því fer fjarri að ríkissáttasemjari sé gestgjafi í kaffiboðum eins og framkvæmdastjórinn gefur í skyn. Flestum ríkissáttasemjurum hefur tekist með skynsemi og lempni að laða aðila á vinnumarkaði til samninga og unnið í því efni aðdáunarvert og gott starf með örfáum undantekningum sem ekki er ástæða til að nefna Óskoraður réttur til vinnustöðvunar Réttur samtaka launafólks til þess að þrýsta á um kröfur sínar í vinnudeilum með boðun vinnustöðvana fellur undir grundvallarmannréttindi sem varin eru af fjölmörgum evrópskum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og hafa lagagildi hér á landi. Hér vísast m.a. til Félagsmálasáttmála Evrópu, Alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 87 og 98. Um þetta er blessunarlega lítið deilt og horfa verður á allar mögulegar og ómögulegar breytingar á íslenska vinnumarkaðslíkaninu með hliðsjón af þessu. Sé horft til annarra Norðurlanda er það rétt að valdheimildir sáttasemjara þar eru a.m.k. sumpart aðrar en hér. Hvort þær eru meiri er eitthvað sem eflaust má deila um en mestu skiptir að þær eru sprottnar upp úr annars konar veruleika. Mikilvægast er hér að hafa í huga að valdheimildir sáttasemjara eru aðeins einn hluti af miklu stærra og flóknara vinnumarkaðsumhverfi þar sem fléttast inn venjur, hagfræði, landafræði og menning viðkomandi lands. Framkvæmdastjóri SA lætur vera að fjalla um þessi grundvallaratriði. Að mörgu leyti eru Norðurlöndin fyrirmynd í málefnum vinnumarkaðar. Stjórnvöldum á Norðurlöndum hefur auðnast í áranna rás að koma á og viðhalda nokkuð góðum félagslegum stöðugleika, jöfnuði og fyrirsjáanleika sem eðli málsins samkvæmt hefur mikil áhrif á vilja launafólks og traust til að ganga til kjarasamninga án mikilla átaka. Hins vegar er það beinlínis rangt að þar ríki ávallt sátt og samlyndi um kaup og kjör. Samstaða um hlutverk ríkissáttasemjara Lykill að velgengni vinnumarkaðslíkans Norðurlandanna er að samtök launafólks og atvinnurekendur hafa komist að sátt um uppbyggingu kerfisins. Þetta er kjarni máls sem framkvæmdastjóri SA kýs einnig að leiða hjá sér. Hlutverk ríkissáttasemjara þar er með þeim hætti sem raun ber vitni vegna þess að aðilar hafa í sameiningu ákveðið að svo skuli vera. Á þeim forsendum hafa þeir verið reiðubúnir að framselja hluta af valdi sem þeir hafa samkvæmt framangreindu. Slíkt hefur vissulega að einhverju leyti verið til umræðu hér á landi áður og mun væntanlega skjóta upp kollinum aftur. Augljóslega verður slík umræða ekki til lykta leidd nema að allir þættir vinnumarkaðsumhverfisins séu ræddir. Að líta svo á að töfralausn sé falin í því að auka valdheimildir ríkissáttasemjara án þess að uppbyggileg umræða hafi átt sér stað við samtök launafólks sem fara með hinn eiginlega kjarasamningsrétt og valdheimildir er í skásta falli óábyrgt og ekki líklegt til að skapa sátt á vinnumarkaði til lengri tíma. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í nýlegri skoðanagrein sinni, Kaffiboðið í Karphúsinu, fjallar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um hlutverk ríkissáttasemjara og reynir að draga upp samanburð við önnur Norðurlönd, en á röngum forsendum. Því fer fjarri að ríkissáttasemjari sé gestgjafi í kaffiboðum eins og framkvæmdastjórinn gefur í skyn. Flestum ríkissáttasemjurum hefur tekist með skynsemi og lempni að laða aðila á vinnumarkaði til samninga og unnið í því efni aðdáunarvert og gott starf með örfáum undantekningum sem ekki er ástæða til að nefna Óskoraður réttur til vinnustöðvunar Réttur samtaka launafólks til þess að þrýsta á um kröfur sínar í vinnudeilum með boðun vinnustöðvana fellur undir grundvallarmannréttindi sem varin eru af fjölmörgum evrópskum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og hafa lagagildi hér á landi. Hér vísast m.a. til Félagsmálasáttmála Evrópu, Alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 87 og 98. Um þetta er blessunarlega lítið deilt og horfa verður á allar mögulegar og ómögulegar breytingar á íslenska vinnumarkaðslíkaninu með hliðsjón af þessu. Sé horft til annarra Norðurlanda er það rétt að valdheimildir sáttasemjara þar eru a.m.k. sumpart aðrar en hér. Hvort þær eru meiri er eitthvað sem eflaust má deila um en mestu skiptir að þær eru sprottnar upp úr annars konar veruleika. Mikilvægast er hér að hafa í huga að valdheimildir sáttasemjara eru aðeins einn hluti af miklu stærra og flóknara vinnumarkaðsumhverfi þar sem fléttast inn venjur, hagfræði, landafræði og menning viðkomandi lands. Framkvæmdastjóri SA lætur vera að fjalla um þessi grundvallaratriði. Að mörgu leyti eru Norðurlöndin fyrirmynd í málefnum vinnumarkaðar. Stjórnvöldum á Norðurlöndum hefur auðnast í áranna rás að koma á og viðhalda nokkuð góðum félagslegum stöðugleika, jöfnuði og fyrirsjáanleika sem eðli málsins samkvæmt hefur mikil áhrif á vilja launafólks og traust til að ganga til kjarasamninga án mikilla átaka. Hins vegar er það beinlínis rangt að þar ríki ávallt sátt og samlyndi um kaup og kjör. Samstaða um hlutverk ríkissáttasemjara Lykill að velgengni vinnumarkaðslíkans Norðurlandanna er að samtök launafólks og atvinnurekendur hafa komist að sátt um uppbyggingu kerfisins. Þetta er kjarni máls sem framkvæmdastjóri SA kýs einnig að leiða hjá sér. Hlutverk ríkissáttasemjara þar er með þeim hætti sem raun ber vitni vegna þess að aðilar hafa í sameiningu ákveðið að svo skuli vera. Á þeim forsendum hafa þeir verið reiðubúnir að framselja hluta af valdi sem þeir hafa samkvæmt framangreindu. Slíkt hefur vissulega að einhverju leyti verið til umræðu hér á landi áður og mun væntanlega skjóta upp kollinum aftur. Augljóslega verður slík umræða ekki til lykta leidd nema að allir þættir vinnumarkaðsumhverfisins séu ræddir. Að líta svo á að töfralausn sé falin í því að auka valdheimildir ríkissáttasemjara án þess að uppbyggileg umræða hafi átt sér stað við samtök launafólks sem fara með hinn eiginlega kjarasamningsrétt og valdheimildir er í skásta falli óábyrgt og ekki líklegt til að skapa sátt á vinnumarkaði til lengri tíma. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun