Þjóðarsátt um hvað? Sandra F. Franks skrifar 13. desember 2023 11:31 Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur. Og það á líka við í kjaramálum þegar efnahagsmál þjóðarinnar eru í uppnámi. Árið 1990 voru gerðir sögulegir kjarasamningar milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisins. Aldrei áður höfðu jafnmargir ólíkir hagsmunaaðilar komið að kjarasamningagerð. Með þeim varð þjóðarsátt um að klippt yrði á áralangar víxlhækkanir launa og verðlags. Áherslan þá voru meðal annars hóflegar verðhækkanir og skattabreytingar. Þannig var hægt að ná niður verðbólgunni. Margir hafa eignað sér heiðurinn á þessum samningum enda var þeim lýst sem efnahagslegu afreki þar sem stöðugleiki komst á í efnahagsmálum. En það eru fyrst og fremst aðilar vinnumarkaðarins, bæði þess almenna og hins opinbera, sem eiga heiðurinn að þessari þjóðarsátt. Verðbólgueitrið Nú eru aftur blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Verðbólgan er allt of há. Vextir þar af leiðandi einnig háir. Kaupmáttur launa dróst saman á síðasta ári þótt hann hafi nú aðeins tekið við sér á nýjan leik. Kaupmáttur rýrnar þegar verðlag hækkar meira en laun. Þess vegna er verðbólga eitur í okkar beinum. Laun eru ekki verðtryggð en íbúðarlánin okkar eru það að hluta. Við þurfum að skapa þannig umhverfi að laun hækki meira en verðlag og tryggja skynsamlega efnahagsstjórnun. Stjórnvöld gera ráð fyrir 8,7% verðbólgu á þessu ári og spá fyrir um 5,6% verðbólgu á því næsta. Það verður að viðurkennast að slík spá er vægast sagt bjartsýn. Þess vegna er aftur þörf á þjóðarsátt um komandi kjarasamninga. Ofurlaunin og strætó Fréttir um ofurlaun einstakra forstjóra hjálpa ekki til um að sættir séu í sjónmáli. Það sætir í raun furðu að Samtök atvinnulífsins láti ekki oftar heyra í sér þegar ofurlaunasetningar raungerast. Laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni eru að meðaltali um 7 milljónir á mánuði eða um 350 þús kr. á dag. Fyrir þá fjárhæð er gert ráð fyrir að öryrkinn lifi á, út mánuðinn. Þá eru tveggja daga laun forstjóranna nálægt meðal heildarmánaðarlaunum sjúkraliða, sem vinnur á vöktum, alla daga ársins. Um 67 milljarða hagnaður varð í sjávarútvegi, og er milljörðum nú komið þaðan á milli kynslóða. Já, og svo er forstjóri Skel fjárfestingafélags með tæpar 20 milljónir á mánuði, eða um eina milljón á dag! Á sama tíma og þetta er að gerast hafa sveitarfélög boðað gjaldskrárhækkanir á þjónustugjöld og álagshvetjandi gjaldtöku leikskólanna. Nýverið boðaði strætó sérstaka eftirlitsnefnd, sem er varla til frásagnar, nema nefndinni er ætlað að hundelta og sekta fólk sem ekki borgar í strætó. Væri ekki nær að boða gjaldfríar almenningssamgöngur þegar verið er að þrengja að bílaeigendum og reiðhjólavæða höfuðborgarsvæðið? Á þessum sama tímapunkti er lýst yfir neyðarástandi á spítölum landsins meðal annars vegna manneklu. Og á sjálfum Landspítalanum, háskólasjúkrahúsinu okkar, stígur fólk fram og lýsir því yfir að þar sé fjölmennasta hjúkrunarheimili landsins því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Um þessa þætti getur varla verið ríkjandi sátt. Í mínum huga er þjóðarsátt orð dagsins, en við þurfum öll að eiga aðkomu að henni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur. Og það á líka við í kjaramálum þegar efnahagsmál þjóðarinnar eru í uppnámi. Árið 1990 voru gerðir sögulegir kjarasamningar milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisins. Aldrei áður höfðu jafnmargir ólíkir hagsmunaaðilar komið að kjarasamningagerð. Með þeim varð þjóðarsátt um að klippt yrði á áralangar víxlhækkanir launa og verðlags. Áherslan þá voru meðal annars hóflegar verðhækkanir og skattabreytingar. Þannig var hægt að ná niður verðbólgunni. Margir hafa eignað sér heiðurinn á þessum samningum enda var þeim lýst sem efnahagslegu afreki þar sem stöðugleiki komst á í efnahagsmálum. En það eru fyrst og fremst aðilar vinnumarkaðarins, bæði þess almenna og hins opinbera, sem eiga heiðurinn að þessari þjóðarsátt. Verðbólgueitrið Nú eru aftur blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Verðbólgan er allt of há. Vextir þar af leiðandi einnig háir. Kaupmáttur launa dróst saman á síðasta ári þótt hann hafi nú aðeins tekið við sér á nýjan leik. Kaupmáttur rýrnar þegar verðlag hækkar meira en laun. Þess vegna er verðbólga eitur í okkar beinum. Laun eru ekki verðtryggð en íbúðarlánin okkar eru það að hluta. Við þurfum að skapa þannig umhverfi að laun hækki meira en verðlag og tryggja skynsamlega efnahagsstjórnun. Stjórnvöld gera ráð fyrir 8,7% verðbólgu á þessu ári og spá fyrir um 5,6% verðbólgu á því næsta. Það verður að viðurkennast að slík spá er vægast sagt bjartsýn. Þess vegna er aftur þörf á þjóðarsátt um komandi kjarasamninga. Ofurlaunin og strætó Fréttir um ofurlaun einstakra forstjóra hjálpa ekki til um að sættir séu í sjónmáli. Það sætir í raun furðu að Samtök atvinnulífsins láti ekki oftar heyra í sér þegar ofurlaunasetningar raungerast. Laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni eru að meðaltali um 7 milljónir á mánuði eða um 350 þús kr. á dag. Fyrir þá fjárhæð er gert ráð fyrir að öryrkinn lifi á, út mánuðinn. Þá eru tveggja daga laun forstjóranna nálægt meðal heildarmánaðarlaunum sjúkraliða, sem vinnur á vöktum, alla daga ársins. Um 67 milljarða hagnaður varð í sjávarútvegi, og er milljörðum nú komið þaðan á milli kynslóða. Já, og svo er forstjóri Skel fjárfestingafélags með tæpar 20 milljónir á mánuði, eða um eina milljón á dag! Á sama tíma og þetta er að gerast hafa sveitarfélög boðað gjaldskrárhækkanir á þjónustugjöld og álagshvetjandi gjaldtöku leikskólanna. Nýverið boðaði strætó sérstaka eftirlitsnefnd, sem er varla til frásagnar, nema nefndinni er ætlað að hundelta og sekta fólk sem ekki borgar í strætó. Væri ekki nær að boða gjaldfríar almenningssamgöngur þegar verið er að þrengja að bílaeigendum og reiðhjólavæða höfuðborgarsvæðið? Á þessum sama tímapunkti er lýst yfir neyðarástandi á spítölum landsins meðal annars vegna manneklu. Og á sjálfum Landspítalanum, háskólasjúkrahúsinu okkar, stígur fólk fram og lýsir því yfir að þar sé fjölmennasta hjúkrunarheimili landsins því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Um þessa þætti getur varla verið ríkjandi sátt. Í mínum huga er þjóðarsátt orð dagsins, en við þurfum öll að eiga aðkomu að henni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun