Heimsmeistararnir í úrslit eftir dramatíska framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2023 18:29 Noregur er á leið í úrslitaleik HM kvenna í handbolta. EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT Noregur, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, er á leið í úrslitaleik HM kvenna í handbolta eftir dramatískan eins marks sigur gegn Dönum í framlengdum spennutrylli í kvöld, 28-29. Dönsku stelpurnar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum leiksins. Norska liðið minnkaði þó muninn fljótt niður í eitt mark áður en Danir náðu tökum á leiknum á ný og héldu fjögurra til fimm marka forystu lengst af. Mest náðu Danir sex marka forystu í stöðunni 14-8, en þær norsku skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan var því 14-9 þegar liðin gengu til búningshebergja. Það var því ljóst að norsku stelpurnar hans Þóris höfðu verk að vinna í síðari hálfleik. Þær skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk áður en danska liðið náði vopnum sínum á ný og við tóku æsispennandi mínútur það sem eftir lifði leiks. Norska liðið minnkaði muninn niður í eitt mark í stöðunni 18-17, en þrátt fyrir nokkur góð tækifæri til að jafna metin virtist það ekki ætla að ganga upp. Þórir tók leikhlé fyrir norska liðið í stöðunni 22-20 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Við það skellti norska vörnin í lás og liðið náði forystunni í stöðunni 22-23 þegar slétt mínúta var til leiksloka. Danska liðið tók sitt síðasta leikhlé þegar um tuttugu sékúndur voru eftir af leiknum og þegar höndin hjádómurunum var komin upp fiskaði liðið vítakast sem Kristina Jorgensen tók og skoraði af miklu öryggi úr. Niðurstaðan því 23-23 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu þurfti til að skera úr um sigurvegara. Liðin skoruðu sín tvö mörkin hvor í fyrri hálfleik framlengingar og því var enn jafnt fyrir seinustu fimm mínútur leiksins, 25-25. Áfram var jafnræði með liðunum og lítið sem ekkert sem virtist geta skilið þau að. Danir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka, en Henny Ella Reistad tryggði norska liðinu ótrúlegan sigur með marki í þann mund sem lokaflautið gall, sínu fimmtánda marki í leiknum. Noregur er þar með á leið í úrslit þar sem liðið mun freista þess að verja heimsmeistaratitilinn gegn annað hvort Svíum eða Frökkum, en Danir munu leika um bronsið. HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Dönsku stelpurnar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum leiksins. Norska liðið minnkaði þó muninn fljótt niður í eitt mark áður en Danir náðu tökum á leiknum á ný og héldu fjögurra til fimm marka forystu lengst af. Mest náðu Danir sex marka forystu í stöðunni 14-8, en þær norsku skoruðu síðasta mark hálfleiksins og staðan var því 14-9 þegar liðin gengu til búningshebergja. Það var því ljóst að norsku stelpurnar hans Þóris höfðu verk að vinna í síðari hálfleik. Þær skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í tvö mörk áður en danska liðið náði vopnum sínum á ný og við tóku æsispennandi mínútur það sem eftir lifði leiks. Norska liðið minnkaði muninn niður í eitt mark í stöðunni 18-17, en þrátt fyrir nokkur góð tækifæri til að jafna metin virtist það ekki ætla að ganga upp. Þórir tók leikhlé fyrir norska liðið í stöðunni 22-20 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Við það skellti norska vörnin í lás og liðið náði forystunni í stöðunni 22-23 þegar slétt mínúta var til leiksloka. Danska liðið tók sitt síðasta leikhlé þegar um tuttugu sékúndur voru eftir af leiknum og þegar höndin hjádómurunum var komin upp fiskaði liðið vítakast sem Kristina Jorgensen tók og skoraði af miklu öryggi úr. Niðurstaðan því 23-23 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu þurfti til að skera úr um sigurvegara. Liðin skoruðu sín tvö mörkin hvor í fyrri hálfleik framlengingar og því var enn jafnt fyrir seinustu fimm mínútur leiksins, 25-25. Áfram var jafnræði með liðunum og lítið sem ekkert sem virtist geta skilið þau að. Danir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar um tíu sekúndur voru til leiksloka, en Henny Ella Reistad tryggði norska liðinu ótrúlegan sigur með marki í þann mund sem lokaflautið gall, sínu fimmtánda marki í leiknum. Noregur er þar með á leið í úrslit þar sem liðið mun freista þess að verja heimsmeistaratitilinn gegn annað hvort Svíum eða Frökkum, en Danir munu leika um bronsið.
HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira