Rafmagnshjól með virðisaukaskattsvindinn í fangið á nýju ári Hilmar Ingimundarson skrifar 15. desember 2023 07:01 Með setningu bráðabirgðaákvæðis XXVI við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. lög nr. 154/2019, var tollyfirvöldum gert heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt upp að hámarki 96.000 kr. við kaup á virkum samgöngutækjum. Á þessum fjórum árum hafa rafmagnshjól, og hjólreiðar almennt, heldur betur rutt sér til rúms hér á landi og opnað hefur verið fyrir mun stærri hóp að nýta sér hjólreiðar bæði til þess að fara í og úr vinnu og sinna öðrum erindum, en ekki síður til að efla lýðheilsu. Það er jákvæð breyting og ánægjulegt að sjá hvað rafmagnshjólum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár og skipa sífellt stærri sess á stígum og slóðum á höfuðborgarsvæðinu. Nú um áramótin taka gildi breytingar þar sem fella á niður framangreint bráðabirgðaákvæði, og aðeins á að styrkja kaup á rafmagnsbílum og öðrum hreinorkubílum.Fallið verður því frá stuðningi sem hefur verið síðustu ár vegna kaupa á virkum samgöngutækjum, eða öðrum farartækjum sem flokkast sem vistvæn. Rafmagnshjól og reiðhjól munu ekki falla inn í nýtt styrkjakerfi Orkusjóðs sem tekur við af núgildandi virðisaukaskattsívilnunum. Á tímum þegar verðbólga og vextir eru í hæstu hæðum og umhverfismál og heilsa almennings eru í brennidepli skýtur það skökku við að sporna gegn hvötum til fjölbreyttari og heilsusamlegri samgangna. Rafmagnshjól eru kærkomin og ánægjuleg viðbót við þá fjölbreyttu flóru samgöngumáta sem nýtist okkur við að komast á milli staða. Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafhjólum tel ég að mismuni ört stækkandi hópi fólks sem kýs að hjóla til vinnu og nýta reiðhjól sem ferðamáta, þegar því er við komið. Endurgreiðslan fullnýtist í núverandi fyrirkomulagi fyrir rafmagnshjól sem kostar um 400 þúsund krónur, sem mun hækka uppí tæp 500.000 krónur eftir áramót þegar niðurfellingarinnar nýtur ekki lengur við. Það munar um minna. Því mun óhjákvæmilega draga úr nýliðun og fjölgun í hópi vistvænni samgangna. Það er því mikilvægt að virðisaukaskattsívilnun fyrir rafmagnshjól og reiðhjól fái áfram brautargengi og að hún verði framlengd til að styðja við frelsi einstaklingsins til að geta nýtt sér umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngumáta. Því leyfi ég mér að hvetja alþingismenn til þess að halda aftur af opinberum álögum á rafknúin reiðhjól, senda jákvæð og rétt skilaboð um vistvænar samgöngur og styðja við alla samgöngumáta til jafns. Höfundur er hjólreiðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skattar og tollar Hjólreiðar Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Með setningu bráðabirgðaákvæðis XXVI við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. lög nr. 154/2019, var tollyfirvöldum gert heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt upp að hámarki 96.000 kr. við kaup á virkum samgöngutækjum. Á þessum fjórum árum hafa rafmagnshjól, og hjólreiðar almennt, heldur betur rutt sér til rúms hér á landi og opnað hefur verið fyrir mun stærri hóp að nýta sér hjólreiðar bæði til þess að fara í og úr vinnu og sinna öðrum erindum, en ekki síður til að efla lýðheilsu. Það er jákvæð breyting og ánægjulegt að sjá hvað rafmagnshjólum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár og skipa sífellt stærri sess á stígum og slóðum á höfuðborgarsvæðinu. Nú um áramótin taka gildi breytingar þar sem fella á niður framangreint bráðabirgðaákvæði, og aðeins á að styrkja kaup á rafmagnsbílum og öðrum hreinorkubílum.Fallið verður því frá stuðningi sem hefur verið síðustu ár vegna kaupa á virkum samgöngutækjum, eða öðrum farartækjum sem flokkast sem vistvæn. Rafmagnshjól og reiðhjól munu ekki falla inn í nýtt styrkjakerfi Orkusjóðs sem tekur við af núgildandi virðisaukaskattsívilnunum. Á tímum þegar verðbólga og vextir eru í hæstu hæðum og umhverfismál og heilsa almennings eru í brennidepli skýtur það skökku við að sporna gegn hvötum til fjölbreyttari og heilsusamlegri samgangna. Rafmagnshjól eru kærkomin og ánægjuleg viðbót við þá fjölbreyttu flóru samgöngumáta sem nýtist okkur við að komast á milli staða. Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafhjólum tel ég að mismuni ört stækkandi hópi fólks sem kýs að hjóla til vinnu og nýta reiðhjól sem ferðamáta, þegar því er við komið. Endurgreiðslan fullnýtist í núverandi fyrirkomulagi fyrir rafmagnshjól sem kostar um 400 þúsund krónur, sem mun hækka uppí tæp 500.000 krónur eftir áramót þegar niðurfellingarinnar nýtur ekki lengur við. Það munar um minna. Því mun óhjákvæmilega draga úr nýliðun og fjölgun í hópi vistvænni samgangna. Það er því mikilvægt að virðisaukaskattsívilnun fyrir rafmagnshjól og reiðhjól fái áfram brautargengi og að hún verði framlengd til að styðja við frelsi einstaklingsins til að geta nýtt sér umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngumáta. Því leyfi ég mér að hvetja alþingismenn til þess að halda aftur af opinberum álögum á rafknúin reiðhjól, senda jákvæð og rétt skilaboð um vistvænar samgöngur og styðja við alla samgöngumáta til jafns. Höfundur er hjólreiðamaður.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun