Áróðursblekkingar um Borgarlínu Þórarinn Hjaltason skrifar 19. desember 2023 09:01 Þann 6. maí 2022 birtist hér á Vísi greinin „Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum” eftir undirritaðan og Dr. Harald Sigþórsson, samgönguverkfræðing, sem nú er látinn. Við töldum að Svæðisskipilag höfuðborgarsvæðisins væri verulega gallað og að það sem hafi ráðið för við gerð þess hafi verið sambland af óskhyggju og sjálfsblekkingum. Síðan hafi mál þróast á þann veg að Borgarlínan og ofurþétting byggðar verða trúarbrögð þar sem ekki er tekið mark á efasemdarröddum og hálfsannleikur og hreinar rangfærslur taka völdin. Áhugasamir geta lesið greinina hér: Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum - Vísir (visir.is) Þann 6. þ.m. birtist grein hér á Vísi eftir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf (BS), þar sem hann ber saman áætlun um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu með sína 250 þúsund íbúa saman við hágæða almenningssamgöngukerfi (eða áætlanir um þau) í meðalstórum borgum á Norðurlöndunum: Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur? - Vísir (visir.is) Hann bendir á að flestar ef ekki allar þessar borgir séu með hærra hlutfall ferða með almenningssamgöngum og stefni á hærra hlutfall. Enn eina ferðina er Davíð Þorláksson með hálfsannleik og rangfærslur. Í þessum samanburði er hálfsannleikur einkum fólginn í því að framkvæmdastjórinn getur þess ekki að eftirfarandi aðstæður á höfuðborgarsvæðinu eru mjög frábrugðnar aðstæðum í norrænu borgunum: Höfuðborgarsvæðið er með miklu hærri bílaeign en þessar norrænu borgir. Það er staðreynd að há bílaeign þýðir að samkeppnishæfni almenningssamgangna gagnvart einkabílnum er mun lakari. Hinar norrænu borgirnar eru eldri og flestar með mjög gamlan og þröngan borgarkjarna sem byggðist að miklu leyti upp áður en bíllinn kom til sögunnar. Þar er því minna rými fyrir bíla í þröngum götum miðborganna og því meiri ástæða til að þjóna miðborg með góðum almenningssamgöngum. Reykjavík er bílaborg þar sem hin eiginlega miðborg er dreifð um mjög víðfeðmt svæði, allt frá Kvosinni upp í Ártúnshöfða. Auk þess má nefna stór miðsvæði eins og Mjóddina og Smárann í Kópavogi. Fyrir almenningssamgöngur er betra að miðborg sé ekki of dreifð landfræðilega séð. Norrænu löndin eru með góðar lestarsamgöngur með lestarstöð í miðborgunum. Það stuðlar að sjálfsögðu að því að þeir sem koma með lest utan af landi eiga auðvelt með að skipta yfir í strætó, hraðvagnakerfi (BRT) eða léttlest á aðallestarstöðinni. Framkvæmdastjóri BS hefði líka átt að geta þess að umfang væntanlegs Borgarlínukerfisins á höfuðborgarsvæðinu er tæplega 60 km og að hágæðakerfi hinna norrænu borganna munu ekki komast með tærnar þar sem höfuðborgarsvæðið er með hælana, nema Stavanger þar sem áætlað er hraðvagnakerfi (Bussveien) upp á 50 km. Það verður líklega Evrópumet í lengd hraðvagnakerfis þangað til Borgarlínan slær það kannski þó síðar verði. Ekki hefði sakað að geta þess að Norðmenn eiga digran olíusjóð og vita ekki aura sinna tal. Það sem telja verður að falli undir hreinar rangfærslur er að framkvæmdastjóri BS gefur í flestum tilvikum upp íbúafjölda hinna norrænu borganna í stað þess að gefa upp íbúafjölda viðkomandi borgarsvæða eða atvinnusvæða svo samanburðurinn verði raunhæfur. Eftirfarandi eru mestu frávikin: Lundur með sína 82.000 íbúa er á Malmösvæðinu sem telur nálægt 700.000 íbúa. Bergenborg er með 260.000 íbúa en á Bergensvæðinu búa 420.000 manns. Uppsalaborg er með 168.000 íbúa en á Uppsalasvæðinu búa um 300.000 manns. Í Álaborg (Ålborg by) búa 134.000 manns, en í öllu sveitarfélaginu (Ålborg kommune) búa 223.000 manns. Á Norður-Jótlandssvæðinu búa nálægt 600.000 manns skv. Wikipedia: Norður-Jótland - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Í Odense búa rúmlega 200.000 manns en á Fjóni, sem er eitt atvinnusvæði, búa um 500.000 manns skv. Wikipedia: Odense - Wikipedia Það er til háborinnar skammar að framkvæmdastjóri opinbers fyrirtækins beri svona blekkingar á borð fyrir almenning. Í stuttu máli þá eru þessar norrænu borgir langt frá því að vera sambærilegar við höfuðborgarsvæðið. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Þórarinn Hjaltason Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þann 6. maí 2022 birtist hér á Vísi greinin „Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum” eftir undirritaðan og Dr. Harald Sigþórsson, samgönguverkfræðing, sem nú er látinn. Við töldum að Svæðisskipilag höfuðborgarsvæðisins væri verulega gallað og að það sem hafi ráðið för við gerð þess hafi verið sambland af óskhyggju og sjálfsblekkingum. Síðan hafi mál þróast á þann veg að Borgarlínan og ofurþétting byggðar verða trúarbrögð þar sem ekki er tekið mark á efasemdarröddum og hálfsannleikur og hreinar rangfærslur taka völdin. Áhugasamir geta lesið greinina hér: Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum - Vísir (visir.is) Þann 6. þ.m. birtist grein hér á Vísi eftir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf (BS), þar sem hann ber saman áætlun um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu með sína 250 þúsund íbúa saman við hágæða almenningssamgöngukerfi (eða áætlanir um þau) í meðalstórum borgum á Norðurlöndunum: Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur? - Vísir (visir.is) Hann bendir á að flestar ef ekki allar þessar borgir séu með hærra hlutfall ferða með almenningssamgöngum og stefni á hærra hlutfall. Enn eina ferðina er Davíð Þorláksson með hálfsannleik og rangfærslur. Í þessum samanburði er hálfsannleikur einkum fólginn í því að framkvæmdastjórinn getur þess ekki að eftirfarandi aðstæður á höfuðborgarsvæðinu eru mjög frábrugðnar aðstæðum í norrænu borgunum: Höfuðborgarsvæðið er með miklu hærri bílaeign en þessar norrænu borgir. Það er staðreynd að há bílaeign þýðir að samkeppnishæfni almenningssamgangna gagnvart einkabílnum er mun lakari. Hinar norrænu borgirnar eru eldri og flestar með mjög gamlan og þröngan borgarkjarna sem byggðist að miklu leyti upp áður en bíllinn kom til sögunnar. Þar er því minna rými fyrir bíla í þröngum götum miðborganna og því meiri ástæða til að þjóna miðborg með góðum almenningssamgöngum. Reykjavík er bílaborg þar sem hin eiginlega miðborg er dreifð um mjög víðfeðmt svæði, allt frá Kvosinni upp í Ártúnshöfða. Auk þess má nefna stór miðsvæði eins og Mjóddina og Smárann í Kópavogi. Fyrir almenningssamgöngur er betra að miðborg sé ekki of dreifð landfræðilega séð. Norrænu löndin eru með góðar lestarsamgöngur með lestarstöð í miðborgunum. Það stuðlar að sjálfsögðu að því að þeir sem koma með lest utan af landi eiga auðvelt með að skipta yfir í strætó, hraðvagnakerfi (BRT) eða léttlest á aðallestarstöðinni. Framkvæmdastjóri BS hefði líka átt að geta þess að umfang væntanlegs Borgarlínukerfisins á höfuðborgarsvæðinu er tæplega 60 km og að hágæðakerfi hinna norrænu borganna munu ekki komast með tærnar þar sem höfuðborgarsvæðið er með hælana, nema Stavanger þar sem áætlað er hraðvagnakerfi (Bussveien) upp á 50 km. Það verður líklega Evrópumet í lengd hraðvagnakerfis þangað til Borgarlínan slær það kannski þó síðar verði. Ekki hefði sakað að geta þess að Norðmenn eiga digran olíusjóð og vita ekki aura sinna tal. Það sem telja verður að falli undir hreinar rangfærslur er að framkvæmdastjóri BS gefur í flestum tilvikum upp íbúafjölda hinna norrænu borganna í stað þess að gefa upp íbúafjölda viðkomandi borgarsvæða eða atvinnusvæða svo samanburðurinn verði raunhæfur. Eftirfarandi eru mestu frávikin: Lundur með sína 82.000 íbúa er á Malmösvæðinu sem telur nálægt 700.000 íbúa. Bergenborg er með 260.000 íbúa en á Bergensvæðinu búa 420.000 manns. Uppsalaborg er með 168.000 íbúa en á Uppsalasvæðinu búa um 300.000 manns. Í Álaborg (Ålborg by) búa 134.000 manns, en í öllu sveitarfélaginu (Ålborg kommune) búa 223.000 manns. Á Norður-Jótlandssvæðinu búa nálægt 600.000 manns skv. Wikipedia: Norður-Jótland - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Í Odense búa rúmlega 200.000 manns en á Fjóni, sem er eitt atvinnusvæði, búa um 500.000 manns skv. Wikipedia: Odense - Wikipedia Það er til háborinnar skammar að framkvæmdastjóri opinbers fyrirtækins beri svona blekkingar á borð fyrir almenning. Í stuttu máli þá eru þessar norrænu borgir langt frá því að vera sambærilegar við höfuðborgarsvæðið. Höfundur er samgönguverkfræðingur.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun