Handbolti

„Erum opnir við hvorn annan“

Aron Guðmundsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari og Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður landsliðsins.
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari og Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður landsliðsins. Vísir/Samsett mynd

Gísli Þor­geir Kristjáns­son, lands­liðs­maður í hand­bolta, er í stöðugu sam­bandi við Snorra Stein Guð­jóns­son, lands­liðs­þjálfara Ís­lands í og upp­færir hann reglu­lega um stöðuna á sér í að­draganda næsta stór­móts Ís­lands en Gísli er að snúa til baka úr meiðslum.

Undan­farnar vikur farið í vanga­veltur um það hvort Gísli Þor­geir Kristjáns­son, einn af bestu leik­mönnum í heimi, verði klár í slaginn á EM. Gísli er að vinna sig aftur inn á völlinn mánuðir eftir að hafa gengist undir gekkst að­gerð á öxl síðasta sumar.

Hann er mættur aftur á leik­skýrslu hjá Mag­deburg og fær mínútur hér og þar en þar er skiljan­lega farið var­færnis­lega í sakirnar af ótta við bak­slag sem er alltaf við­loðandi þegar að menn hafa verið lengi frá.

Gísli stefnir sjálfur ó­trauður að því að spila á EM í Þýska­landi í næsta mánuði og heldur Snorra Steini, lands­liðs­þjálfara Ís­lands, vel upp­lýstum um stöðuna á sér en EM hópur Ís­lands verður opin­beraður núna á mánu­daginn þar sem gera má ráð fyrir að nafn Gísla Þor­geirs verði að finna.

„Við Snorri erum búnir að vera í miklu sam­bandi,“ segir Gísli í sam­tali við Vísi um sam­skipti sín og Snorra undan­farið. „Ég er reglu­lega búinn að gefa honum stöðuna á mér. Hvernig öxlin og standið á mér er. Við erum búnir að vera mjög opnir við hvorn annan og það hefur gengið gríðar­lega vel að vera í sam­skiptum við hann.“

Ís­lenska lands­liðið er á leiðinni á sitt fyrsta stór­mót undir stjórn Snorra Steins Guð­jóns­sonar sem hafði áður getið sér gott orð sem þjálfari Vals. Þá á hann að baki afar far­sælan feril sem at­vinnu- og lands­liðs­maður.

Þú veist þá ná­kvæm­lega til hvers er ætlast af þér þegar að þú ferð inn á völlinn undir hans stjórn?

„Já hundrað prósent. Ég er gríðar­lega spenntur fyrir því að verða aftur hluti af þessu liði og spila undir stjórn Snorra og Arnórs Atla.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×