Hótelkeðjan Accor opnar ibis Styles Reykjavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2023 11:02 Hótel Múli verður ibis Styles Reykjavík. Hótelkeðjan Accor bætir nú Íslandi inn í keðjuna með sínu fyrsta hóteli hér á landi. Hótelkeðjan rekur 5500 hótel í meira en 110 löndum. Í tilkynningu kemur fram að með nýundirrituðum samningi muni hótelkeðjan opna með samstarfsaðila sínum „Icelandic Hotels & Resorts / Hotels & Resorts - Investment & Development“ á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Hótelið mun verða rekið undir nafni ibis Styles Reykjavik við Hallarmúla með góðum tengingum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Hótelið, sem mun bjóða 56 herbergi, er núna rekið undir nafninu Hótel Múli en mun fara í gegnum viðamiklar endurbætur fram á vor þar sem það verður fært í búning ibis Styles Reykjavik. Annað hótelið á Norðurlöndunum Hótelið í Reykjavík er annað hótelið sem Accor keðjan opnar á Norðurlöndunum eftir að ibis Styles Copenhagen Ørestad opnaði síðastliðið vor. Hótel Múli hefur verið rekið síðan 2016 og mun nú fara í gegnum viðamiklar breytingar áður en það verður opnað sem ibis Styles Reykjavik á öðrum ársfjórðungi 2024. „Við erum stolt af því að geta bætt við okkar fyrsta hóteli Accor á Íslandi með undirritun samnings þess efnis. ibis Styles er vel þekkt merki og mjög vel staðsett á heimsvísu sem hagkvæmur gistikostur, en helstu einkenni þess eru smart, einstök hönnun og upplifun sem byggir á sögu hvers sem valin er á hverju hóteli fyrir sig,“ segir Jan Birkelund, hjá þróun og rekstri Accor á Norðurlöndunum. „Með samstarfsaðila okkar, Hotels & Resorts - Invest & Development,horfum við bjartsýn fram á vegin þar sem við auðgum flóruna á íslenska hótel markaðnum og getum núna boðið gestum okkar að upplifa þá einstöku gestrisni sem Íslendingar eru þekktir fyrir,“ segir Jan. „Við erum afskaplega stolt af því að opna fyrsta ibis Styles hótelið á Íslandi með Accor. Landið hefur orðið mjög vinsæll áfangastaður á heimsvísu síðustu ár. Með áratuga reynslu Accor af alþjóðlegri hótelþjónustu og margumtalaðri hlýju Íslendinga þá munum við mæta þörfum viðskiptavina okkar fullkomlega með nýja ibis Styles Reykjavik hótelinu,“ segir Laurent Michel, stofnandi og framkvæmdastjóri Icelandic Hotels & Resorts / Hotels & Resorts - Investment & Development. Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að með nýundirrituðum samningi muni hótelkeðjan opna með samstarfsaðila sínum „Icelandic Hotels & Resorts / Hotels & Resorts - Investment & Development“ á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Hótelið mun verða rekið undir nafni ibis Styles Reykjavik við Hallarmúla með góðum tengingum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Hótelið, sem mun bjóða 56 herbergi, er núna rekið undir nafninu Hótel Múli en mun fara í gegnum viðamiklar endurbætur fram á vor þar sem það verður fært í búning ibis Styles Reykjavik. Annað hótelið á Norðurlöndunum Hótelið í Reykjavík er annað hótelið sem Accor keðjan opnar á Norðurlöndunum eftir að ibis Styles Copenhagen Ørestad opnaði síðastliðið vor. Hótel Múli hefur verið rekið síðan 2016 og mun nú fara í gegnum viðamiklar breytingar áður en það verður opnað sem ibis Styles Reykjavik á öðrum ársfjórðungi 2024. „Við erum stolt af því að geta bætt við okkar fyrsta hóteli Accor á Íslandi með undirritun samnings þess efnis. ibis Styles er vel þekkt merki og mjög vel staðsett á heimsvísu sem hagkvæmur gistikostur, en helstu einkenni þess eru smart, einstök hönnun og upplifun sem byggir á sögu hvers sem valin er á hverju hóteli fyrir sig,“ segir Jan Birkelund, hjá þróun og rekstri Accor á Norðurlöndunum. „Með samstarfsaðila okkar, Hotels & Resorts - Invest & Development,horfum við bjartsýn fram á vegin þar sem við auðgum flóruna á íslenska hótel markaðnum og getum núna boðið gestum okkar að upplifa þá einstöku gestrisni sem Íslendingar eru þekktir fyrir,“ segir Jan. „Við erum afskaplega stolt af því að opna fyrsta ibis Styles hótelið á Íslandi með Accor. Landið hefur orðið mjög vinsæll áfangastaður á heimsvísu síðustu ár. Með áratuga reynslu Accor af alþjóðlegri hótelþjónustu og margumtalaðri hlýju Íslendinga þá munum við mæta þörfum viðskiptavina okkar fullkomlega með nýja ibis Styles Reykjavik hótelinu,“ segir Laurent Michel, stofnandi og framkvæmdastjóri Icelandic Hotels & Resorts / Hotels & Resorts - Investment & Development.
Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira