Hvað ætlar Samfylkingin að verða, ef hún verður stór? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Með nokkurra vikna millibili hér í haust og vetrarbyrjun tilkynnti Samfylkingin í tvígang hvernig hún ætlaði að bjarga málunum. Fyrst átti að bjarga heilbrigðiskerfinu frá glötun og fjármagna þá aðgerð með því að hækka fjármagnstekjuskatt, hækka veiðigjöldin, taka til baka lækkun bankaskatts og loka svokölluðu ehf-gati. Við aðra umræðu fjárlaga kom svo Samfylkingin með tillögur til þess að bjarga heimilunum frá gjaldþroti eða einhverju þaðan af verra. Svokallaðan kjarapakka. Þann pakka átti svo að fjármagna með hækkun sömu skatta og getið er hér að ofan og lokun ehf-gatsins. Þegar "stjörnuhagfræðingnum" sem nú um stundir gegnir embætti formanns Samfylkingarinnar, var bent á að þarna væri verið að tala um tvær aðskildar aðgerðir sem fjármagna átti með sömu skattahækkuninni, sagði formaðurinn það að þetta væri vel hægt því önnur aðgerðin væri til skamms tíma en hin til langs tíma. Nú er það svo, að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar (og ekki evrunni heldur). Það er því alveg morgunljóst að komist Samfylkingin í aðstöðu til þess að framkvæma þessar aðgerðir sínar, þarf annað hvort að hækka áðurnefnda skatta í tvígang og loka ehf-gatinu tvisvar. Eða hækka þessa skatta um rúmlega tvöfalt það sem nú er sagt. Það þarf nú ekki hagfræðing og því síður "stjörnuhagfræðing", til að átta sig á því, að stórfelldar skattahækkanir, eru sjaldnast rétta leiðin til þess að fjármagna rándýr kosningaloforð. Heldur sé það rétta leiðin að stuðla að frekari atvinnubyggingu og verðmætasköpun, sem skili sér í meiri tekjum í ríkissjóð í gegnum breiðari skattstofna. Skattahækkanir hægi hins vegar á allri atvinnuppbyggingu og verðmætasköpun. Verðmætin verða nefnilega ekki til í vösum skattgreiðenda! Við sem þjóð erum í dauðafæri til þess að auka hér verðmætasköpun svo um munar. Þau tækifæri liggja í frekari virkjarnaframkvæmdum og öllum þeim atvinnutækifærum sem aukin orka gæti skapað okkur. Þar kemur matvælaframleiðsla fljótt upp í hugann og svo framleiðsla rafeldsneytis svo eitthvað sé nefnt. Samfylkingin velur auðvitað skattaleiðina, þar sem að ekki einu sinni sex manna þingflokkur hennar getur ekki talað einu máli, hvort sem það er í orkumálum eða öðrum málum er lúta að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun. Sennilega verður bara þjóðin að bíða þangað til að Samfylkingin ákveður hvað hún ætli að verða þegar hún verður stór, áður vænta má þess að í tillögum hennar verði eitthvað sem byggjandi er á. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Samfylkingin Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Með nokkurra vikna millibili hér í haust og vetrarbyrjun tilkynnti Samfylkingin í tvígang hvernig hún ætlaði að bjarga málunum. Fyrst átti að bjarga heilbrigðiskerfinu frá glötun og fjármagna þá aðgerð með því að hækka fjármagnstekjuskatt, hækka veiðigjöldin, taka til baka lækkun bankaskatts og loka svokölluðu ehf-gati. Við aðra umræðu fjárlaga kom svo Samfylkingin með tillögur til þess að bjarga heimilunum frá gjaldþroti eða einhverju þaðan af verra. Svokallaðan kjarapakka. Þann pakka átti svo að fjármagna með hækkun sömu skatta og getið er hér að ofan og lokun ehf-gatsins. Þegar "stjörnuhagfræðingnum" sem nú um stundir gegnir embætti formanns Samfylkingarinnar, var bent á að þarna væri verið að tala um tvær aðskildar aðgerðir sem fjármagna átti með sömu skattahækkuninni, sagði formaðurinn það að þetta væri vel hægt því önnur aðgerðin væri til skamms tíma en hin til langs tíma. Nú er það svo, að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar (og ekki evrunni heldur). Það er því alveg morgunljóst að komist Samfylkingin í aðstöðu til þess að framkvæma þessar aðgerðir sínar, þarf annað hvort að hækka áðurnefnda skatta í tvígang og loka ehf-gatinu tvisvar. Eða hækka þessa skatta um rúmlega tvöfalt það sem nú er sagt. Það þarf nú ekki hagfræðing og því síður "stjörnuhagfræðing", til að átta sig á því, að stórfelldar skattahækkanir, eru sjaldnast rétta leiðin til þess að fjármagna rándýr kosningaloforð. Heldur sé það rétta leiðin að stuðla að frekari atvinnubyggingu og verðmætasköpun, sem skili sér í meiri tekjum í ríkissjóð í gegnum breiðari skattstofna. Skattahækkanir hægi hins vegar á allri atvinnuppbyggingu og verðmætasköpun. Verðmætin verða nefnilega ekki til í vösum skattgreiðenda! Við sem þjóð erum í dauðafæri til þess að auka hér verðmætasköpun svo um munar. Þau tækifæri liggja í frekari virkjarnaframkvæmdum og öllum þeim atvinnutækifærum sem aukin orka gæti skapað okkur. Þar kemur matvælaframleiðsla fljótt upp í hugann og svo framleiðsla rafeldsneytis svo eitthvað sé nefnt. Samfylkingin velur auðvitað skattaleiðina, þar sem að ekki einu sinni sex manna þingflokkur hennar getur ekki talað einu máli, hvort sem það er í orkumálum eða öðrum málum er lúta að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun. Sennilega verður bara þjóðin að bíða þangað til að Samfylkingin ákveður hvað hún ætli að verða þegar hún verður stór, áður vænta má þess að í tillögum hennar verði eitthvað sem byggjandi er á. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun