Handbolti

Þórir fékk fal­lega pabbakveðju frá Maríu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Þórisdóttir er skiljanlega afar ánægð með pabba sinn og hún setur nær alltaf kórónu á karlinn þegar hún birtir myndir af Þóri.
María Þórisdóttir er skiljanlega afar ánægð með pabba sinn og hún setur nær alltaf kórónu á karlinn þegar hún birtir myndir af Þóri. @mariathorisdottir

Þórir Hergeirsson náði ekki að gera norsku handboltastelpurnar að heimsmeisturum um helgina en landaði engu að síður enn einum stórmótaverðlaunum á sínum ferli.

Þórir og norska liðið höfðu unnið EM og HM á síðustu tveimur árum en nú voru þær frönsku bara of sterkar fyrir þær.

Knattspyrnukonan María Þórisdóttir sendi pabba sínum kveðju eftir að úrslitin voru ljós og hún er ánægð með föður sinn.

„Pabbi. Því miður tókst þér ekki að komast alla leið í ár en þú getur yfirgefið mótið með höfuðið hátt. Þú varst að vinna þín fimmtándu verðlaun á stórmóti. Ég á engin orð. Þú ert frábær fyrirmynd og hvatning fyrir mig og svo marga aðra,“ skrifaði María.

„Ég dáist af staðfestu þinni og allri þeirri vinnu sem þú leggur á því á hverjum degi til að ná markmiðum þínum. Þú hefur magnaða hæfileika til að setja saman lið, byggja upp trú að allt sé mögulegt og takast á við áskoranir með ró og yfirvegun,“ skrifaði María.

„Ég er virkilega stolt af þér. Til hamingju með HM-silfrið. Þú átt að vera stoltur af því. Við vitum öll hvar medalían mun hanga þegar þú kemur heim,“ skrifaði María en það má sjá kveðju hennar hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×